Stoðunum fjölgar Hafliði Helgason skrifar 13. október 2005 19:01 Skýrslan um framlag fjármálageirans til landsframleiðslunnar sem hagsetur Háskólans í Reykjavík birti í vikunni er athyglisvert plagg. Þar kemur í ljós að fjármálageirinn er farinn að leggja álíka mikið til landsframleiðslunnar og sjávarútvegurinn. Samanburðurinn við sjávarútveginn er eitthvað sem aðrar greinar atvinnulífsins sækja í. Ástæðan er sú að í huga þjóðarinnar ber sjávarútvegurinn höfuð og herðar yfir aðrar greinar. Sjávarútvegurinn er og verður eflaust í bráð mikilvægasta uppspretta gjaldeyristekna þjóðarinnar, en sem betur fer sækja aðrar greingar fram og bæta styrkum stoðum við efnahagslífið. Vöxtur fjármálageirans hefur verið mikill undanfarin misseri. Bankarnir hafa stækkað og eflst og eru nú í mun betri stöðu til að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins en nokkru sinni fyrr. Bankar eru stoðþjónusta við fólk og fyrirtæki. Þeir hafa oft verið gagnrýndir og fólk sér ofsjónum yfir gróða þeirra. Það er afar mikilvægt að gróði sé af bönkunum það er merki um að vel gangi í samfélaginu og fjármál þjóðarinnar séu í góðum málum. Hitt er annað að illt umtal um bankanna liggur sennilega mest hjá þeim sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð í fjármálum og greiða af þeim sökum ærin og óþörf gjöld til bankanna. Þjónustugjöld bankanna og gróði af viðskiptum við einstaklinga er afar lítill hluti tekna og hagnaðar bankanna. Undanfarið hefur gengishagnaður verið áberandi, auk þess sem bankar hafa verið að fá miklar tekjur af þjónustu við stóra fjárfesta við uppstokkun og kaup á fyrirtækjum. Tekjur bankanna koma í vaxandi mæli að utan og þegar tekjur koma af erlendis frá vegna innlendra starfa, heitir það útflutningur. Það er enginn munur fyrir þjóðarbúið hvort gjaldeyristekjur koma vegna fiskflaka sem seld eru í stórmarkaði eða vegna kaupa Tzcenguiz bræðra á krárkeðju í London. Í öðru tilvikinu er seld vara og í hinu þekking og þjónusta. Þekking og þjónusta er til lengdar betri útflutningsvara en fiskflakið, þar sem hærra verð er greitt fyrir vinnuna vegna hennar. Ef heldur fram sem horfir verða nokkrar grundvallarstoðir undir íslensku efnahagskerfi. Sjávarútvegur, áliðnaður, fjármálaþjónusta, ferðamennska og iðnaður eru í sýnilegri framtíð stoðgreinar gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. Samsetningin getur samt breyst hratt og ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til þess að svarið við sömu spurningu hefði verið sjávarútvegur og landbúnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrslan um framlag fjármálageirans til landsframleiðslunnar sem hagsetur Háskólans í Reykjavík birti í vikunni er athyglisvert plagg. Þar kemur í ljós að fjármálageirinn er farinn að leggja álíka mikið til landsframleiðslunnar og sjávarútvegurinn. Samanburðurinn við sjávarútveginn er eitthvað sem aðrar greinar atvinnulífsins sækja í. Ástæðan er sú að í huga þjóðarinnar ber sjávarútvegurinn höfuð og herðar yfir aðrar greinar. Sjávarútvegurinn er og verður eflaust í bráð mikilvægasta uppspretta gjaldeyristekna þjóðarinnar, en sem betur fer sækja aðrar greingar fram og bæta styrkum stoðum við efnahagslífið. Vöxtur fjármálageirans hefur verið mikill undanfarin misseri. Bankarnir hafa stækkað og eflst og eru nú í mun betri stöðu til að styðja við uppbyggingu atvinnulífsins en nokkru sinni fyrr. Bankar eru stoðþjónusta við fólk og fyrirtæki. Þeir hafa oft verið gagnrýndir og fólk sér ofsjónum yfir gróða þeirra. Það er afar mikilvægt að gróði sé af bönkunum það er merki um að vel gangi í samfélaginu og fjármál þjóðarinnar séu í góðum málum. Hitt er annað að illt umtal um bankanna liggur sennilega mest hjá þeim sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð í fjármálum og greiða af þeim sökum ærin og óþörf gjöld til bankanna. Þjónustugjöld bankanna og gróði af viðskiptum við einstaklinga er afar lítill hluti tekna og hagnaðar bankanna. Undanfarið hefur gengishagnaður verið áberandi, auk þess sem bankar hafa verið að fá miklar tekjur af þjónustu við stóra fjárfesta við uppstokkun og kaup á fyrirtækjum. Tekjur bankanna koma í vaxandi mæli að utan og þegar tekjur koma af erlendis frá vegna innlendra starfa, heitir það útflutningur. Það er enginn munur fyrir þjóðarbúið hvort gjaldeyristekjur koma vegna fiskflaka sem seld eru í stórmarkaði eða vegna kaupa Tzcenguiz bræðra á krárkeðju í London. Í öðru tilvikinu er seld vara og í hinu þekking og þjónusta. Þekking og þjónusta er til lengdar betri útflutningsvara en fiskflakið, þar sem hærra verð er greitt fyrir vinnuna vegna hennar. Ef heldur fram sem horfir verða nokkrar grundvallarstoðir undir íslensku efnahagskerfi. Sjávarútvegur, áliðnaður, fjármálaþjónusta, ferðamennska og iðnaður eru í sýnilegri framtíð stoðgreinar gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar. Samsetningin getur samt breyst hratt og ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til þess að svarið við sömu spurningu hefði verið sjávarútvegur og landbúnaður.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun