Ríkisstjórnin tíu ára 22. apríl 2005 00:01 Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess. Halldór og Davíð hafa stjórnað 681 ríkisstjórnarfundi síðan samstarfið hófst 23. apríl 1995 og tekið margar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar. Tuttugu ráðherrar hafa starfað með þeim, enginn allan tímann nema Björn Bjarnason sem tók sér þó stutt frí. Halldór og Davíð segjast ekki orðnir þreyttir hvor á öðrum. Það besta við samstarfið sé að þeim tekst alltaf að leysa úr ágreiningsefnum, þó auðvitað sé stundum deilt. Halldór segir þá stundum hafa rifist harkalega en aldrei skellt hurðum eða gengið út. Á þessum tíu árum hefur hagvöxtur aukist um rúmlega fimmtíu prósent, landsframleiðslan meira en tvöfaldast, verulega dregið úr ríkisafskiptum, fjöldi nemenda í háskólanámi tvöfaldast, framlög til heilbrigðismála aukist um fimmtíu prósent og skuldir ríkissjóðs lækkaðar um meira en helming. Þetta verður líklega allt að teljast gott en að sjálfssögðu hafa líka verið gerð einhver mistök á leiðinni - nokkuð sem ekki er í eðli þessara manna að dvelja við; Davíð segir það engu þjóna að vera alltaf með böggum hildar. Það sígur svo í að þá kæmust mann ekki fetið Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á þessum áratug, m.a. gríðarlegar breytingar á starfi stjórnmálamanna sem búa við mun meiri umfjöllun um þeirra störf en tíðkaðist fyrir þrjátíu árum þegar Halldór og Davíð hófu sinn feril. Halldór segir það svolítið slítandi og umfjöllunin sé misjöfn - stundum sanngjörn en stundum ósanngjörn. Eitt af því sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er að Halldór og Davíð taki stórar ákvarðanir án þess að ræða við aðra ráðherra eða flokksmenn, til að mynda um sölu Símans. Þetta segja þeir rangt. Halldór segir hins vegar að þeir þurfi að taka ýmsar ákvarðanir saman, enda séu þeir kjörnir til þess. Davíð segir að meira hafi verið um leka að undanförnu í samstarfinu en varið hafði, sem hann segir að sé óhollt fyrir stjórnarsamstarf, og hann vonar að það lagist aftur. Spurður hvort þetta þýði að hann hafi ekki jafn föst tök á fólki og hann hafi haft í gegnum tíðina kveðst Davíð halda að þetta hafi ekkert með hans persónu að gera. „Ég vona ekki að minnsta kosti,“ segir Davíð og bætir við að hann geri sér grein fyrir að fjölmiðlar hafi gaman af lekum. „Og þeir eiga að ýta undir leka finnst mér, svona til að fá meira fjör í fréttirnar, en þá eiga hinir að standa á móti. Þetta er hluti af dæminu,“ segir Davíð. Davíð segir enga þreytu með samstarfið í sínum flokki, enda sjái menn enga aðra raunhæfa kosti um stjórnarsamstarf eins og staðan er í dag. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess. Halldór og Davíð hafa stjórnað 681 ríkisstjórnarfundi síðan samstarfið hófst 23. apríl 1995 og tekið margar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar. Tuttugu ráðherrar hafa starfað með þeim, enginn allan tímann nema Björn Bjarnason sem tók sér þó stutt frí. Halldór og Davíð segjast ekki orðnir þreyttir hvor á öðrum. Það besta við samstarfið sé að þeim tekst alltaf að leysa úr ágreiningsefnum, þó auðvitað sé stundum deilt. Halldór segir þá stundum hafa rifist harkalega en aldrei skellt hurðum eða gengið út. Á þessum tíu árum hefur hagvöxtur aukist um rúmlega fimmtíu prósent, landsframleiðslan meira en tvöfaldast, verulega dregið úr ríkisafskiptum, fjöldi nemenda í háskólanámi tvöfaldast, framlög til heilbrigðismála aukist um fimmtíu prósent og skuldir ríkissjóðs lækkaðar um meira en helming. Þetta verður líklega allt að teljast gott en að sjálfssögðu hafa líka verið gerð einhver mistök á leiðinni - nokkuð sem ekki er í eðli þessara manna að dvelja við; Davíð segir það engu þjóna að vera alltaf með böggum hildar. Það sígur svo í að þá kæmust mann ekki fetið Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á þessum áratug, m.a. gríðarlegar breytingar á starfi stjórnmálamanna sem búa við mun meiri umfjöllun um þeirra störf en tíðkaðist fyrir þrjátíu árum þegar Halldór og Davíð hófu sinn feril. Halldór segir það svolítið slítandi og umfjöllunin sé misjöfn - stundum sanngjörn en stundum ósanngjörn. Eitt af því sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er að Halldór og Davíð taki stórar ákvarðanir án þess að ræða við aðra ráðherra eða flokksmenn, til að mynda um sölu Símans. Þetta segja þeir rangt. Halldór segir hins vegar að þeir þurfi að taka ýmsar ákvarðanir saman, enda séu þeir kjörnir til þess. Davíð segir að meira hafi verið um leka að undanförnu í samstarfinu en varið hafði, sem hann segir að sé óhollt fyrir stjórnarsamstarf, og hann vonar að það lagist aftur. Spurður hvort þetta þýði að hann hafi ekki jafn föst tök á fólki og hann hafi haft í gegnum tíðina kveðst Davíð halda að þetta hafi ekkert með hans persónu að gera. „Ég vona ekki að minnsta kosti,“ segir Davíð og bætir við að hann geri sér grein fyrir að fjölmiðlar hafi gaman af lekum. „Og þeir eiga að ýta undir leka finnst mér, svona til að fá meira fjör í fréttirnar, en þá eiga hinir að standa á móti. Þetta er hluti af dæminu,“ segir Davíð. Davíð segir enga þreytu með samstarfið í sínum flokki, enda sjái menn enga aðra raunhæfa kosti um stjórnarsamstarf eins og staðan er í dag.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira