Þorskurinn úrkynjast 22. apríl 2005 00:01 Doktor Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur hefur um nokkurra ára skeið helgað fiskifræðinni starfskrafta sína og hallast æ meir að kenningum um hneigð til úrkynjunar í fiskistofnum. Hann bendir meðal annars á margar rannsóknir sem sýna þessa tilhneigingu. "Þetta er flókið mál. Grundvallaratriði er að sá fiskur sem verður allt of snemma kynþroska er oft horaður og ræður varla við að mynda hrogn og koma þeim frá sér. Þessi fiskur deyr síðan og finnst ekki í gögnum. Hann hefur samt sem áður komið afkomendum frá sér. Þegar að því kemur að átta ára þorskur hefur hrygningu, líkt og áður var títt, mætir hann þúsundum afkomenda þeirrar hrygnu sem hrygndi fyrst fjögurra gömul. Það má enginn við margnum. Menn sjá þetta vandamál ekki skýrt og það er venjulega miklu alvarlegra og meira en menn grunar. Í aðdraganda að hruni þorskstofna víða í Norður-Atlantshafi hafa menn tekið eftir því að lítill, horaður en kynþroska fiskur verður áberandi. Þetta hafa vísindamenn séð í Maine-flóa í Bandaríkjunum, í Kanada, Norðursjó og víðar. Það leikur enginn vafi á því í mínum huga að hér er um úrkynjun að ræða." Jónas segir að fyrir aðeins fjórum árum hafi ábendingar um þetta þótt sérviska og afskiptasemi af hálfu Hafrannsóknastofnunarinnar. "Nú hafa menn viðurkennt að það sé nauðsynlegt að rannsaka þetta í fullri alvöru. Menn takist á um það hversu alvarlegur vandinn sé en enginn deili um það lengur að hann sé fyrir hendi." Rangar áherslur í veiðiskap Jónas segir engan vafa leika á því að vandinn sé til kominn vegna veiða eða veiðiaðferða sem notaðar eru til að ná stærstu fiskunum úr sjónum. "Þegar mögulegir stórfiskar eru veiddir upp á smáfiskastigi með netveiðarfærum eins og dragnót og trolli er hleypt í gegnum möskvana smáfiskum sem fyrr verða kynþroska. Jafnaldrar þeirra sem stærri eru lenda í netinu og eru veiddir upp. Það hefur verið sannað með tilraunum að ekki þurfti nema fjórar kynslóðir til að sjá umtalsverðar neikvæðar breytingar. Kynþroskaaldurinn lækkar. Þetta er viðbragð náttúrunnar við álagi sem meðal annars felst í því sem ég kalla rangveiði en ekki ofveiði." En hvað skyldi Jónas halda um þá kenningu að lítill og ræfilslegur þorskur sé fyrst og fremst til marks um fæðuskort í hafinu og við þær aðstæður beri einfaldlega að veiða fisk sem drepst hvort eð er? Þetta er til að mynda skoðun Jóns Kristjánssonar fiskifræðings. "Þetta er flókið," segir Jónas. "Ef takast mætti að velja út þann fisk sem aldrei verður stór hvort eð er mætti vel hugsa sér að beita þessari aðferð. Hann á eftir að drepast eftir hrygningu eða í hrygningu og er engum til gagns. Vandinn er bara sá að innan um þennan smáfisk eru jafnstórir fiskar sem verða mjög stórir vegna erfðaeiginleika sinna og ættu að verða foreldrar til framtíðar." Ekki aðeins fæðuskortur "Menn hafa ekki leyst þennan vanda," segir Jónas. "Mín skoðun er sú að leyfa ætti miklu meiri krókaveiðar. Tilviljun ræður því hverjir bíta á önglana og eins líklegt að það komi vel ættuðum þorskum til góða sem við viljum vernda. Hvers vegna þetta hangir svona saman er flókið mál. Fiskur sem verður mjög snemma kynþroska gengur í fyrsta lagi mjög nærri sér líffræðilega. Mjög mikil orka fer í sjálfan kynþroskann og undirbúning hrygningar. Hold hans verður rýrt því hann ræður illa við að mynda hrognin. Í öðru lagi má segja að fiskur sem er farinn að taka þessum breytingum ruglist í ríminu. Hann fer út af ætisslóð og leitar upp að landi á vetri eða vori. Þetta eru nánast ruglaðar hrygningargöngur. Í þriðja lagi er mikið vafamál að þessi fiskur nái góðum holdum þó svo að hann hafi nóg æti. Tilraunir benda til þessa. En þetta er ekki einfalt og fleiri skýringar þurfa að koma til. Kanadamenn merktu fisk í stórum stíl og komust að því að náttúruleg dánartala reyndist mjög há. Þetta sést aðeins með merkingum en ekki í togararalli. Afar mikilvægt atriði í þessu er að fiskurinn er ekki endilega rýr vegna fæðuskorts heldur vegna þess að hann er að safna hrognum. Hann er rýr vegna þess að líffræðilega er hann nú stilltur inn á að verða kynþroska á aldursskeiði sem hann ræður illa við." Tengja á úthlutun kvóta við tiltekin veiðarfæri Jónas Bjarnason hefur vakið athygli á því að ástand þorsksins við Færeyjar sé betra en hér við land. Á sama tíma og kynþroskinn verði sífellt fyrr hjá þorski við Íslandsstrendur standi aldurskynþroskinn í stað eða hækki jafnvel aðeins við Færeyjar. "Skýringarnar í mínum huga eru þær að langstærsti hluti ýsu- og þorskaflans við Færeyjar er veiddur á króka. Milli 75 og 85 prósent aflans eru tekin þar með krókum. Sennilega er innan við þriðjungur þorskaflans veiddur á króka hér við land. Afgangurinn er veiddur með öðrum veiðarfærum. En Færeyingar hafa gert meira. Þeir hafa vísað togurum og öðrum botnvörpuskipum í tiltekin hólf fjær landi. Þar taka menn karfa, ufsa og flatfisk í meiri mæli. En aðalatriðið er að menn veiða á króka. Einnig binda Færeyingar veiðarnar við tiltekna daga en ekki kvóta. Menn koma með allan afla í land og menn sjá dag hvern hvert ástand fisksins er. Þetta er eins og veiðarnar séu eitt allsherjar rall." @.mfyr:Línuveiðara í stað botnvörpuskipa Hafi Jónas Bjarnason rétt fyrir sér má færa rök fyrir því að fiskveiðistjórnunin hér við land sé ekki á réttri braut. "Mér sýnist ákjósanlegt að fara að dæmi Færeyinga og veiða sem mest á króka. Stórútgerðir ættu að flytja fiskveiðarnar frá stórum botnvörpuskipum yfir á línuveiðara, sjálfum sér og þorskinum til hagsbóta þegar til framtíðar er litið. Þrjú hundruð tonna línuveiðarar eru mjög fullkomin skip. Svo virðist sem þau veiði ekki minna en aðrar gerðir fiskiskipa. Þetta er hugsanlega leið til að snúa sig út úr þessum vanda. Sennilega eru um eða innan við tugur slíkra skipa hér á landi en þau eru nálægt tuttugu í Færeyjum. Brýnt er að viðurkenna þennan vanda í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það er ekki hægt að hafa fullkomið frelsi til veiðiaðferða um leið og úthlutað er veiðiréttindum. Með öðrum orðum þarf að afnema algert frelsi útgerðarmanna til að beita þeim veiðarfærum sem þeir vilja. Tilskilja verður veiðiréttindi við veiðarfæri. Og ekki nóg með það. Eins líklegt er að beita verði hliðstæðum reglum varðandi mismunandi veiðislóðir eða hafsvæði. Þannig getum við ef til vill bjargað þorskinum frá þeim hættum sem að honum steðja." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Doktor Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur hefur um nokkurra ára skeið helgað fiskifræðinni starfskrafta sína og hallast æ meir að kenningum um hneigð til úrkynjunar í fiskistofnum. Hann bendir meðal annars á margar rannsóknir sem sýna þessa tilhneigingu. "Þetta er flókið mál. Grundvallaratriði er að sá fiskur sem verður allt of snemma kynþroska er oft horaður og ræður varla við að mynda hrogn og koma þeim frá sér. Þessi fiskur deyr síðan og finnst ekki í gögnum. Hann hefur samt sem áður komið afkomendum frá sér. Þegar að því kemur að átta ára þorskur hefur hrygningu, líkt og áður var títt, mætir hann þúsundum afkomenda þeirrar hrygnu sem hrygndi fyrst fjögurra gömul. Það má enginn við margnum. Menn sjá þetta vandamál ekki skýrt og það er venjulega miklu alvarlegra og meira en menn grunar. Í aðdraganda að hruni þorskstofna víða í Norður-Atlantshafi hafa menn tekið eftir því að lítill, horaður en kynþroska fiskur verður áberandi. Þetta hafa vísindamenn séð í Maine-flóa í Bandaríkjunum, í Kanada, Norðursjó og víðar. Það leikur enginn vafi á því í mínum huga að hér er um úrkynjun að ræða." Jónas segir að fyrir aðeins fjórum árum hafi ábendingar um þetta þótt sérviska og afskiptasemi af hálfu Hafrannsóknastofnunarinnar. "Nú hafa menn viðurkennt að það sé nauðsynlegt að rannsaka þetta í fullri alvöru. Menn takist á um það hversu alvarlegur vandinn sé en enginn deili um það lengur að hann sé fyrir hendi." Rangar áherslur í veiðiskap Jónas segir engan vafa leika á því að vandinn sé til kominn vegna veiða eða veiðiaðferða sem notaðar eru til að ná stærstu fiskunum úr sjónum. "Þegar mögulegir stórfiskar eru veiddir upp á smáfiskastigi með netveiðarfærum eins og dragnót og trolli er hleypt í gegnum möskvana smáfiskum sem fyrr verða kynþroska. Jafnaldrar þeirra sem stærri eru lenda í netinu og eru veiddir upp. Það hefur verið sannað með tilraunum að ekki þurfti nema fjórar kynslóðir til að sjá umtalsverðar neikvæðar breytingar. Kynþroskaaldurinn lækkar. Þetta er viðbragð náttúrunnar við álagi sem meðal annars felst í því sem ég kalla rangveiði en ekki ofveiði." En hvað skyldi Jónas halda um þá kenningu að lítill og ræfilslegur þorskur sé fyrst og fremst til marks um fæðuskort í hafinu og við þær aðstæður beri einfaldlega að veiða fisk sem drepst hvort eð er? Þetta er til að mynda skoðun Jóns Kristjánssonar fiskifræðings. "Þetta er flókið," segir Jónas. "Ef takast mætti að velja út þann fisk sem aldrei verður stór hvort eð er mætti vel hugsa sér að beita þessari aðferð. Hann á eftir að drepast eftir hrygningu eða í hrygningu og er engum til gagns. Vandinn er bara sá að innan um þennan smáfisk eru jafnstórir fiskar sem verða mjög stórir vegna erfðaeiginleika sinna og ættu að verða foreldrar til framtíðar." Ekki aðeins fæðuskortur "Menn hafa ekki leyst þennan vanda," segir Jónas. "Mín skoðun er sú að leyfa ætti miklu meiri krókaveiðar. Tilviljun ræður því hverjir bíta á önglana og eins líklegt að það komi vel ættuðum þorskum til góða sem við viljum vernda. Hvers vegna þetta hangir svona saman er flókið mál. Fiskur sem verður mjög snemma kynþroska gengur í fyrsta lagi mjög nærri sér líffræðilega. Mjög mikil orka fer í sjálfan kynþroskann og undirbúning hrygningar. Hold hans verður rýrt því hann ræður illa við að mynda hrognin. Í öðru lagi má segja að fiskur sem er farinn að taka þessum breytingum ruglist í ríminu. Hann fer út af ætisslóð og leitar upp að landi á vetri eða vori. Þetta eru nánast ruglaðar hrygningargöngur. Í þriðja lagi er mikið vafamál að þessi fiskur nái góðum holdum þó svo að hann hafi nóg æti. Tilraunir benda til þessa. En þetta er ekki einfalt og fleiri skýringar þurfa að koma til. Kanadamenn merktu fisk í stórum stíl og komust að því að náttúruleg dánartala reyndist mjög há. Þetta sést aðeins með merkingum en ekki í togararalli. Afar mikilvægt atriði í þessu er að fiskurinn er ekki endilega rýr vegna fæðuskorts heldur vegna þess að hann er að safna hrognum. Hann er rýr vegna þess að líffræðilega er hann nú stilltur inn á að verða kynþroska á aldursskeiði sem hann ræður illa við." Tengja á úthlutun kvóta við tiltekin veiðarfæri Jónas Bjarnason hefur vakið athygli á því að ástand þorsksins við Færeyjar sé betra en hér við land. Á sama tíma og kynþroskinn verði sífellt fyrr hjá þorski við Íslandsstrendur standi aldurskynþroskinn í stað eða hækki jafnvel aðeins við Færeyjar. "Skýringarnar í mínum huga eru þær að langstærsti hluti ýsu- og þorskaflans við Færeyjar er veiddur á króka. Milli 75 og 85 prósent aflans eru tekin þar með krókum. Sennilega er innan við þriðjungur þorskaflans veiddur á króka hér við land. Afgangurinn er veiddur með öðrum veiðarfærum. En Færeyingar hafa gert meira. Þeir hafa vísað togurum og öðrum botnvörpuskipum í tiltekin hólf fjær landi. Þar taka menn karfa, ufsa og flatfisk í meiri mæli. En aðalatriðið er að menn veiða á króka. Einnig binda Færeyingar veiðarnar við tiltekna daga en ekki kvóta. Menn koma með allan afla í land og menn sjá dag hvern hvert ástand fisksins er. Þetta er eins og veiðarnar séu eitt allsherjar rall." @.mfyr:Línuveiðara í stað botnvörpuskipa Hafi Jónas Bjarnason rétt fyrir sér má færa rök fyrir því að fiskveiðistjórnunin hér við land sé ekki á réttri braut. "Mér sýnist ákjósanlegt að fara að dæmi Færeyinga og veiða sem mest á króka. Stórútgerðir ættu að flytja fiskveiðarnar frá stórum botnvörpuskipum yfir á línuveiðara, sjálfum sér og þorskinum til hagsbóta þegar til framtíðar er litið. Þrjú hundruð tonna línuveiðarar eru mjög fullkomin skip. Svo virðist sem þau veiði ekki minna en aðrar gerðir fiskiskipa. Þetta er hugsanlega leið til að snúa sig út úr þessum vanda. Sennilega eru um eða innan við tugur slíkra skipa hér á landi en þau eru nálægt tuttugu í Færeyjum. Brýnt er að viðurkenna þennan vanda í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það er ekki hægt að hafa fullkomið frelsi til veiðiaðferða um leið og úthlutað er veiðiréttindum. Með öðrum orðum þarf að afnema algert frelsi útgerðarmanna til að beita þeim veiðarfærum sem þeir vilja. Tilskilja verður veiðiréttindi við veiðarfæri. Og ekki nóg með það. Eins líklegt er að beita verði hliðstæðum reglum varðandi mismunandi veiðislóðir eða hafsvæði. Þannig getum við ef til vill bjargað þorskinum frá þeim hættum sem að honum steðja."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira