Sagði sig frá starfinu 1. apríl 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson hætti í gær við að taka starfi fréttastjóra Útvarps, nokkrum klukkustundum eftir að hann sat fund þar sem hann óskaði eftir góðu samstarfi við fréttamenn en kvaðst skilja þá sem ekki vildu starfa með honum og ákvæðu að hætta. Fréttamenn hvöttu hann á móti til að taka ekki starfinu. Eitt af því sem reyndist Auðuni Georg erfitt er viðtal við Ingimar Karl Helgason, fréttamann Útvarps, þar sem hann varð tvísaga um hvort hann hefði átt fund með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, formanni útvarpsráðs. Auðun Georg telur Ingimar hafa lagt gildru fyrir sig í viðtalinu. "Í viðtali sem ég veitti fréttamanni Ríkisútvarpsins í dag í tilefni af því að ég hæfi störf var með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað. En fréttamaðurinn var ekki hlutlaus, hann var málsaðili, og honum tókst ekki að gera greinarmun þar á," sagði Auðun Georg í yfirlýsingu sinni í gær." Ekki náðist í Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra í gærkvöldi en hann sagði í viðtali á Stöð 2 að setja mætti spurningamerki við hvort fréttamenn hafi staðið rétt að verkum. "Ég segi það sem mína skoðun og hef nú haft orð á því í útvarpinu að það er furðu langt gengið í þessum fréttaflutningi og menn hafa notað sérhvert tækifæri sem þeir hafa. Þeir hafa mjög víðtækt umboð, fréttamenn og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins, til að koma að málflutningi sem er hagstæður þeirra málstað í þessu, inni í fréttum, inni í hinum og þessum dagskrárhornum, bæði í sjónvarpi og útvarpi," sagði Markús Örn. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, vildi ekki tjá sig efnislega um þá gagnrýni sem Auðun Georg setti fram á fréttamenn í yfirlýsingu sinni. Hann fagnar þó þeirri ákvörðun Auðuns að taka ekki starfinu og telur hana mjög skynsamlega. "Hann er maður að meiri að hafa gert þetta." Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson hætti í gær við að taka starfi fréttastjóra Útvarps, nokkrum klukkustundum eftir að hann sat fund þar sem hann óskaði eftir góðu samstarfi við fréttamenn en kvaðst skilja þá sem ekki vildu starfa með honum og ákvæðu að hætta. Fréttamenn hvöttu hann á móti til að taka ekki starfinu. Eitt af því sem reyndist Auðuni Georg erfitt er viðtal við Ingimar Karl Helgason, fréttamann Útvarps, þar sem hann varð tvísaga um hvort hann hefði átt fund með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, formanni útvarpsráðs. Auðun Georg telur Ingimar hafa lagt gildru fyrir sig í viðtalinu. "Í viðtali sem ég veitti fréttamanni Ríkisútvarpsins í dag í tilefni af því að ég hæfi störf var með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað. En fréttamaðurinn var ekki hlutlaus, hann var málsaðili, og honum tókst ekki að gera greinarmun þar á," sagði Auðun Georg í yfirlýsingu sinni í gær." Ekki náðist í Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra í gærkvöldi en hann sagði í viðtali á Stöð 2 að setja mætti spurningamerki við hvort fréttamenn hafi staðið rétt að verkum. "Ég segi það sem mína skoðun og hef nú haft orð á því í útvarpinu að það er furðu langt gengið í þessum fréttaflutningi og menn hafa notað sérhvert tækifæri sem þeir hafa. Þeir hafa mjög víðtækt umboð, fréttamenn og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins, til að koma að málflutningi sem er hagstæður þeirra málstað í þessu, inni í fréttum, inni í hinum og þessum dagskrárhornum, bæði í sjónvarpi og útvarpi," sagði Markús Örn. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, vildi ekki tjá sig efnislega um þá gagnrýni sem Auðun Georg setti fram á fréttamenn í yfirlýsingu sinni. Hann fagnar þó þeirri ákvörðun Auðuns að taka ekki starfinu og telur hana mjög skynsamlega. "Hann er maður að meiri að hafa gert þetta."
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira