Erlent

Króatar sýna ekki samvinnu

Evrópusambandið mun í dag að öllum líkindum ákveða að fresta upphafi aðildarviðræðna við Króatíu þar sem stjórnvöld þar hafa ekki sýnt nægilega samvinnu við alþjóðaglæpadómstólinn í Haag. Til að mynda hefur ekkert verið gert í að handtaka meinta stríðsglæpamenn sem dvelja enn í Króatíu. Carla del Ponte, yfirsaksóknari í Haag, veitir í júní næstkomandi á ný upplýsingar um samvinnu Króata og segja talsmenn Evrópusambandsins að aðildarviðræður verði þá skoðaðar á ný í ljósi nýrra upplýsinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×