Fjölgað um helming í Samfylkingu 18. apríl 2005 00:01 Alls hafa rúmlega sjö þúsund nýir félagar gengið í Samfylkinguna frá áramótum og eru skráðir félagar í Samfylkingunni nú nálægt tuttugu þúsundum. Félögum hefur því fjölgað um rúman helming frá áramótum er þeir voru um þrettán þúsund. Í gegnum skrifstofu Össurar Skarphéðinssonar hafa komið um tvö þúsund nýjar skráningar og rúmlega þrjú þúsund í gegnum skrifstofu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns. Um tvö þúsund skráningar bárust beint til skrifstofunnar. Össur gleðst yfir því að svona mikill áhugi skuli vera á Samfylkingunni. "Það kemur mér ekki á óvart að félögum skuli hafa fjölgað svona, það var átak í gangi af hálfu beggja frambjóðenda og það gekk ákaflega vel," segir hann. Ingibjörg Sólrún segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að nýta ætti tækifærið sem formannskjörið er til þess að fjölga í flokknum. "Samfylkingin á að vera breiðfylking fólks sem vill auka jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. Við erum með 57 þúsund kjósendur og eigum von um fleiri og ég vil að sem flestir séu skráðir í flokkinn," segir Ingibjörg. Þau eru bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Össur segir undanfarna tíu daga hafa verið ævintýri líkasta. "Það hafa streymt til mín stuðningsmenn og ég finn að það er greinilega viðhorfsbreyting í gangi," segir Össur. "Menn taka mínum pólitísku áherslum, á klassíska jafnaðarstefnu og minn mikla vilja til að mynda ríkisstjórn fjölskyldunnar, sem jafnframt tekur á málefnum aldraðra og fólks með skerta starfsgetu, ákaflega vel. Menn líta bersýnilega á það sem ákveðið svar við þessum harðvítugu markaðsöflum sem leika lausum hala," segir Össur. Ingibjörg segir að baráttan hafi gengið mjög vel. "Ég hef alltaf lagt á það áherslu að við erum ekki að kjósa um mismunandi stefnu í formannskjörinu. Þetta er persónuleg kosning einstaklinga sem eiga að vera málsvarar þeirrar stefnu sem Samfylkingin mótar á landsfundi," segir Ingibjörg. "Hins vegar er auðvitað áherslumunur á milli okkar Össurar. Munurinn lýtur meðal annars að sýn okkar á lýðræðið og hvernig því verði best fyrirkomið. Það endurspeglast meðal annars í umræðunni um framtíðarhópinn. Mér finnst að framtíðarhópurinn sé mjög merkileg tilraun til að móta stefnu með þátttöku mjög margra og þar sem unnið er faglega að stefnumótun," segir Ingibjörg. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Alls hafa rúmlega sjö þúsund nýir félagar gengið í Samfylkinguna frá áramótum og eru skráðir félagar í Samfylkingunni nú nálægt tuttugu þúsundum. Félögum hefur því fjölgað um rúman helming frá áramótum er þeir voru um þrettán þúsund. Í gegnum skrifstofu Össurar Skarphéðinssonar hafa komið um tvö þúsund nýjar skráningar og rúmlega þrjú þúsund í gegnum skrifstofu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns. Um tvö þúsund skráningar bárust beint til skrifstofunnar. Össur gleðst yfir því að svona mikill áhugi skuli vera á Samfylkingunni. "Það kemur mér ekki á óvart að félögum skuli hafa fjölgað svona, það var átak í gangi af hálfu beggja frambjóðenda og það gekk ákaflega vel," segir hann. Ingibjörg Sólrún segist alltaf hafa verið þeirrar skoðunar að nýta ætti tækifærið sem formannskjörið er til þess að fjölga í flokknum. "Samfylkingin á að vera breiðfylking fólks sem vill auka jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. Við erum með 57 þúsund kjósendur og eigum von um fleiri og ég vil að sem flestir séu skráðir í flokkinn," segir Ingibjörg. Þau eru bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Össur segir undanfarna tíu daga hafa verið ævintýri líkasta. "Það hafa streymt til mín stuðningsmenn og ég finn að það er greinilega viðhorfsbreyting í gangi," segir Össur. "Menn taka mínum pólitísku áherslum, á klassíska jafnaðarstefnu og minn mikla vilja til að mynda ríkisstjórn fjölskyldunnar, sem jafnframt tekur á málefnum aldraðra og fólks með skerta starfsgetu, ákaflega vel. Menn líta bersýnilega á það sem ákveðið svar við þessum harðvítugu markaðsöflum sem leika lausum hala," segir Össur. Ingibjörg segir að baráttan hafi gengið mjög vel. "Ég hef alltaf lagt á það áherslu að við erum ekki að kjósa um mismunandi stefnu í formannskjörinu. Þetta er persónuleg kosning einstaklinga sem eiga að vera málsvarar þeirrar stefnu sem Samfylkingin mótar á landsfundi," segir Ingibjörg. "Hins vegar er auðvitað áherslumunur á milli okkar Össurar. Munurinn lýtur meðal annars að sýn okkar á lýðræðið og hvernig því verði best fyrirkomið. Það endurspeglast meðal annars í umræðunni um framtíðarhópinn. Mér finnst að framtíðarhópurinn sé mjög merkileg tilraun til að móta stefnu með þátttöku mjög margra og þar sem unnið er faglega að stefnumótun," segir Ingibjörg.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira