Þrýst á stjórnvöld vegna unglækna 22. apríl 2005 00:01 ESA, eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), segir stjórnvöld hér hafa látið hjá líða að leggja fram áætlun um hvernig framfylgja á vinnutímatilskipun Evrópusambandsins hvað varðar unglækna. Eftirlitsstofnunin hefur sent stjórnvöldum "rökstutt álit" vegna þessa og gefið tveggja mánaða frest til að koma málum í réttan farveg. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins áttu EFTA ríkin að hafa lagt fram áætlun um innleiðingu fyrir fyrsta ágúst í fyrra. Fram kemur að eftirlitsstofnunin hafi engar upplýsingar fengið frá stjórnvöldum hér um ráðstafanir vegna vinnu unglækna. Bregðist stjórnvöld ekki við áliti ESA er næsta skref að vísa málinu til EFTA dómstólsins. Bjarni Þór Eyvindsson formaður félags unglækna segir fyrstu skrefin í að innleiða vinnutilskipun Evrópusambandsins hafa verið tekin í apríl 2003 með lagabreytingu í þá veru að unglæknar væru ekki lengur undanþegnir almennum vinnutímaákvæðum. Sú breyting mun þó ekki hafa skilað sér í framkvæmd. "Við erum því komin með mál á hendur Landsspítalanum til að fá þessa löggjöf virta, en það var dómtekið fyrir um hálfum mánuði," segir hann og bætir við að ESA þrýsti nú á um fimm ára áætlun frá stjórnvöldum um hvernig innleiða eigi hvíldartímatilskipunina, sem engar Evrópuþjóðir muni vera farnar að framfylgja. "Við erum hins vegar eina þjóðin sem ekki er enn farin að framfylgja því að unglæknar séu ekki undanþegnir almennum hvíldartímaákvæðum." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í Félagsmálaráðuneytinu, segir unnið að undirbúningi frumvarps sem lagt verði fram á Alþingi í haust. "En þetta er nokkuð flókið í útfærslu og hefur áhrif á vinnutíma unglækna á spítölunum og við höfum því lagt það í hendurnar á Heilbrigðisráðuneytinu að meta kostnaðinn, líkt og skylt er að gera." Hún segir að svo verði ákveðið í samráði við heilbrigðisyfirvöld, Fjármálaráðuneyti og unglækna hversu langur tími verði tekinn í að innleiða vinnutímatilskipunina, en því á að vera að fullu lokið ekki síðar en 2009. "En aðlögunin snýr eingöngu að vikulegum hámarksvinnutíma. Reglur vinnuverndarlaga um vinnutíma munu þá gilda um lækna í starfsnámi með sama hætti og þau gilda um aðra." Hún segir tveggja mánaða frestinn sem ESA gaf nú vera hefðbundinn og að ráðuneytið muni skýra sín mál gagnvart stofnuninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), segir stjórnvöld hér hafa látið hjá líða að leggja fram áætlun um hvernig framfylgja á vinnutímatilskipun Evrópusambandsins hvað varðar unglækna. Eftirlitsstofnunin hefur sent stjórnvöldum "rökstutt álit" vegna þessa og gefið tveggja mánaða frest til að koma málum í réttan farveg. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins áttu EFTA ríkin að hafa lagt fram áætlun um innleiðingu fyrir fyrsta ágúst í fyrra. Fram kemur að eftirlitsstofnunin hafi engar upplýsingar fengið frá stjórnvöldum hér um ráðstafanir vegna vinnu unglækna. Bregðist stjórnvöld ekki við áliti ESA er næsta skref að vísa málinu til EFTA dómstólsins. Bjarni Þór Eyvindsson formaður félags unglækna segir fyrstu skrefin í að innleiða vinnutilskipun Evrópusambandsins hafa verið tekin í apríl 2003 með lagabreytingu í þá veru að unglæknar væru ekki lengur undanþegnir almennum vinnutímaákvæðum. Sú breyting mun þó ekki hafa skilað sér í framkvæmd. "Við erum því komin með mál á hendur Landsspítalanum til að fá þessa löggjöf virta, en það var dómtekið fyrir um hálfum mánuði," segir hann og bætir við að ESA þrýsti nú á um fimm ára áætlun frá stjórnvöldum um hvernig innleiða eigi hvíldartímatilskipunina, sem engar Evrópuþjóðir muni vera farnar að framfylgja. "Við erum hins vegar eina þjóðin sem ekki er enn farin að framfylgja því að unglæknar séu ekki undanþegnir almennum hvíldartímaákvæðum." Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri í Félagsmálaráðuneytinu, segir unnið að undirbúningi frumvarps sem lagt verði fram á Alþingi í haust. "En þetta er nokkuð flókið í útfærslu og hefur áhrif á vinnutíma unglækna á spítölunum og við höfum því lagt það í hendurnar á Heilbrigðisráðuneytinu að meta kostnaðinn, líkt og skylt er að gera." Hún segir að svo verði ákveðið í samráði við heilbrigðisyfirvöld, Fjármálaráðuneyti og unglækna hversu langur tími verði tekinn í að innleiða vinnutímatilskipunina, en því á að vera að fullu lokið ekki síðar en 2009. "En aðlögunin snýr eingöngu að vikulegum hámarksvinnutíma. Reglur vinnuverndarlaga um vinnutíma munu þá gilda um lækna í starfsnámi með sama hætti og þau gilda um aðra." Hún segir tveggja mánaða frestinn sem ESA gaf nú vera hefðbundinn og að ráðuneytið muni skýra sín mál gagnvart stofnuninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira