Útvarpsstjóri vanvirði starfsmenn 31. mars 2005 00:01 Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá. Starfsmennirnir segja í harðorðri ályktun að útvarpsráð og útvarpsstjóri hafi týnt til falsrök, ýkjur og skrök í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Þeir líti svo á að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus og líti á ráðningu hans sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa á Ríkisútvarpinu sé það á ábyrgð útvarpsstjóra og hans eins. Fundurinn lýsti því vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli „sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi,“ eins og það er orðað í ályktuninni. Og starfsmenn voru harðorðir á fundinum: talað var um nauðgunarstefnu, valdstjórn, ofbeldi og pólitískar sendingar. Haukur Hauksson, starfsmaður RÚV, sagði ráðningarferlið stórhneyksli sem verði að hrinda og óskaði eftir samstarfi starfsmanna. Fréttamönnum hafa borist margar stuðningsyfirlýsingar, þar af fékk G. Pétur Matthíasson fréttamaður eina óvenjulega frá leigubílstjóra sem sagði málið mikið rætt í stéttinni. Hann teldi Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, standa á bak við ráðninguna því hann hefði margoft keyrt Björn og Auðun Georg í leigubílnum sínum.. Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri sagði að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að misnota Ríkisútvarpið í þessari baráttu líkt og fréttamenn Stöðvar 2 hefðu stjórnað allri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið. Og hann lýsti yfir vonbrigðum með það. Auðun Georg hefur lýst því yfir að hann ætli að mæta til starfa á Ríkisútvarpinu klukkan níu í fyrramálið. Óðinn Jónsson fréttamaður segir óvíst hvaða móttökur hann fær. Þetta sé söguleg ályktun sem sýni hversu mikill þungi sé í málinu og samstaðan gríðarleg mikil. „Hvað gerist síðan veit enginn en útvarpsstjóri á næsta leik. Við vonum auðvitað enn að hann sjái að sér og þessi ráðning verði ekki að veruleika og nýir tímar muni hefjast hjá Ríkisútvarpinum og fagleg sjónarmið látin ráða,“ segir Óðinn. Auðun Georg mætti óvænt til fundar við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra um miðjan dag í dag. Fundurinn stóð í klukkustund og athygli vakti að Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, var ekki viðstaddur. Að þessu loknu gekk Auðun Georg um fréttastofurnar og kastaði kveðju á starfsfólkið. Ríkissjónvarpið tók myndir við þetta tækifæri en vildi ekki lána þær Stöð 2. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá. Starfsmennirnir segja í harðorðri ályktun að útvarpsráð og útvarpsstjóri hafi týnt til falsrök, ýkjur og skrök í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Þeir líti svo á að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus og líti á ráðningu hans sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa á Ríkisútvarpinu sé það á ábyrgð útvarpsstjóra og hans eins. Fundurinn lýsti því vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli „sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi,“ eins og það er orðað í ályktuninni. Og starfsmenn voru harðorðir á fundinum: talað var um nauðgunarstefnu, valdstjórn, ofbeldi og pólitískar sendingar. Haukur Hauksson, starfsmaður RÚV, sagði ráðningarferlið stórhneyksli sem verði að hrinda og óskaði eftir samstarfi starfsmanna. Fréttamönnum hafa borist margar stuðningsyfirlýsingar, þar af fékk G. Pétur Matthíasson fréttamaður eina óvenjulega frá leigubílstjóra sem sagði málið mikið rætt í stéttinni. Hann teldi Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, standa á bak við ráðninguna því hann hefði margoft keyrt Björn og Auðun Georg í leigubílnum sínum.. Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri sagði að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að misnota Ríkisútvarpið í þessari baráttu líkt og fréttamenn Stöðvar 2 hefðu stjórnað allri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið. Og hann lýsti yfir vonbrigðum með það. Auðun Georg hefur lýst því yfir að hann ætli að mæta til starfa á Ríkisútvarpinu klukkan níu í fyrramálið. Óðinn Jónsson fréttamaður segir óvíst hvaða móttökur hann fær. Þetta sé söguleg ályktun sem sýni hversu mikill þungi sé í málinu og samstaðan gríðarleg mikil. „Hvað gerist síðan veit enginn en útvarpsstjóri á næsta leik. Við vonum auðvitað enn að hann sjái að sér og þessi ráðning verði ekki að veruleika og nýir tímar muni hefjast hjá Ríkisútvarpinum og fagleg sjónarmið látin ráða,“ segir Óðinn. Auðun Georg mætti óvænt til fundar við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra um miðjan dag í dag. Fundurinn stóð í klukkustund og athygli vakti að Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, var ekki viðstaddur. Að þessu loknu gekk Auðun Georg um fréttastofurnar og kastaði kveðju á starfsfólkið. Ríkissjónvarpið tók myndir við þetta tækifæri en vildi ekki lána þær Stöð 2. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira