Hvenær er fyrsti maí? 20. apríl 2005 00:01 Nú líður að fríum. Bæði lögbundnum sumarfríum fólks sem hefur unnið fyrir sér og sínum og samfélaginu heilt yfir kalda vetrarmánuðina en einnig fríunum sem detta með tilviljanakenndri nákvæmni niður á hinn og þennan fimmtudaginn eða ákveðna mánaðardaga sem eiga sér sögulegar frístoðir. Frídagur verslunarmanna er alltaf fyrsti mánudagurinn í ágúst. Frídagur verkamanna er hinsvegar alltaf á fyrsta maí. Verkamenn lenda þannig í því tvisvar sinnum á hverjum sjö árum að frídagurinn þeirra er í raun enginn sérstakur frídagur heldur bara frí sem þeir hefðu fengið hvort sem er.Við fögnum degi verkalýðsins fyrsta maí af sögulegum ástæðum. En hversu sterkar eru þær í hugum okkar og minni? Væri ekki öllum nær að fá alltaf frí fyrsta mánudaginn í maí og fagna þannig verkalýðnum eins og við fögnum verslunarmönnum þremur mánuðum síðar? Að dagsetningin fyrsti maí glati kannski merkingu sinni nema í dagatölum en í staðinn fengi verkalýðurinn langa helgi? En hvernig er þá með fimmtudagsfríin sem dynja nú eins og ljúfar sumarskúrir yfir? Sumardagurinn fyrsti er í dag, svo vinna flestir einn dag og svo kemur helgi. Sumardagurinn fyrsti er alltaf fyrsta fimmtudaginn eftir tuttugasta apríl. Myndi muna miklu ef við fögnuðum honum alltaf daginn eftir, á föstudegi, í staðinn? Þá fengju landsmenn líka langa helgi og ef þannig bæri undir tvær langar helgar í röð, síðustu helgina í apríl og fyrstu helgina í maí. Stundum kemur það fyrir, ef fyrsta maí ber upp á fimmtudag að það er frí þrjá fimmtudaga í röð. Tónlistarnemendur sem fara kannski bara í tíma einu sinni í viku gætu þá lent í því, rétt fyrir próf, að missa þrjá tíma í röð. Eru þessi fimmtudagsfrí ekki hálfkjánaleg? Hvað segir að sumardagurinn fyrsti þurfi endilega að vera á fimmtudegi? Frá frídegi verslunarmanna í byrjun ágúst og fram að jólum er ekki einn einasti aukafrídagur. Og af því að jólin eru dagbundin og koma alltaf 24. desember klukkan sex þá geta þau farið þannig fyrir vinnandi fólk að eftir allt stressið og frídagaleysið frá verslunarmannahelginni er ekki frí nema í hálfan dag. Helgin verður þannig ekki einu sinni löng og jólafríið hálfur dagur. Er ekki hægt að færa uppstigningardag, og hafa í staðinn langa helgi í október, til dæmis? Og færa aðfangadag yfir á fyrsta miðvikudag eftir vetrarsólstöður. Sem eru auðvitað alltaf 21. desember svo það væri auðvelt. En ef við færum uppstigningadag á þeim forsendum að hann sé trúarleg fimmtudagshátíð sem ekki skiptir öllu máli hvenær er hvernig er þá með skírdag? Af hverju að vera að halda upp á hann, eitthvað frekar? Skírdagur er jú alltaf á fimmtudegi. Af hverju erum við eiginlega að halda upp á alla þessa daga? Hvaða máli skiptir hvenær þeir eru? Er ekki aðalmálið að við fáum sem mest og best frí? Að fjölskyldan geti verið saman um langa helgi í staðinn fyrir að eiga frí í miðri viku út af einhverju sem allir eru löngu búnir að gleyma? Erum við samviskusamlega að halda upp á akkúrat þessa daga? Hvað gerðist til dæmis á uppstigningadag? En fyrsta maí? En, ef út í það er farið, sautjánda júní? Í dag er að minnsta kosti sumardagurinn fyrsti. Einhverjir fara í skrúðgöngu, aðrir dunda sér í garðinum sínum, fjöldi fólks er að vinna, auðvitað, margir fá aldrei frí, ekki einu sinni um helgar. Sumir taka sér einn sumarleyfisdag á morgun til að geta átt enn lengri helgi en þeir hefðu leyft sér ef sumardagurinn fyrsti væri á föstudegi. Það eru svo margir fletir á þessu máli. Niðurstaðan hlýtur samt að vera sú að það er langt í frá of mikið af frídögum hjá okkar vinnusjúku þjóð. En það er hinsvegar mun fjölskylduvænna að eiga langa helgi en að fagna einhverjum rígtímabundnum hátíðisdögum bara af því að það er fimmtudagur. Gleðilegt sumar, allir landsmenn! Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að fríum. Bæði lögbundnum sumarfríum fólks sem hefur unnið fyrir sér og sínum og samfélaginu heilt yfir kalda vetrarmánuðina en einnig fríunum sem detta með tilviljanakenndri nákvæmni niður á hinn og þennan fimmtudaginn eða ákveðna mánaðardaga sem eiga sér sögulegar frístoðir. Frídagur verslunarmanna er alltaf fyrsti mánudagurinn í ágúst. Frídagur verkamanna er hinsvegar alltaf á fyrsta maí. Verkamenn lenda þannig í því tvisvar sinnum á hverjum sjö árum að frídagurinn þeirra er í raun enginn sérstakur frídagur heldur bara frí sem þeir hefðu fengið hvort sem er.Við fögnum degi verkalýðsins fyrsta maí af sögulegum ástæðum. En hversu sterkar eru þær í hugum okkar og minni? Væri ekki öllum nær að fá alltaf frí fyrsta mánudaginn í maí og fagna þannig verkalýðnum eins og við fögnum verslunarmönnum þremur mánuðum síðar? Að dagsetningin fyrsti maí glati kannski merkingu sinni nema í dagatölum en í staðinn fengi verkalýðurinn langa helgi? En hvernig er þá með fimmtudagsfríin sem dynja nú eins og ljúfar sumarskúrir yfir? Sumardagurinn fyrsti er í dag, svo vinna flestir einn dag og svo kemur helgi. Sumardagurinn fyrsti er alltaf fyrsta fimmtudaginn eftir tuttugasta apríl. Myndi muna miklu ef við fögnuðum honum alltaf daginn eftir, á föstudegi, í staðinn? Þá fengju landsmenn líka langa helgi og ef þannig bæri undir tvær langar helgar í röð, síðustu helgina í apríl og fyrstu helgina í maí. Stundum kemur það fyrir, ef fyrsta maí ber upp á fimmtudag að það er frí þrjá fimmtudaga í röð. Tónlistarnemendur sem fara kannski bara í tíma einu sinni í viku gætu þá lent í því, rétt fyrir próf, að missa þrjá tíma í röð. Eru þessi fimmtudagsfrí ekki hálfkjánaleg? Hvað segir að sumardagurinn fyrsti þurfi endilega að vera á fimmtudegi? Frá frídegi verslunarmanna í byrjun ágúst og fram að jólum er ekki einn einasti aukafrídagur. Og af því að jólin eru dagbundin og koma alltaf 24. desember klukkan sex þá geta þau farið þannig fyrir vinnandi fólk að eftir allt stressið og frídagaleysið frá verslunarmannahelginni er ekki frí nema í hálfan dag. Helgin verður þannig ekki einu sinni löng og jólafríið hálfur dagur. Er ekki hægt að færa uppstigningardag, og hafa í staðinn langa helgi í október, til dæmis? Og færa aðfangadag yfir á fyrsta miðvikudag eftir vetrarsólstöður. Sem eru auðvitað alltaf 21. desember svo það væri auðvelt. En ef við færum uppstigningadag á þeim forsendum að hann sé trúarleg fimmtudagshátíð sem ekki skiptir öllu máli hvenær er hvernig er þá með skírdag? Af hverju að vera að halda upp á hann, eitthvað frekar? Skírdagur er jú alltaf á fimmtudegi. Af hverju erum við eiginlega að halda upp á alla þessa daga? Hvaða máli skiptir hvenær þeir eru? Er ekki aðalmálið að við fáum sem mest og best frí? Að fjölskyldan geti verið saman um langa helgi í staðinn fyrir að eiga frí í miðri viku út af einhverju sem allir eru löngu búnir að gleyma? Erum við samviskusamlega að halda upp á akkúrat þessa daga? Hvað gerðist til dæmis á uppstigningadag? En fyrsta maí? En, ef út í það er farið, sautjánda júní? Í dag er að minnsta kosti sumardagurinn fyrsti. Einhverjir fara í skrúðgöngu, aðrir dunda sér í garðinum sínum, fjöldi fólks er að vinna, auðvitað, margir fá aldrei frí, ekki einu sinni um helgar. Sumir taka sér einn sumarleyfisdag á morgun til að geta átt enn lengri helgi en þeir hefðu leyft sér ef sumardagurinn fyrsti væri á föstudegi. Það eru svo margir fletir á þessu máli. Niðurstaðan hlýtur samt að vera sú að það er langt í frá of mikið af frídögum hjá okkar vinnusjúku þjóð. En það er hinsvegar mun fjölskylduvænna að eiga langa helgi en að fagna einhverjum rígtímabundnum hátíðisdögum bara af því að það er fimmtudagur. Gleðilegt sumar, allir landsmenn! Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar