Erlent

Hafna Frakkar stjórnarskrá ESB?

Fimm nýlegar skoðanakannanir benda allar til þess að meirihluti Frakka ætli að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins. Stuðningur við stjórnarskrána hefur hægt og bítandi farið minnkandi og varð það til þess að kosningu um hana, sem fram átti að fara í haust, var flýtt til 29. maí. Það virðist hins vegar ekki ætla að duga til því að nú þegar virðist meirihluti kjósenda ætla að hafna stjórnarskránni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×