Innlent

Konurnar í Framsókn minna á sig

Landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna skorar á forsætisráðherra sem er formaður flokksins að hefja markvissar aðgerðir til að ná fram launajafnrétti milli karla og kvenna. Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambandsins, segir launamun kynjanna þekktan. Hafa þurfi öflugt samráð um útrýmingu hans við aðila vinnumarkaðsins og Samband íslenskra sveitarfélaga. "Að okkar mati þarf að gera auknar kröfur til stofnana ríkisins og ráðuneyta þess og mæla fyrir um samræmdar aðferðir til þess að ná fram launajafnrétti kynjanna," segir Una María. Því sé biðlað til forsætisráðuneytisins. Greint var frá því í október að karlar í Bandalagi háskólamanna, BSRB og Kennarasambandi Íslands væru með sautján prósentum hærri heildarlaun á mánuði en starfsystur þeirra. Var horft til fólks með sömu menntun við sambærileg störf og vinnutíma. Fyrir tveimur árum höfðu konur hér á landi 79 prósent af launum karla sem er mesta bil kynja á Norðurlöndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×