Fjórir sækja líklega ekki um aftur 2. apríl 2005 00:01 Fjórir af þeim fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson taldi hæfasta til að gegna stöðu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins telja ólíklegt að þeir sæki um stöðuna að nýju, verði hún auglýst. Sá fimmti var í morgun beðinn um að gegna stöðunni tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk úr skaftinu í gær. Eins og margoft hefur komið fram taldi Bogi Ágústsson að fimm af tíu umsækjendum um stöðu fréttastjóra væru hæfastir. Auðun Georg var ekki þar á meðal en var engu að síður ráðinn. Hann hætti við að taka við starfinu í gær eftir margra vikna mótmæli starfsmanna Ríkisútvarpsins. Fréttastofa Stöðvar 2 spurði þá fimm sem Bogi taldi hæfasta í dag hvort þeir myndu sækja um verði staðan auglýst fljótlega. Hjördís Finnbogadóttir taldi það ólíklegt og í sama streng tók Arnar Páll Hauksson. Jóhann Hauksson svaraði spurningu fréttamanns með þessum hætti: „Á meðan útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, er þarna innanhúss, tel ég mér ekki fært að starfa innan veggja Ríkisútvarpsins." Hann segir að alger trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Markúsar og hans og á því hafi ekki orðið nein breyting. Hann hafi því sagt upp störfum en bætir við að hverfi Markús Örn af stóli útvarpsstjóra þá muni hann hugsanlega sækja um stöðuna. Sá fjórði, Óðinn Jónsson, segir að þessi spurning sé sér nú ekki efst í huga eftir atburði gærdagsins en honum finnist það afar ólíklegt. Enn sé sama útvarpsráð og sami útvarpsstjóri og hann hafi ekki orðið var við stuðning frá þeim. Óðinn segir Auðun Georg hafa gert það eina rétta í stöðunni en að hörmulegt sé að til þessarar atburðarásar skyldi hafa þurft að koma. Af orðum Óðins má ráða að enn andar köldu í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs úr herbúðum fréttamanna. Hann bendir á að vantrausyfirlýsing mikils meirihluta starfsfólks Ríkisútvarpsins í garð útvarpsstjóra sé enn í gildi. Ekki sé vitað hvernig hann vinni úr því. Óðinn segist enn fremur aldrei hafa orðið var við að formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, hafi staðið með Ríkisútvarpinu. Hann hafi sagt að fréttamenn hafi lagt Auðun Georg í einelti en því hafnar Óðinn. Sá fimmti, Friðrik Páll Jónsson, var í morgun beðinn um að hlaupa í skarðið og gegna stöðu fréttastjóra þar til ráðið yrði í stöðuna og varð hann við þeirri beiðni. Hann segist reikna með að sækja um stöðuna að nýju. Fréttastofa lagði ítrekað skilaboð fyrir Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, formann útvarpsráðs, í dag sem hann svaraði ekki. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Fjórir af þeim fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson taldi hæfasta til að gegna stöðu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins telja ólíklegt að þeir sæki um stöðuna að nýju, verði hún auglýst. Sá fimmti var í morgun beðinn um að gegna stöðunni tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk úr skaftinu í gær. Eins og margoft hefur komið fram taldi Bogi Ágústsson að fimm af tíu umsækjendum um stöðu fréttastjóra væru hæfastir. Auðun Georg var ekki þar á meðal en var engu að síður ráðinn. Hann hætti við að taka við starfinu í gær eftir margra vikna mótmæli starfsmanna Ríkisútvarpsins. Fréttastofa Stöðvar 2 spurði þá fimm sem Bogi taldi hæfasta í dag hvort þeir myndu sækja um verði staðan auglýst fljótlega. Hjördís Finnbogadóttir taldi það ólíklegt og í sama streng tók Arnar Páll Hauksson. Jóhann Hauksson svaraði spurningu fréttamanns með þessum hætti: „Á meðan útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, er þarna innanhúss, tel ég mér ekki fært að starfa innan veggja Ríkisútvarpsins." Hann segir að alger trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Markúsar og hans og á því hafi ekki orðið nein breyting. Hann hafi því sagt upp störfum en bætir við að hverfi Markús Örn af stóli útvarpsstjóra þá muni hann hugsanlega sækja um stöðuna. Sá fjórði, Óðinn Jónsson, segir að þessi spurning sé sér nú ekki efst í huga eftir atburði gærdagsins en honum finnist það afar ólíklegt. Enn sé sama útvarpsráð og sami útvarpsstjóri og hann hafi ekki orðið var við stuðning frá þeim. Óðinn segir Auðun Georg hafa gert það eina rétta í stöðunni en að hörmulegt sé að til þessarar atburðarásar skyldi hafa þurft að koma. Af orðum Óðins má ráða að enn andar köldu í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs úr herbúðum fréttamanna. Hann bendir á að vantrausyfirlýsing mikils meirihluta starfsfólks Ríkisútvarpsins í garð útvarpsstjóra sé enn í gildi. Ekki sé vitað hvernig hann vinni úr því. Óðinn segist enn fremur aldrei hafa orðið var við að formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, hafi staðið með Ríkisútvarpinu. Hann hafi sagt að fréttamenn hafi lagt Auðun Georg í einelti en því hafnar Óðinn. Sá fimmti, Friðrik Páll Jónsson, var í morgun beðinn um að hlaupa í skarðið og gegna stöðu fréttastjóra þar til ráðið yrði í stöðuna og varð hann við þeirri beiðni. Hann segist reikna með að sækja um stöðuna að nýju. Fréttastofa lagði ítrekað skilaboð fyrir Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, formann útvarpsráðs, í dag sem hann svaraði ekki.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira