Hart deilt á lóðaúthlutun 20. mars 2005 00:01 Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. Auglýsandinn lýsir sjálfum sér sem reykvískri fjölskyldu og segist gera þetta til að auka líkurnar á að fá lóð og mótmæla "vandræðaástandi" í lóðamálum í Reykjavík. Auglýsingin birtist sama dag og borgin auglýsti eftir umsóknum um 30 lóðir fyrir einbýlishús. Auglýsandinn neitar að greina frá nafni sínu en sagði í tölvupósti að hann væri hvorki í samstarfi við stjórnmálaflokk né verktaka. Með auglýsingunni væru reglur borgarinnar beygðar en ekki brotnar. Hann áætlar að 10-20 þúsund Reykvíkingar sækist eftir Lambaselslóðunum og bendir á að einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að auka líkur sínar. Eftirmarkaðsverð lóða sé komið langt fram yfir það sem borgin fari fram á. Í Kópavogi og Hafnarfirði sé gert heiðursmannasamkomulag um að skipta hagnaði af sölu húss milli einstaklings sem fékk lóð og byggingaverktaka eftir ákveðnum hlutföllum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi telur auglýsinguna sýna ófremdarástandið í lóðamálum í borginni. Það minni á ástandið fyrir 1980, þegar lóðir gengu kaupum og sölum. "Við munum auðvitað fylgjast grannt með þróun þessa máls. Ef niðurstaðan verður sú að ákvæðin halda ekki, sem við settum til að lóðirnar færu til fjölskyldna sem byggja yfir sjálfa sig, mun þeirri skoðun vaxa fiskur um hrygg að sanngjarnast sé að bjóða einbýlishúsalóðir út eins og aðrar lóðir," segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. Auglýsandinn lýsir sjálfum sér sem reykvískri fjölskyldu og segist gera þetta til að auka líkurnar á að fá lóð og mótmæla "vandræðaástandi" í lóðamálum í Reykjavík. Auglýsingin birtist sama dag og borgin auglýsti eftir umsóknum um 30 lóðir fyrir einbýlishús. Auglýsandinn neitar að greina frá nafni sínu en sagði í tölvupósti að hann væri hvorki í samstarfi við stjórnmálaflokk né verktaka. Með auglýsingunni væru reglur borgarinnar beygðar en ekki brotnar. Hann áætlar að 10-20 þúsund Reykvíkingar sækist eftir Lambaselslóðunum og bendir á að einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að auka líkur sínar. Eftirmarkaðsverð lóða sé komið langt fram yfir það sem borgin fari fram á. Í Kópavogi og Hafnarfirði sé gert heiðursmannasamkomulag um að skipta hagnaði af sölu húss milli einstaklings sem fékk lóð og byggingaverktaka eftir ákveðnum hlutföllum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi telur auglýsinguna sýna ófremdarástandið í lóðamálum í borginni. Það minni á ástandið fyrir 1980, þegar lóðir gengu kaupum og sölum. "Við munum auðvitað fylgjast grannt með þróun þessa máls. Ef niðurstaðan verður sú að ákvæðin halda ekki, sem við settum til að lóðirnar færu til fjölskyldna sem byggja yfir sjálfa sig, mun þeirri skoðun vaxa fiskur um hrygg að sanngjarnast sé að bjóða einbýlishúsalóðir út eins og aðrar lóðir," segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira