Erlent

Afsögn forsætisráðherra Líbanons

Omar Karami sagði af sér forsætisráðherraembætti í Líbanon í dag eftir að honum mistókst að mynda ríkisstjórn. Forseti landsins, Emile Lahoud, hefur samþykkt afsögnina fyrir sitt leyti og leitar nú að nýjum manni í starfið. Stjórnarkreppa hefur ríkt í Líbanon síðan fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Rafik Hariri, var myrtur. Karami hefur mætt mikilli andstöðu. Hann er talinn hallur undir Sýrlandsstjórn sem grunuð er um að tengjast árásinni á Hariri. Óvíst er hvort hægt verður að óbreyttu að halda þingkosningar í Líbanon í lok maí eins og gert var ráð fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×