Innlent

Hvetja til afgreiðslu frumvarps

Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað er á allsherjarnefnd Alþingis að hleypa frumvarpi um niðurfellingu fyrningarfrests í kynferðisafbrotamálum gegn börnum út úr nefndinni og leyfa Alþingi að afgreiða frumvarpið á lýðræðislegan hátt í samræmi við þingskaparlög en frumvarpið hefur legið óafgreitt hjá nefndinni í hartnær tvö ár. Ungliðar hvetja nefndarmenn til að horfa fram hjá flokkspólitískum dráttum og sjá hve mikið þjóðþrifa- og mannréttindamál þetta er, en ekki pólitík til hægri eða vinstri. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að breið samstaða sé um að fella niður fyrningarfrest í kynferðisafbrotamálumgegn börnum, ekki einungis hjá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokka heldur hafa rúmlega 10.000 einstaklingar sent áskorun til þingmanna í gegnumvefsíðu Blátt áfram, www.blattafram.is. Þá hafi fjölmargir fagaðilar sem allsherjarnefnd sendi málið til umsagnar, svo sem Barnahús, Kvennaathvarf og Stígamót, lýst yfir stuðningi við frumvarpið og fagnað því. Í ljósi þess breiða og mikla stuðnings sem málið hefur meðal almennings og sérfræðinga krefjast ungliðahreyfingarnar þess að málið verði afgreitt úr allsherjarnefnd fyrir þinghlé eða að þeir sem hindra eðlilega framgöngu málsins rökstyðji afstöðu sína til málsins opinberlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×