Innlent

Jóhanna Lilja, kar­töflu­bóndi í Þykkva­bæ, heiðruð

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Jóhanna Lilja, sem er Hornfirðingur en hefur búið í Þykkvabæ frá 1982. Hún er Samborgari Rangárþings ytra fyrir árið 2025.
Jóhanna Lilja, sem er Hornfirðingur en hefur búið í Þykkvabæ frá 1982. Hún er Samborgari Rangárþings ytra fyrir árið 2025. Aðsend

Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir í Þykkvabæ var útnefnd Samborgari Rangárþings ytra 2025 í hófi á vegum sveitarfélagsins í gær, 10. janúar. Jóhanna Lilja býr í Skarði með manni sínum, Sigurbjarti Pálssyni en þau stunda m.a. kartöflurækt á bænum, auk þess, sem hún hefur unnið við íþróttahúsið og tjaldsvæðið í þorpinu í nokkur ár. Hún er Hornfirðingur en hefur búið í Þykkvabæ frá 1982.

Samborgari getur verið hver sá sem hefur á einhvern hátt þótt skara fram úr með störfum sínum í sveitarfélaginu, hvort heldur sem er í atvinnu- eða félagslífi, með manngæsku, dugnaði eða öðru sem eftirtekt hefur vakið.

Ómar Páll, sem tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd móður sinnar er hér með viðurkenningarskjalið en með honum á myndinni er Berglind Kristinsdóttir, formaður Markaðs-, menningar- og jafnréttisnefndar Rangárþings ytra.Aðsend

„Sannarlega kom þessi tilnefning mér á óvart og ég tek við henni af auðmýkt og þakklæti. Mér þykir vænt um Þykkvabæinn og samfélagið, sem þar býr og hef notið þess að vera þátttakandi í því í leik og starfi,” segir Jóhanna, sem gat ekki tekið sjálf á móti viðurkenningunni því hún er stödd erlendis en sonur hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson tók við henni.

Jóhanna Lilja ásamt Sigurbjarti Pálssyni manni sínum en þau eru nú stödd í Amsterdam.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×