Fagna lægra verði á tímaritum 16. apríl 2005 00:01 Neytendur fagna samkeppni á tímaritamarkaði og telja hana löngu tímabæra. Eftir að verslunin Office One tilkynnti að erlend tímarit yrðu seld á mun lægra verði en áður hefur tíðkast tóku aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu við sér og boðuðu einnig lægra verð. Forsvarsmenn Griffils í Skeifunni segjast í 20 ár hafa haft að leiðarljósi að vera alltaf ódýrari og á því verði engin breyting í þetta skiptið. Þá hefur Hagkaup einnig greint frá því að fyrirtækið ætli að taka þátt í verðstríðinu og bjóða neytendum tímarit á góðu verði. Penninn Eymundsson segir að mögulegt sé að selja fáa titla á fáum stöðum með lítilli sem engri álagningu í skamman tíma en slíkt geti enginn sem ætli að veita góða þjónustu til lengri tíma. Hins vegar er ljóst að neytendur kunna vel að meta samkeppnina. Ingvar Óskarsson segist aðspurður lítast vel á samkeppnina á tímaritamarkaði enda lækki þá verð á tímaritum sem sé mjög mjög gott. Margrét Árnadóttir tekur í sama streng og vonar að sú einokun sem verið hafi verði afnumin. Hún hafi alveg verið hætt að kaupa blöð. Aðspurð telur hún að breyting verði á því núna og samkeppni verði á þessum markaði. Svala Heiðberg segist líta samkeppnina jákvæðum augum en segir að það verði að koma í ljós hvort verðstríðið breyti einhverju. Aðspurð segist hún hafa keypt svolítið af tímaritum og býst við að lækkað verð hafi áhrif á kaup hennar. Neytendur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Neytendur fagna samkeppni á tímaritamarkaði og telja hana löngu tímabæra. Eftir að verslunin Office One tilkynnti að erlend tímarit yrðu seld á mun lægra verði en áður hefur tíðkast tóku aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu við sér og boðuðu einnig lægra verð. Forsvarsmenn Griffils í Skeifunni segjast í 20 ár hafa haft að leiðarljósi að vera alltaf ódýrari og á því verði engin breyting í þetta skiptið. Þá hefur Hagkaup einnig greint frá því að fyrirtækið ætli að taka þátt í verðstríðinu og bjóða neytendum tímarit á góðu verði. Penninn Eymundsson segir að mögulegt sé að selja fáa titla á fáum stöðum með lítilli sem engri álagningu í skamman tíma en slíkt geti enginn sem ætli að veita góða þjónustu til lengri tíma. Hins vegar er ljóst að neytendur kunna vel að meta samkeppnina. Ingvar Óskarsson segist aðspurður lítast vel á samkeppnina á tímaritamarkaði enda lækki þá verð á tímaritum sem sé mjög mjög gott. Margrét Árnadóttir tekur í sama streng og vonar að sú einokun sem verið hafi verði afnumin. Hún hafi alveg verið hætt að kaupa blöð. Aðspurð telur hún að breyting verði á því núna og samkeppni verði á þessum markaði. Svala Heiðberg segist líta samkeppnina jákvæðum augum en segir að það verði að koma í ljós hvort verðstríðið breyti einhverju. Aðspurð segist hún hafa keypt svolítið af tímaritum og býst við að lækkað verð hafi áhrif á kaup hennar.
Neytendur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira