Bjartsýni á samstarf R-listans 18. apríl 2005 00:01 Í dag hefjast málefnaviðræður flokkanna þriggja er standa að Reykjavíkurlistanum; Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þar sem meðal annars verður ákveðið hvort flokkarnir muni bjóða fram undir merkjum R-listans að nýju í næstu borgarstjórnarkosningum, sem fram fara að ári. Ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa lýst því yfir að þær vilji að flokkar sínir bjóði fram í eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formenn bjartsýnir Formenn flokkanna þriggja; Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson, segjast allir bjartsýnir á framtíð R-listans. Þeir benda á að enginn málefnalegur ágreiningur hafi komið upp milli flokkanna í borgarstjórnarmálum og að samstarfið hafi verið með ágætum undanfarin ár. Þeir segja að það sé hins vegar í höndum Reykjavíkurfélaganna að ræða áframhaldandi samstarf og málefnasamninga fyrir komandi kosningar. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi segir að vonir standi til þess að flokkarnir bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. "Ég veit ekki til þess að neinn alvarlegur málefnaágreiningur sé á milli þessara flokka. Halda ætti samstarfinu áfram nema menn vilji endilega koma Sjálfstæðisflokknum að. Þá ættu flokkarnir að bjóða fram hver í sínu lagi eins og gert var áður," segir Alfreð. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi tekur undir þetta. "Málefnasamstaðan innan borgarstjórnarflokksins er mjög góð og hefur samstarfið verið algjörlega vandræðalaust. Þeir sem sagst hafa vilja endurskoða R-listasamstarfið hafa viljað gera það vegna flokkspólistískra hagsmuna, ekki vegna málefnaágreinings. Þeir vilja að flokkur sinn sýni meiri sérstöðu og komi fram undir eigin merkjum," segir Stefán Jón. "Mér finnst frekar líklegt að menn leggi talsvert hart að sér svo R-listinn haldi áfram," segir hann. "Ég vil líka benda á að efasemdaraddir um R-listann hafa verið á sveimi reglulega allt frá stofnun hans," segir Stefán Jón. Þeir vilja ekki tjá sig um hugsanlegt borgarstjóraefni R-listans. "Það verður að koma í ljós. Núverandi borgarstjóri hefur staðið sig ágætlega," segir Alfreð. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi segist mjög bjartsýn á framtíð R-listasamstarfsins. "Vinstri grænir hafa átt mjög gott samstarf við aðra innan R-listans. Þess vegna skiptir miklu máli að halda áfram þessu samstarfi." Byggist allt á málefnasamstöðu Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík suður, segir að efasemdaraddir um framtíð R-listans séu háværari meðal yngri kynslóðarinnar en hinnar eldri. "Eldri kynslóðin er á því að þessi draumur, að félagshyggjuöflin starfi saman, sé ekki búinn," segir Sigrún. "Mér finnst ekki tímabært að ræða þetta núna á þessum tímapunkti, þar sem málefnastarfið er að hefjast innan Reykjavíkurlistans. Það er númer eitt að við getum komið okkur saman um málefni," segir hún. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG í Reykjavík, tekur undir orð Sigrúnar. "Viðræður eru ekki hafnar en í þeim verður staðan könnuð. Við förum með allar raddir í baklandinu inn í þær viðræður og ætlum að tala fyrir því að málstaður Vinstri grænna fái sem best brautargengi í stjórn Reykjavíkur," segir hún. Hún er þó ósammála Sigrúnu varðandi kynslóðamuninn. "Þetta er ekki frekar yngra fólk en eldra. Það er eðlilegt að fólk staldri við á þessum tímapunkti, þegar viðræður flokkanna eru að hefjast, og spyrji spurninga," segir hún Jóhanna Eyjólfsdóttir, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segist sannfærð um að R-listinn geti boðið fram að nýju ef vilji sé fyrir því. "Ég tel að Reykjavíkurlistinn eigi framtíð fyrir sér. Við verðum að skoða málin, hvað hefur áunnist og hvað er brýnast að gera núna," segir hún. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í dag hefjast málefnaviðræður flokkanna þriggja er standa að Reykjavíkurlistanum; Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þar sem meðal annars verður ákveðið hvort flokkarnir muni bjóða fram undir merkjum R-listans að nýju í næstu borgarstjórnarkosningum, sem fram fara að ári. Ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa lýst því yfir að þær vilji að flokkar sínir bjóði fram í eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Formenn bjartsýnir Formenn flokkanna þriggja; Halldór Ásgrímsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson, segjast allir bjartsýnir á framtíð R-listans. Þeir benda á að enginn málefnalegur ágreiningur hafi komið upp milli flokkanna í borgarstjórnarmálum og að samstarfið hafi verið með ágætum undanfarin ár. Þeir segja að það sé hins vegar í höndum Reykjavíkurfélaganna að ræða áframhaldandi samstarf og málefnasamninga fyrir komandi kosningar. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi segir að vonir standi til þess að flokkarnir bjóði fram áfram undir merkjum R-listans. "Ég veit ekki til þess að neinn alvarlegur málefnaágreiningur sé á milli þessara flokka. Halda ætti samstarfinu áfram nema menn vilji endilega koma Sjálfstæðisflokknum að. Þá ættu flokkarnir að bjóða fram hver í sínu lagi eins og gert var áður," segir Alfreð. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi tekur undir þetta. "Málefnasamstaðan innan borgarstjórnarflokksins er mjög góð og hefur samstarfið verið algjörlega vandræðalaust. Þeir sem sagst hafa vilja endurskoða R-listasamstarfið hafa viljað gera það vegna flokkspólistískra hagsmuna, ekki vegna málefnaágreinings. Þeir vilja að flokkur sinn sýni meiri sérstöðu og komi fram undir eigin merkjum," segir Stefán Jón. "Mér finnst frekar líklegt að menn leggi talsvert hart að sér svo R-listinn haldi áfram," segir hann. "Ég vil líka benda á að efasemdaraddir um R-listann hafa verið á sveimi reglulega allt frá stofnun hans," segir Stefán Jón. Þeir vilja ekki tjá sig um hugsanlegt borgarstjóraefni R-listans. "Það verður að koma í ljós. Núverandi borgarstjóri hefur staðið sig ágætlega," segir Alfreð. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi segist mjög bjartsýn á framtíð R-listasamstarfsins. "Vinstri grænir hafa átt mjög gott samstarf við aðra innan R-listans. Þess vegna skiptir miklu máli að halda áfram þessu samstarfi." Byggist allt á málefnasamstöðu Sigrún Jónsdóttir, formaður Félags framsóknarmanna í Reykjavík suður, segir að efasemdaraddir um framtíð R-listans séu háværari meðal yngri kynslóðarinnar en hinnar eldri. "Eldri kynslóðin er á því að þessi draumur, að félagshyggjuöflin starfi saman, sé ekki búinn," segir Sigrún. "Mér finnst ekki tímabært að ræða þetta núna á þessum tímapunkti, þar sem málefnastarfið er að hefjast innan Reykjavíkurlistans. Það er númer eitt að við getum komið okkur saman um málefni," segir hún. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG í Reykjavík, tekur undir orð Sigrúnar. "Viðræður eru ekki hafnar en í þeim verður staðan könnuð. Við förum með allar raddir í baklandinu inn í þær viðræður og ætlum að tala fyrir því að málstaður Vinstri grænna fái sem best brautargengi í stjórn Reykjavíkur," segir hún. Hún er þó ósammála Sigrúnu varðandi kynslóðamuninn. "Þetta er ekki frekar yngra fólk en eldra. Það er eðlilegt að fólk staldri við á þessum tímapunkti, þegar viðræður flokkanna eru að hefjast, og spyrji spurninga," segir hún Jóhanna Eyjólfsdóttir, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segist sannfærð um að R-listinn geti boðið fram að nýju ef vilji sé fyrir því. "Ég tel að Reykjavíkurlistinn eigi framtíð fyrir sér. Við verðum að skoða málin, hvað hefur áunnist og hvað er brýnast að gera núna," segir hún.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira