Erlent

Sænskur kvennalisti

Nýr femínistaflokkur mun bjóða fram til þings í næstu þingkosningum í Svíþjóð. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Stokkhólmi í gær. Fremstar í flokki fyrir framboðinu fara Gudrun Schyman, fyrrverandi formaður sænska Vinstriflokksins, og samherjar hennar. "Við ætlum að byggja upp félagsskap sem er stefnt gegn feðraveldinu," hefur fréttavefur Dagens Nyheter eftir Sofiu Karlsson, sem á sæti í stjórn undirbúningsnefndar nýja framboðsins. Að hennar sögn sé þess vegna hugsanlegt að flokkurinn verði formannslaus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×