Vilja endurskoða takmarkanir 12. apríl 2005 00:01 "Þessar eignarhaldstakmarkanir koma ekki frá okkur. Þær eru hluti af málamiðlun við hina fulltrúana í nefndinni og erum við í Samfylkingunni sömu skoðunar varðandi eignarhaldstakmarkanir á fjölmiðlum og áður," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. "Frumvarpsvinnan, lagasmíðin sjálf, er öll eftir. Til þess að pólitísk sátt ríki um frumvarpið þarf að koma til samstarf allra flokka við samningu þess. Frumvarpið getur aldrei verið samhljóða skýrslunni því það er verulegt verk eftir við að koma þessum frumniðurstöðum í lagatexta," segir Mörður. "Við vonum að frumvarpið verði þannig orðað að lög um eignarhald á fjölmiðlum verði skaðlaus en þau verða örugglega gagnslaus," segir Mörður. Hann bendir á að nefndin nefni mörk um takmörkun á eignarhaldi við 25 prósent hjá fjölmiðlum sem náð hafa þriðjungs markaðshlutdeild en nefndin segi um leið að hæfileg mörk séu mikið álitamál. "Samfylkingin tekur undir það, mörkin eru mikið álitamál. Miðað við þessi mörk telst arfur Valtýs Stefánssonar ritstjóra og dætra hans, Helgu og Huldu, í Morgunblaðinu vera sérstök samþjöppun auðs sem stefni fjölbreytni og fjölræði í voða. Það er í fyrsta sinn í gjörvallri fjölmiðlaumræðu íslenskri sem þessi tilteknu hlutabréf eru talin sérlega hættuleg. Þetta bendir til þess að það þurfi að skoða þessar prósentutölur miklu betur," segir Mörður. "Við erum reiðubúin til að ganga til samstarfs á grundvelli þessarar skýrslu - en skýrslan er auðvitað ekki frumvarp. Ég vona að stjórnarflokkarnir haldi áfram að þróast í þessu máli og sjái að lokum að sennilega þurfum við engar svona takmarkanir. Að minnsta kosti þarf að skoða þessar tölur, það sjáum við af dæminu frá Morgunblaðinu," segir Mörður. Hann bendir á að þriðjungs markaðshlutdeild sé ekki mikil á Íslandi þótt hún sé mikil í Evrópu. "Það eru ekki miklir peningar í því að hafa 33 prósenta markaðshlutdeild á Íslandi. Það sést til dæmis með Fréttablaðinu sem náði þessari markaðshlutdeild á nokkrum vikum en fór samt á hausinn. Það verður að bera þessar prósentutölur við stöðuna og reynsluna í íslenskri fjölmiðlun og það á eftir að gera," segir Mörður. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
"Þessar eignarhaldstakmarkanir koma ekki frá okkur. Þær eru hluti af málamiðlun við hina fulltrúana í nefndinni og erum við í Samfylkingunni sömu skoðunar varðandi eignarhaldstakmarkanir á fjölmiðlum og áður," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. "Frumvarpsvinnan, lagasmíðin sjálf, er öll eftir. Til þess að pólitísk sátt ríki um frumvarpið þarf að koma til samstarf allra flokka við samningu þess. Frumvarpið getur aldrei verið samhljóða skýrslunni því það er verulegt verk eftir við að koma þessum frumniðurstöðum í lagatexta," segir Mörður. "Við vonum að frumvarpið verði þannig orðað að lög um eignarhald á fjölmiðlum verði skaðlaus en þau verða örugglega gagnslaus," segir Mörður. Hann bendir á að nefndin nefni mörk um takmörkun á eignarhaldi við 25 prósent hjá fjölmiðlum sem náð hafa þriðjungs markaðshlutdeild en nefndin segi um leið að hæfileg mörk séu mikið álitamál. "Samfylkingin tekur undir það, mörkin eru mikið álitamál. Miðað við þessi mörk telst arfur Valtýs Stefánssonar ritstjóra og dætra hans, Helgu og Huldu, í Morgunblaðinu vera sérstök samþjöppun auðs sem stefni fjölbreytni og fjölræði í voða. Það er í fyrsta sinn í gjörvallri fjölmiðlaumræðu íslenskri sem þessi tilteknu hlutabréf eru talin sérlega hættuleg. Þetta bendir til þess að það þurfi að skoða þessar prósentutölur miklu betur," segir Mörður. "Við erum reiðubúin til að ganga til samstarfs á grundvelli þessarar skýrslu - en skýrslan er auðvitað ekki frumvarp. Ég vona að stjórnarflokkarnir haldi áfram að þróast í þessu máli og sjái að lokum að sennilega þurfum við engar svona takmarkanir. Að minnsta kosti þarf að skoða þessar tölur, það sjáum við af dæminu frá Morgunblaðinu," segir Mörður. Hann bendir á að þriðjungs markaðshlutdeild sé ekki mikil á Íslandi þótt hún sé mikil í Evrópu. "Það eru ekki miklir peningar í því að hafa 33 prósenta markaðshlutdeild á Íslandi. Það sést til dæmis með Fréttablaðinu sem náði þessari markaðshlutdeild á nokkrum vikum en fór samt á hausinn. Það verður að bera þessar prósentutölur við stöðuna og reynsluna í íslenskri fjölmiðlun og það á eftir að gera," segir Mörður.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira