Upptaka evru til skoðunar 30. mars 2005 00:01 Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn og var afar bjartsýnn á þróun íslensks efnahagslífs. Hann lýsti þó áhyggjum af háu gengi íslensku krónunnar en taldi ekki að stóriðjuframkvæmdum og litlu aðhaldi í ríkisfjármálum væri um að kenna nema að litlu leyti. Hann sagði erfitt við svona sveiflur að eiga á meðan Ísland væri með eigin gjaldmiðil. Þó væri hann ekki að segja með þessu að upptaka evra leysti öll vandamál. „En þetta er eitt þeirra atriða sem hlýtur að koma til skoðunar þegar sveiflur gengisins eru brotnar til mergjar,“ segir Halldór. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði útlán innlánsstofnana til innlendra aðila hafa aukist um 40% á undanförnu ári. Frá því í ágúst til febrúarloka afgreiddu innlánstofnanir 14.500 fasteignaveðlán sem nema samtals 158 milljörðum króna að Birgis. Á móti kemur að sjóðfélagalán lífeyrissjóða drógust saman um sex milljarða króna og útlán Íbúðalánasjóðs um rúmlega 59 milljarða króna. Birgir Ísleifur telur færslu fasteignalána inn í bankakerfið til bóta en hún hafi hins vegar komið til á óheppilegum tíma, miklu þensluskeiði. Hann telur mjög brýnt að endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð. Forsætisráðherra tekur undir að það þurfi að endurskoða hlutverk Íbúðalánsjóðs en það liggi ekki á því. Spurður hvort skilja mætti ræðu forsætisráðherra svo að hann vildi taka upp evruna til að draga úr gengissveiflum segir Halldór svo ekki vera. Það væri nefnilega ljóst í hans huga að ef taka ætti upp evru þyrfti að ganga í Evrópusambandið. Hins vegar verði að hafa þennan möguleika í huga því lítill gjaldmiðill verði alltaf viðkvæmari fyrir sveiflum en stærri gjaldmiðlar. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ávarpaði fundinn og var afar bjartsýnn á þróun íslensks efnahagslífs. Hann lýsti þó áhyggjum af háu gengi íslensku krónunnar en taldi ekki að stóriðjuframkvæmdum og litlu aðhaldi í ríkisfjármálum væri um að kenna nema að litlu leyti. Hann sagði erfitt við svona sveiflur að eiga á meðan Ísland væri með eigin gjaldmiðil. Þó væri hann ekki að segja með þessu að upptaka evra leysti öll vandamál. „En þetta er eitt þeirra atriða sem hlýtur að koma til skoðunar þegar sveiflur gengisins eru brotnar til mergjar,“ segir Halldór. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði útlán innlánsstofnana til innlendra aðila hafa aukist um 40% á undanförnu ári. Frá því í ágúst til febrúarloka afgreiddu innlánstofnanir 14.500 fasteignaveðlán sem nema samtals 158 milljörðum króna að Birgis. Á móti kemur að sjóðfélagalán lífeyrissjóða drógust saman um sex milljarða króna og útlán Íbúðalánasjóðs um rúmlega 59 milljarða króna. Birgir Ísleifur telur færslu fasteignalána inn í bankakerfið til bóta en hún hafi hins vegar komið til á óheppilegum tíma, miklu þensluskeiði. Hann telur mjög brýnt að endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð. Forsætisráðherra tekur undir að það þurfi að endurskoða hlutverk Íbúðalánsjóðs en það liggi ekki á því. Spurður hvort skilja mætti ræðu forsætisráðherra svo að hann vildi taka upp evruna til að draga úr gengissveiflum segir Halldór svo ekki vera. Það væri nefnilega ljóst í hans huga að ef taka ætti upp evru þyrfti að ganga í Evrópusambandið. Hins vegar verði að hafa þennan möguleika í huga því lítill gjaldmiðill verði alltaf viðkvæmari fyrir sveiflum en stærri gjaldmiðlar.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira