Ætlaði ekki að bana Sæunni 15. apríl 2005 00:01 Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. Magnús ætlaði í fyrstu ekki að tjá sig um efni ákærunnar og hugðist þannig nýta rétt sinn til að tjá sig ekki um ákæruna fyrr en við aðalmálsferð. Hann sagði eftir stutt samtal við Kristin Bjarnason, verjanda sinn, að hann hefði ekki getað kynnt sér málsgögnin nógu vel. Þegar dómari spurði síðar hvort Magnús væri sáttur við ákæruna kom fram að hann viðurkenndi að hafa orðið Sæunni að bana en að það hefði ekki verið ásetningur hans. Að sögn Kristins Bjarnasonar verður látið á það reyna hvort hann verði dæmdur fyrir morð af gáleysi. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhaldi yfir honum til 22. júní. Magnús myrti konu sína í nóvember á síðasta ári, á heimili hennar í Hamraborg þar sem Sæunn bjó ásamt fjögurra ára dóttur og eins árs gömlum syni þeirra. Eftir að hafa banað Sæunni, með því að þrengja að öndunarvegi hennar með þvottasnúru, hringdi Magnús í lögreglu, prest og tengdaforeldra. Hann var handtekinn í íbúðinni og tekinn til yfirheyslu þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, sagði í samtali við Fréttablaðið skömmu síðar að lát Sæunnar virtist ekki hafa verið óviljaverk heldur að um ásetning hefði verið að ræða. Eftir lát Sæunnar afsalaði Magnús sér forræði barnanna til foreldra hennar fram að dómslokum. Að sögn Páls Einarssonar, föður Sæunnar, líður börnunum tveim mjög vel og heimsækja þau föður sinn einu sinni í mánuði á Litla-Hraun. Einnig er samkomulagið á milli foreldra Sæunnar og Magnúsar gott. Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Magnús Einarsson sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni og barnsmóður, Sæunni Pálsdóttur, að bana með því að kyrkja hana mætti fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gærmorgun þegar málið var þingfest. Magnús játaði að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en sagði það ekki hafa verið ásetning sinn. Magnús ætlaði í fyrstu ekki að tjá sig um efni ákærunnar og hugðist þannig nýta rétt sinn til að tjá sig ekki um ákæruna fyrr en við aðalmálsferð. Hann sagði eftir stutt samtal við Kristin Bjarnason, verjanda sinn, að hann hefði ekki getað kynnt sér málsgögnin nógu vel. Þegar dómari spurði síðar hvort Magnús væri sáttur við ákæruna kom fram að hann viðurkenndi að hafa orðið Sæunni að bana en að það hefði ekki verið ásetningur hans. Að sögn Kristins Bjarnasonar verður látið á það reyna hvort hann verði dæmdur fyrir morð af gáleysi. Héraðsdómur framlengdi gæsluvarðhaldi yfir honum til 22. júní. Magnús myrti konu sína í nóvember á síðasta ári, á heimili hennar í Hamraborg þar sem Sæunn bjó ásamt fjögurra ára dóttur og eins árs gömlum syni þeirra. Eftir að hafa banað Sæunni, með því að þrengja að öndunarvegi hennar með þvottasnúru, hringdi Magnús í lögreglu, prest og tengdaforeldra. Hann var handtekinn í íbúðinni og tekinn til yfirheyslu þar sem hann viðurkenndi verknaðinn. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, sagði í samtali við Fréttablaðið skömmu síðar að lát Sæunnar virtist ekki hafa verið óviljaverk heldur að um ásetning hefði verið að ræða. Eftir lát Sæunnar afsalaði Magnús sér forræði barnanna til foreldra hennar fram að dómslokum. Að sögn Páls Einarssonar, föður Sæunnar, líður börnunum tveim mjög vel og heimsækja þau föður sinn einu sinni í mánuði á Litla-Hraun. Einnig er samkomulagið á milli foreldra Sæunnar og Magnúsar gott.
Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels