NBA - Línur skýrast í úrslitin 21. apríl 2005 00:01 Leiktímabilinu í NBA lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið raðast saman í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. New Jersey Nets tryggðu sér áttunda og síðasta sætið á austurströndinni með sigri á Boston Celtics, 102-93. Vince Carter var maðurinn á bak við sigur Nets eins og svo oft áður á undanförnum vikum, en hann skoraði 37 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik. Sigur New Jersey þýðir að Cleveland Cavaliers sitja eftir með sárt ennið og komast ekki í úrslitakeppnina, þrátt fyrir að hafa endað með sama sigurleikjafjölda og Nets, sem unnu innbyrðisviðureignir liðanna á leiktíðinni. Cleveland sigraði Toronto Raptors í nótt, 104-95, þar sem LeBron James fór enn einu sinni á kostum og skoraði 27 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þessi stórleikur unglingsins nægði þó ekki, frekar en fyrri daginn og nú bíður liðsins erfitt sumar þar sem framtíð liðsins verður skoðuð ofan í kjölinn. Lið Indiana Pacers lagði Chicago Bulls í nótt, 85-83 og forðaði sér þannig frá því að mæta meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrsitakeppninnar. Þetta var síðasti leikur Reggie Miller á heimavelli fyrir Pacers og var honum ákaft fagnað af fullu húsi áhorfenda, sem hylltu hann og þökkuðu honum fyrr átján ára þjónustu. Miller getur þó haldið eitthvað áfram að skemmta áhorfendum sínum, því Indiana mætir Boston í úrslitakeppninni og hún hefur jafnan verið aðalsmerki hins frábæra leikmanns. Dallas Mavericks fara inn í úrslitakeppnina á miklu skriði, því þeir burstuðu Memphis Grizzlies 108-88 í nótt og unnu síðustu 8 leiki sína á tímabilinu. Dallas mætir grönnum sínum í Houston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og gat leyft sér það munað að hvíla sína bestu menn í nótt. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas í nótt með 27 stig. Houston liðið er líka á góðum skriði og í nótt unnu þeir sinn sjöunda leik í röð þegar þeir rúlluðu upp liði Seattle 106-78. Það sem stóð uppúr í leik Houston var þó frekar neikvætt, því Tracy McGrady, þeirra aðal skorari, gat lítið beitt sér í leiknum og á við erfið bakmeiðsli að stríða sem eru liðinu mikið áhyggjuefni fyrir átökin framundan. Seattle tekur á móti Sacramento í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og bæði lið eiga í miklum erfiðleikum vegna meiðsla lykilmanna. Seattle hefur tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum, sem er ekki gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Eftirfarandi lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardagskvöldið. Austurdeild: Miami - New Jersey Detroit - Philadelphia Boston - Indiana Chicago - Washington Vesturdeild: Phoenix - Memphis San Antonio - Denver Seattle - Sacramento Dallas-Houston NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Leiktímabilinu í NBA lauk í nótt og nú er endanlega ljóst hvaða lið raðast saman í úrslitakeppninni sem hefst á laugardaginn. New Jersey Nets tryggðu sér áttunda og síðasta sætið á austurströndinni með sigri á Boston Celtics, 102-93. Vince Carter var maðurinn á bak við sigur Nets eins og svo oft áður á undanförnum vikum, en hann skoraði 37 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik. Sigur New Jersey þýðir að Cleveland Cavaliers sitja eftir með sárt ennið og komast ekki í úrslitakeppnina, þrátt fyrir að hafa endað með sama sigurleikjafjölda og Nets, sem unnu innbyrðisviðureignir liðanna á leiktíðinni. Cleveland sigraði Toronto Raptors í nótt, 104-95, þar sem LeBron James fór enn einu sinni á kostum og skoraði 27 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. Þessi stórleikur unglingsins nægði þó ekki, frekar en fyrri daginn og nú bíður liðsins erfitt sumar þar sem framtíð liðsins verður skoðuð ofan í kjölinn. Lið Indiana Pacers lagði Chicago Bulls í nótt, 85-83 og forðaði sér þannig frá því að mæta meisturum Detroit Pistons í fyrstu umferð úrsitakeppninnar. Þetta var síðasti leikur Reggie Miller á heimavelli fyrir Pacers og var honum ákaft fagnað af fullu húsi áhorfenda, sem hylltu hann og þökkuðu honum fyrr átján ára þjónustu. Miller getur þó haldið eitthvað áfram að skemmta áhorfendum sínum, því Indiana mætir Boston í úrslitakeppninni og hún hefur jafnan verið aðalsmerki hins frábæra leikmanns. Dallas Mavericks fara inn í úrslitakeppnina á miklu skriði, því þeir burstuðu Memphis Grizzlies 108-88 í nótt og unnu síðustu 8 leiki sína á tímabilinu. Dallas mætir grönnum sínum í Houston í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og gat leyft sér það munað að hvíla sína bestu menn í nótt. Josh Howard var stigahæstur í liði Dallas í nótt með 27 stig. Houston liðið er líka á góðum skriði og í nótt unnu þeir sinn sjöunda leik í röð þegar þeir rúlluðu upp liði Seattle 106-78. Það sem stóð uppúr í leik Houston var þó frekar neikvætt, því Tracy McGrady, þeirra aðal skorari, gat lítið beitt sér í leiknum og á við erfið bakmeiðsli að stríða sem eru liðinu mikið áhyggjuefni fyrir átökin framundan. Seattle tekur á móti Sacramento í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og bæði lið eiga í miklum erfiðleikum vegna meiðsla lykilmanna. Seattle hefur tapað 10 af síðustu 14 leikjum sínum, sem er ekki gott veganesti inn í úrslitakeppnina. Eftirfarandi lið mætast í úrslitakeppninni sem hefst á laugardagskvöldið. Austurdeild: Miami - New Jersey Detroit - Philadelphia Boston - Indiana Chicago - Washington Vesturdeild: Phoenix - Memphis San Antonio - Denver Seattle - Sacramento Dallas-Houston
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira