Sótt að bloggurum Þórlindur Kjartansson skrifar 30. mars 2005 00:01 Bloggarar í Bandaríkjunum hafa á síðustu vikum staðið í háværum mótmælum vegna tillagna sem takmarkað geta óhefta útgáfu skoðana á netinu. Stofnunin, sem sér um að lögum um kosningar og starfsem stjórnmálaflokka sé framfylgt (Federal Elections Committee) hefur unnið að nýjum tillögum þar sem reynt er að horfast í augu við þann veruleika að fjölmiðlun hefur tekið stakkaskiptum með tilkomu internetsins. Lög um kosningar í Bandaríkjunum eru flókin og reglur um fjárframlög og pólitískar auglýsingar eru umfangsmiklar. Þar þarf að gefa upp nánast hverja krónu sem látin er af hendi til stjórnmálaflokka eða í kosningabaráttur og ákveðin hámörk eru í gildi varðandi hversu miklu má eyða í kosningum og hvenrig verja megi þeim fjármunum sem frambjóðendur þiggja frá hinu opinbera í kosningabaráttunni. Kosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust voru hinar fyrstu þar sem netið og sérstaklega bloggsíður eru talin hafa skipt raunverulegu máli. Þessi staðreynd, auk þess að Demókratar telja að bloggheimurinn hafi í heild verið þeim óvilhallur, varð til þess að FEC skoðaði sérstaklega netið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað hægt en að setja einhvers konar reglur. Þegar fyrstu drög þessara reglna litu dagsins ljós varð uppi fótur og fit enda ljóst að embættismennirnir höfðu annað hvort í hyggju að reyna að kæfa málfrelsi á netinu eða bjuggu yfir stórkostlegri vanþekkingu á eðli netsins. Tillögurnar fólu meðal í sér að opinbert eftirlit yrði haft með vefsíðum sem taldar eru styðja við tiltekna frambjóðendur eða birta umfjöllun vilhalla stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum. Reglurnar ná aðeins til þeirra sem reka síður þar sem menn fá greitt fyrir skrif sín, birta auglýsingar á vefjum sínum eða reka vefsíður í samvinnu við aðra. Þetta er þó ekki skýrt orðað í upprunalegum tillögum og því má auðveldlega álykta sem svo að allar vefsíður þar sem fleiri en einn skrifa yrðu háðar opinberu eftirliti. Á Íslandi hefði þetta til að mynda í för með sér að allar pólitískar vefsíður sem reknar eru af hópum, svo sem Múrinn (murinn.is), Vef-Þjóðvíljinn (andriki.is), Deiglan (deiglan.com), Tíkin (tikin.is) og Skoðun (skodun.is) yrðu að lúta opinberu eftirliti - og ef einhverja pólitík mætti lesa úr síðu á borð við kallarnir.is - þar sem margir skrifa - þá myndu þær einnig falla undir lögin. Það sýnir ef til vill best hversu fáránlegar reglurnar eru að undanþágurnar eru þær að vefsíður þar sem gestir eru færri en fimm hundruð á mánuði, eða eru læstar þannig að menn þurfi lykilorð til að komast inn, féllu ekki undir reglurnar. Fullyrða má að engin þeirra íslensku vefsíðna sem nefndar voru hér að framan myndu uppfylla þessi skilyrðu jafnvel þótt markaðurinn á Íslandi sé ekki nema einn þúsundasti af þeim bandaríska. Óheft málfrelsi hefur aldrei í sögunni verið raunhæft fyrr en með tilkomu internetsins. Áður fyrr þjónuðu fjölmiðlar hlutverki hliðvarðar til almennings því ekki gat hver sem er komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum fjölmiðla. Með netinu er þetta allt breytt því nú getur hver sem er náð sambandi við hvern sem er án nokkurrar fyrirhafnar. Þetta er veruleiki sem fellur illa að heimmsmynd þeirra sem telja lausn alls vanda vera reglugerðir fremur en almenna skynsemi. Flest rök fyrir takmörkunum í fjölmiðlun eiga við allt annan veruleika en þann sem við búum við í dag. Ólíkt öllum öðrum leiðum til tjáskipta kostar nákvæmlega ekki neitt að gefa út efni á netinu. Ólíkt dagblaði þarf hvorki að prenta netið eða dreifa því í pósthólf og netið ferðast heldur ekki um loftið með rafsegulbylgjum eins og sjónvarp gerði fyrir daga starfrænna útsendinga. Þessar gömlu aðferðir kosta peninga auk þess sem útsendingar á rafsegulbylgjum eru takmörkuð auðlind þar ekki rúmast óendanlega margar útsendingar. Þessi gamli veruleiki var röskemd fyrir ýsmum takmörkunum í fjölmiðlun og þeir sem alist hafa uppi við þær aðstæður vilja gjarnan yfirfæra gamlar reglur yfir á hið nýja þótt grundvallarröksemdin sé fallin. Þannig verða til reglur sem byggjast á því að höftum á frelsi er viðhaldið þótt röksemdirnar séu fallnar. Hugmyndir manna um takmarkanir á útsendingum útvarps byggðust á þeirri staðreynd sem þá var uppi að fleiri vildu senda út en pláss var fyrir. Við slíkar aðstæður var eðlilegt að leikreglur væru settar. Þegar hins vegar plássið er óþrjótandi er ekki hægt að réttlæta slíkar reglur því eina röksemdin fyrir slíkri heftingu er að hefta útbreiðslu skoðana - og það eru vonandi flestir sammála um að það sé ekki lögmætt eða eðlilegt markmið í laga- og reglugerðarsetningu.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Bloggarar í Bandaríkjunum hafa á síðustu vikum staðið í háværum mótmælum vegna tillagna sem takmarkað geta óhefta útgáfu skoðana á netinu. Stofnunin, sem sér um að lögum um kosningar og starfsem stjórnmálaflokka sé framfylgt (Federal Elections Committee) hefur unnið að nýjum tillögum þar sem reynt er að horfast í augu við þann veruleika að fjölmiðlun hefur tekið stakkaskiptum með tilkomu internetsins. Lög um kosningar í Bandaríkjunum eru flókin og reglur um fjárframlög og pólitískar auglýsingar eru umfangsmiklar. Þar þarf að gefa upp nánast hverja krónu sem látin er af hendi til stjórnmálaflokka eða í kosningabaráttur og ákveðin hámörk eru í gildi varðandi hversu miklu má eyða í kosningum og hvenrig verja megi þeim fjármunum sem frambjóðendur þiggja frá hinu opinbera í kosningabaráttunni. Kosningarnar í Bandaríkjunum síðasta haust voru hinar fyrstu þar sem netið og sérstaklega bloggsíður eru talin hafa skipt raunverulegu máli. Þessi staðreynd, auk þess að Demókratar telja að bloggheimurinn hafi í heild verið þeim óvilhallur, varð til þess að FEC skoðaði sérstaklega netið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri annað hægt en að setja einhvers konar reglur. Þegar fyrstu drög þessara reglna litu dagsins ljós varð uppi fótur og fit enda ljóst að embættismennirnir höfðu annað hvort í hyggju að reyna að kæfa málfrelsi á netinu eða bjuggu yfir stórkostlegri vanþekkingu á eðli netsins. Tillögurnar fólu meðal í sér að opinbert eftirlit yrði haft með vefsíðum sem taldar eru styðja við tiltekna frambjóðendur eða birta umfjöllun vilhalla stjórnmálamönnum eða stjórnmálaflokkum. Reglurnar ná aðeins til þeirra sem reka síður þar sem menn fá greitt fyrir skrif sín, birta auglýsingar á vefjum sínum eða reka vefsíður í samvinnu við aðra. Þetta er þó ekki skýrt orðað í upprunalegum tillögum og því má auðveldlega álykta sem svo að allar vefsíður þar sem fleiri en einn skrifa yrðu háðar opinberu eftirliti. Á Íslandi hefði þetta til að mynda í för með sér að allar pólitískar vefsíður sem reknar eru af hópum, svo sem Múrinn (murinn.is), Vef-Þjóðvíljinn (andriki.is), Deiglan (deiglan.com), Tíkin (tikin.is) og Skoðun (skodun.is) yrðu að lúta opinberu eftirliti - og ef einhverja pólitík mætti lesa úr síðu á borð við kallarnir.is - þar sem margir skrifa - þá myndu þær einnig falla undir lögin. Það sýnir ef til vill best hversu fáránlegar reglurnar eru að undanþágurnar eru þær að vefsíður þar sem gestir eru færri en fimm hundruð á mánuði, eða eru læstar þannig að menn þurfi lykilorð til að komast inn, féllu ekki undir reglurnar. Fullyrða má að engin þeirra íslensku vefsíðna sem nefndar voru hér að framan myndu uppfylla þessi skilyrðu jafnvel þótt markaðurinn á Íslandi sé ekki nema einn þúsundasti af þeim bandaríska. Óheft málfrelsi hefur aldrei í sögunni verið raunhæft fyrr en með tilkomu internetsins. Áður fyrr þjónuðu fjölmiðlar hlutverki hliðvarðar til almennings því ekki gat hver sem er komið sjónarmiðum sínum á framfæri í gegnum fjölmiðla. Með netinu er þetta allt breytt því nú getur hver sem er náð sambandi við hvern sem er án nokkurrar fyrirhafnar. Þetta er veruleiki sem fellur illa að heimmsmynd þeirra sem telja lausn alls vanda vera reglugerðir fremur en almenna skynsemi. Flest rök fyrir takmörkunum í fjölmiðlun eiga við allt annan veruleika en þann sem við búum við í dag. Ólíkt öllum öðrum leiðum til tjáskipta kostar nákvæmlega ekki neitt að gefa út efni á netinu. Ólíkt dagblaði þarf hvorki að prenta netið eða dreifa því í pósthólf og netið ferðast heldur ekki um loftið með rafsegulbylgjum eins og sjónvarp gerði fyrir daga starfrænna útsendinga. Þessar gömlu aðferðir kosta peninga auk þess sem útsendingar á rafsegulbylgjum eru takmörkuð auðlind þar ekki rúmast óendanlega margar útsendingar. Þessi gamli veruleiki var röskemd fyrir ýsmum takmörkunum í fjölmiðlun og þeir sem alist hafa uppi við þær aðstæður vilja gjarnan yfirfæra gamlar reglur yfir á hið nýja þótt grundvallarröksemdin sé fallin. Þannig verða til reglur sem byggjast á því að höftum á frelsi er viðhaldið þótt röksemdirnar séu fallnar. Hugmyndir manna um takmarkanir á útsendingum útvarps byggðust á þeirri staðreynd sem þá var uppi að fleiri vildu senda út en pláss var fyrir. Við slíkar aðstæður var eðlilegt að leikreglur væru settar. Þegar hins vegar plássið er óþrjótandi er ekki hægt að réttlæta slíkar reglur því eina röksemdin fyrir slíkri heftingu er að hefta útbreiðslu skoðana - og það eru vonandi flestir sammála um að það sé ekki lögmætt eða eðlilegt markmið í laga- og reglugerðarsetningu.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar