Erum við sóðar? Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2005 00:01 Þegar stórsöngvarinn Placido Domingo yfirgaf landið okkar fyrir örfáum dögum eftir að hafa stigið á það fæti í fyrsta sinn dró hann andann djúpt og dásamaði landið fyrir hreinleika sinn og kyrrð. Nokkuð sem við Íslendingar viljum alveg örugglega heyra og trúa. Nú skulum við ekki ætla þessum dáða listamanni að fara með meðvituð falsyrði en ósjálfrátt varð manni hugsað til þess hvort hann væri nokkuð farinn að tapa sjón. Því þegar gengið er um stíga og ekið um stræti höfuðborgarinnar og nágrenni hennar þá blasir víða við þvílíkur sægur af rusli að til háborinnar skammar verður að teljast. Áratuga gamlar sögur sem maður heyrði um ruslið sem birtist í byggð á Grænlandi þegar snjóa leysir á vorin koma manni ósjálfrátt í hug en þar hafa menn þó þá afsökun að snjórinn hylur ósómann yfir veturinn og sorphirðan er efiðleikum bundin. Hér er ekki því til að dreifa. Snjórinn sem heilsaði um jól kvaddi í janúar. Við höfum því ekkert slíkt okkur til málsbóta heldur er eingöngu um að kenna sinnuleysi okkar um nánasta umhverfi og undarlegri stefnu borgarinnar í hreinsunarmálum. Verst er ástandið í grennd við söluturna og byggingarsvæði. Þar hafa plastumbúðir fengið að feykjast um eftir því sem vindar hafa blásið og virðast eiga að bíða þar eftir vorinu og unglingunum í bæjarvinnunni. Sem minnir á að sumsstaðar úti á landi hefur sá siður viðgengist að skólabörn úr ákveðnum bekkjum hafi ruslatínslu sem fjáröflunarstarf sem innt er af hendi á laugardagsmorgnum í hverri viku. Nokkuð sem væri hugsanlega hægt að taka upp í skólunum á höfuðborgarsvæðinu og gera að bæði uppeldislegum þætti og umhverfisvænum. Minnumst gömlu slagorðanna, götur eru ekki ruslafötur og hrein torg - fögur borg og förum eftir þeim. Það er ánægjulegt þegar erlendir gestir eins og Placido Domingo fara lofsamlegum orðum um landið okkar og heita því að koma aftur til að njóta hreinleika þess og annarra dásemda. Látum hann og aðra í sömu erindagjörðum ekki koma fýluferð. Tökum til. gun@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar stórsöngvarinn Placido Domingo yfirgaf landið okkar fyrir örfáum dögum eftir að hafa stigið á það fæti í fyrsta sinn dró hann andann djúpt og dásamaði landið fyrir hreinleika sinn og kyrrð. Nokkuð sem við Íslendingar viljum alveg örugglega heyra og trúa. Nú skulum við ekki ætla þessum dáða listamanni að fara með meðvituð falsyrði en ósjálfrátt varð manni hugsað til þess hvort hann væri nokkuð farinn að tapa sjón. Því þegar gengið er um stíga og ekið um stræti höfuðborgarinnar og nágrenni hennar þá blasir víða við þvílíkur sægur af rusli að til háborinnar skammar verður að teljast. Áratuga gamlar sögur sem maður heyrði um ruslið sem birtist í byggð á Grænlandi þegar snjóa leysir á vorin koma manni ósjálfrátt í hug en þar hafa menn þó þá afsökun að snjórinn hylur ósómann yfir veturinn og sorphirðan er efiðleikum bundin. Hér er ekki því til að dreifa. Snjórinn sem heilsaði um jól kvaddi í janúar. Við höfum því ekkert slíkt okkur til málsbóta heldur er eingöngu um að kenna sinnuleysi okkar um nánasta umhverfi og undarlegri stefnu borgarinnar í hreinsunarmálum. Verst er ástandið í grennd við söluturna og byggingarsvæði. Þar hafa plastumbúðir fengið að feykjast um eftir því sem vindar hafa blásið og virðast eiga að bíða þar eftir vorinu og unglingunum í bæjarvinnunni. Sem minnir á að sumsstaðar úti á landi hefur sá siður viðgengist að skólabörn úr ákveðnum bekkjum hafi ruslatínslu sem fjáröflunarstarf sem innt er af hendi á laugardagsmorgnum í hverri viku. Nokkuð sem væri hugsanlega hægt að taka upp í skólunum á höfuðborgarsvæðinu og gera að bæði uppeldislegum þætti og umhverfisvænum. Minnumst gömlu slagorðanna, götur eru ekki ruslafötur og hrein torg - fögur borg og förum eftir þeim. Það er ánægjulegt þegar erlendir gestir eins og Placido Domingo fara lofsamlegum orðum um landið okkar og heita því að koma aftur til að njóta hreinleika þess og annarra dásemda. Látum hann og aðra í sömu erindagjörðum ekki koma fýluferð. Tökum til. gun@frettabladid.is
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar