Innlent

Styður hugmyndir um kaup Símans

Þingflokkur Frjálslynda flokksins lýsir yfir stuðningi við hugmynd Agnesar Bragadóttur blaðamanns um að almenningur á Íslandi stofni félag kjölfestufjárfestis og geri í sameiningu tilboð í 45% eignahlut Símans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Þar segir einnig að við umræður utan dagskrár í vikunni sem leið, þar sem munnleg skýrsla forsætisráðherra um sölu Símans var kynnt, hafi fulltrúar Frjálslynda flokksins bent á það að það væri umhugsunarefni fyrir lífeyrissjóðina, sem eru í eigu fólksins í landinu, að stofna sérstakt félag með þjóðinni með það að markmiði að kaupa Símann af ríkissjóði Íslands. Það væri Frjálslynda flokknum betur að skapi að verjast þannig aðför ríkisstjórnarinnar að almenningi og koma í veg fyrir að valdir fjárfestar taki til sín arð almennings. Þingflokkur Frjálslynda flokksins skorar enn fremur á þjóðina, stjórnarandstöðuna, verkalýðsfélög og lífeyrissjóði landsmanna að taka höndum saman og tryggja áframhaldandi eignarétt yfir þessari sameign þjóðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×