Myndir sem fólk vill sjá Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. apríl 2005 00:01 Það hefur löngum viljað loða við kvikmyndahátíðir að á þeim sé helst boðið upp á leiðinlegar myndir sem almenningur hefur engan áhuga á að sjá en einhver óljós listaelíta hafi ofsalega gaman af því að spóka sig í bíó með hvítvínsglösin á lofti áður en leiðindunum er varpað á hvíta tjaldið í krafti styrkja frá ríki eða borg. Kvikmyndahátíðin Iceland International Film Festival 2005 er núna í fullum gangi og sýnir bíómyndir úr öllum heimshornum í kjaftfullum sölum Regnbogans og Háskólabíós. Þegar þetta er skrifað er hátíðin um það bil hálfnuð og vel yfir 16.000 manns hafa sótt myndir á hátíðinni. Velgengi hátíðarinnar skýrist að einhverju leyti af því að hún er hátíð dreifingaraðila og kvikmyndahúsa og býður upp á fjöldan allan af myndum sem gætu hæglega staðið undir sér í almennum sýningum en það þarf enginn að efast um að fólk vill sjá snilldar verk á borð við Der Untergang, House of Flying Daggers, Hotel Rwanda að ógleymdum myndunum La Mala Education, Vera Drake, The Woodsman, Diarios de motocicleta og svo mætti lengi telja. Þetta eru myndir sem hinn almenni bíógestur hefur áhuga á að sjá og líklega munu sýningar á þriggja vikna kvikmyndahátíð ekki duga til að anna eftirspurninni þannig að þær myndir sem oftast er uppselt á þessa daga munu líklega halda áfram á almennum sýningum að hátíðinni lokinni. Þessar myndir eru lausar við Hollywoodþokkann sem dregur fólk, þúsundum saman, á risavaxnar og innihaldslausar glansmyndir og þess vegna er þeim smalað saman á kvikmyndahátíð sem gerir það auðveldara að magna upp í kringum þær spennu og skapa réttu stemninguna. Aðstandendum IIFF 2005 hátíðarinnar hefur tekið þetta framúrskarandi vel og framtakið er virðingarvert enda skilar það sér einnig í því að hingað berast með straumnum alls konar myndir sem aldrei hefðu fengið tækifæri í íslenskum kvikmyndahúsum. Það er til dæmis mikill fengur í heimildarmyndum hátíðarinnar að maður tali ekki um þemaflokkinn þar sem Troma myndir Lloyd Kaufmans eru sýndar en sú sýra er illfáanleg á myndböndum og fengist aldrei sýnd í bíó nema í tengslum við hátíð. Það merkilegasta við hátíðina er svo sú staðreynd að tvær umtöluðustu myndirnar þessa dagana hin viðbjóðslega Ett Hal i mitt hjarta eftir Lukas Moodysson og bersógla kynlífsmyndin 9 Songs hefðu ekki fengist sýndar hér á landi nema í tengslum við kvikmyndahátíð. Nú má endalaust deila um ágæti þessara mynda en það væri ansi bagalegt að geta ekki tekið þátt í umræðunni sem þær skapa vegna þess að þær eru svo ljótar eða klámfengnar að þær fást ekki sýndar hérna. Mynd Moodyssons er sýnd með ströngum skilyrðum; hún fæst eingöngu sýnd á IIFF 2005 hátíðinni, aðeins á síðustu kvöldsýningum og vörður verður að vera við salinn til að tryggja að ekki sé svindlað á hæsta aldurstakmarki. Þá mun myndin ekki fást gefin út á myndbandi. Svipaða sögu er að segja af 9 Songs en um hana segir Kvikmyndaskoðun: "Óvenjulega opinská og að því er mörgum mun þykja lostafull lýsing svo mjög að tekur fram flestu því sem lýst er í myndum sem koma fyrir sjónir almennings frá virtum leikstjóra. Dvalið er langdvölum við athafnir fólksins á kynlífssviðinu, sýnd nærgöngul atlot þar sem kynfæri, bæði karls í fullri reisn og konu eru sýnd í nærmynd og "hefðbundnar" kynlífsathafnir stundaðar. Þá kemur við sögu meðferð örvandi fíkniefna sem þykja sjálfsögð í lífi persónanna." Það kemur því að mati Kvikmyndaskoðunar "sterklega til álita að myndin varði við 210. gr. hegningarlaga hér á landi þar sem lagt er bann við sýningu og dreifingu kláms. Í ljósi þess að það kemur ekki í hlut Kvikmyndaskoðunar að ákvarða í þeim efnum er látið nægja að benda sýnanda myndefnisins á áðurnefnd ákvæði hegningarlaga. Á hinn bóginn eru myndinni af hálfu Kvikmyndaskoðunar ákveðin hæstu leyfilegu aldursmörk hér á landi sökum þeirra atriða sem áður greinir, kynlíf og meðferð fíkninefna. Sýnanda bent á að hann geti leitað álits Ríkissaksóknara um það hvaða líkur séu á því að myndin geti varða við ákvæði hegningarlaga." Það er eitthvað bogið við siðgæðið ef myndirnar teljast aðeins hæfar til sýninga á kvikmyndahátíð og þær hljóta því að sleppa í gegn á þeirri forsendu að um "list" sé að ræða. Það má svo aftur endalaust deila um það en ef það þarf kvikmyndahátíð á borð við IIFF 2005 til þess að Íslendingar fái að horfa á það sem vekur mesta athygli í bíóbransanum árið 2005 þá getur maður vel sætt sig við að bíða í hálft ár eftir Almódóvar mynd ef efni sem er háð ritskoðun flýtur með. Aðsóknartölurnar tala samt sínu máli og það er ljóst að helstu tromp hátíðarinnar geta staðið ein og sér án tengingar við stóra kvikmyndahátíð. Ett Hal i mitt hjarta og 9 Songs gera það þó bersýnilega ekki þannig að mikilvægi hátíðarinnar fyrir áhugafólk um bíó er ótrvírætt og við þökkum fyrir okkur með því að fjölmenna á hátíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur löngum viljað loða við kvikmyndahátíðir að á þeim sé helst boðið upp á leiðinlegar myndir sem almenningur hefur engan áhuga á að sjá en einhver óljós listaelíta hafi ofsalega gaman af því að spóka sig í bíó með hvítvínsglösin á lofti áður en leiðindunum er varpað á hvíta tjaldið í krafti styrkja frá ríki eða borg. Kvikmyndahátíðin Iceland International Film Festival 2005 er núna í fullum gangi og sýnir bíómyndir úr öllum heimshornum í kjaftfullum sölum Regnbogans og Háskólabíós. Þegar þetta er skrifað er hátíðin um það bil hálfnuð og vel yfir 16.000 manns hafa sótt myndir á hátíðinni. Velgengi hátíðarinnar skýrist að einhverju leyti af því að hún er hátíð dreifingaraðila og kvikmyndahúsa og býður upp á fjöldan allan af myndum sem gætu hæglega staðið undir sér í almennum sýningum en það þarf enginn að efast um að fólk vill sjá snilldar verk á borð við Der Untergang, House of Flying Daggers, Hotel Rwanda að ógleymdum myndunum La Mala Education, Vera Drake, The Woodsman, Diarios de motocicleta og svo mætti lengi telja. Þetta eru myndir sem hinn almenni bíógestur hefur áhuga á að sjá og líklega munu sýningar á þriggja vikna kvikmyndahátíð ekki duga til að anna eftirspurninni þannig að þær myndir sem oftast er uppselt á þessa daga munu líklega halda áfram á almennum sýningum að hátíðinni lokinni. Þessar myndir eru lausar við Hollywoodþokkann sem dregur fólk, þúsundum saman, á risavaxnar og innihaldslausar glansmyndir og þess vegna er þeim smalað saman á kvikmyndahátíð sem gerir það auðveldara að magna upp í kringum þær spennu og skapa réttu stemninguna. Aðstandendum IIFF 2005 hátíðarinnar hefur tekið þetta framúrskarandi vel og framtakið er virðingarvert enda skilar það sér einnig í því að hingað berast með straumnum alls konar myndir sem aldrei hefðu fengið tækifæri í íslenskum kvikmyndahúsum. Það er til dæmis mikill fengur í heimildarmyndum hátíðarinnar að maður tali ekki um þemaflokkinn þar sem Troma myndir Lloyd Kaufmans eru sýndar en sú sýra er illfáanleg á myndböndum og fengist aldrei sýnd í bíó nema í tengslum við hátíð. Það merkilegasta við hátíðina er svo sú staðreynd að tvær umtöluðustu myndirnar þessa dagana hin viðbjóðslega Ett Hal i mitt hjarta eftir Lukas Moodysson og bersógla kynlífsmyndin 9 Songs hefðu ekki fengist sýndar hér á landi nema í tengslum við kvikmyndahátíð. Nú má endalaust deila um ágæti þessara mynda en það væri ansi bagalegt að geta ekki tekið þátt í umræðunni sem þær skapa vegna þess að þær eru svo ljótar eða klámfengnar að þær fást ekki sýndar hérna. Mynd Moodyssons er sýnd með ströngum skilyrðum; hún fæst eingöngu sýnd á IIFF 2005 hátíðinni, aðeins á síðustu kvöldsýningum og vörður verður að vera við salinn til að tryggja að ekki sé svindlað á hæsta aldurstakmarki. Þá mun myndin ekki fást gefin út á myndbandi. Svipaða sögu er að segja af 9 Songs en um hana segir Kvikmyndaskoðun: "Óvenjulega opinská og að því er mörgum mun þykja lostafull lýsing svo mjög að tekur fram flestu því sem lýst er í myndum sem koma fyrir sjónir almennings frá virtum leikstjóra. Dvalið er langdvölum við athafnir fólksins á kynlífssviðinu, sýnd nærgöngul atlot þar sem kynfæri, bæði karls í fullri reisn og konu eru sýnd í nærmynd og "hefðbundnar" kynlífsathafnir stundaðar. Þá kemur við sögu meðferð örvandi fíkniefna sem þykja sjálfsögð í lífi persónanna." Það kemur því að mati Kvikmyndaskoðunar "sterklega til álita að myndin varði við 210. gr. hegningarlaga hér á landi þar sem lagt er bann við sýningu og dreifingu kláms. Í ljósi þess að það kemur ekki í hlut Kvikmyndaskoðunar að ákvarða í þeim efnum er látið nægja að benda sýnanda myndefnisins á áðurnefnd ákvæði hegningarlaga. Á hinn bóginn eru myndinni af hálfu Kvikmyndaskoðunar ákveðin hæstu leyfilegu aldursmörk hér á landi sökum þeirra atriða sem áður greinir, kynlíf og meðferð fíkninefna. Sýnanda bent á að hann geti leitað álits Ríkissaksóknara um það hvaða líkur séu á því að myndin geti varða við ákvæði hegningarlaga." Það er eitthvað bogið við siðgæðið ef myndirnar teljast aðeins hæfar til sýninga á kvikmyndahátíð og þær hljóta því að sleppa í gegn á þeirri forsendu að um "list" sé að ræða. Það má svo aftur endalaust deila um það en ef það þarf kvikmyndahátíð á borð við IIFF 2005 til þess að Íslendingar fái að horfa á það sem vekur mesta athygli í bíóbransanum árið 2005 þá getur maður vel sætt sig við að bíða í hálft ár eftir Almódóvar mynd ef efni sem er háð ritskoðun flýtur með. Aðsóknartölurnar tala samt sínu máli og það er ljóst að helstu tromp hátíðarinnar geta staðið ein og sér án tengingar við stóra kvikmyndahátíð. Ett Hal i mitt hjarta og 9 Songs gera það þó bersýnilega ekki þannig að mikilvægi hátíðarinnar fyrir áhugafólk um bíó er ótrvírætt og við þökkum fyrir okkur með því að fjölmenna á hátíðina.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar