Fréttablaðið í fjögur ár 23. apríl 2005 00:01 Í upphafi höfðu fáir trú á að Fréttablaðið ætti sér framtíð. Þrátt fyrir bölsýni og hrakspár er blaðið fjögurra ára í dag. Vissulega átti Fréttablaðið og starfsmenn þess erfiða bernsku. Fyrri útgefanda skorti það sem þarf til að treysta grunn öflugs fyrirtækis. Þess vegna fór svo að svörtustu hrakspár rættust. Fréttablaðið varð gjaldþrota rúmu ári eftir að það hóf göngu sína. Aðrir eigendur og sterkari komu að rekstri blaðsins og síðan hefur leiðin legið upp á við. Við vorum ekki mörg sem komum saman í gömlu verksmiðjuhúsi í þeim tilgangi að brjóta í blað í íslenskri fjölmiðlasögu með útgáfu nýs dagsblaðs - og ekki venjulegs blaðs - heldur blaðs sem ætlað var að dreifa ókeypis til tugþúsunda heimila. Vinnan var strax skemmtileg og viðtökur lesenda oftast aðrar en bölsýnisspárnar sem hæst fóru. Nú fjórum árum síðar eru nokkuð margir af fyrsta hópnum enn starfandi á Fréttablaðinu. Það fólk hefur þurft að ganga grýtta leið en gleðilega. Árangurinn af þeirri göngu birtist daglega flestum landsmönnum. Fréttablaðið hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að vera vandað, hófsamt og sanngjarnt fréttablað. En Fréttablaðið er ekki lengur bara fréttablað. Í upphafi var blaðið tuttugu og fjórar síður fimm daga vikunnar. Nú er blaðið gefið út alla daga og síðurnar eru á milli fjögur og fimm hundruð í hverri viku, þá er Birta ekki talin með. Það er margt fleira en hefðbundnar fréttir á öllum þessum síðum. Allt er blaðauki sem fylgir blaðinu alla daga en þar er fjallað um flest það sem lýtur að daglegu lífi fólks. Nýverið hóf Fréttablaðið að gefa út Markaðinn, sem er vandað sérblað um viðskipti og kemur út einu sinni í viku. Auk þess koma út í viku hverri eitt eða fleiri sérblöð um hin ýmsu mál. Um tvö ár eru frá því að Fréttablaðið hóf útgáfu á tímaritinu Birtu - sem nú er víðlesnasta tímarit landsins. Aðkoma Fréttablaðsins að Talstöðinni er nýjasta viðbótin. Frá og með mánudeginum annast Fréttablaðið morgunþátt Talstöðvarinnar, Morgunútvarpið, sem er viðbót við Hádegisútvarpið sem blaðið hefur haft umsjón með frá upphafi Talstöðvarinnar. Auk þess sér ritstjórn Birtu um vikulegan þátt. Þegar litið er um öxl má brosa út í annað að erfiðleikunum í upphafi en miklu fremur er ástæða til að gleðjast yfir öllum þeim sigrum, stórum sem smáum, sem unnist hafa vegna þess hversu góðar móttökur blaðið hefur hlotið hjá lesendum í fjögur ár. Án lesenda er ekkert blað og áfram munum við vinna í þeim anda, að vera heiðarlegt og vandað blað til að endurgjalda lesendum þann trúnað sem þeir hafa sýnt Fréttablaðinu. Steinunn Stefánsdóttir og Sigurjón Magnús Egilsson skrifa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Í upphafi höfðu fáir trú á að Fréttablaðið ætti sér framtíð. Þrátt fyrir bölsýni og hrakspár er blaðið fjögurra ára í dag. Vissulega átti Fréttablaðið og starfsmenn þess erfiða bernsku. Fyrri útgefanda skorti það sem þarf til að treysta grunn öflugs fyrirtækis. Þess vegna fór svo að svörtustu hrakspár rættust. Fréttablaðið varð gjaldþrota rúmu ári eftir að það hóf göngu sína. Aðrir eigendur og sterkari komu að rekstri blaðsins og síðan hefur leiðin legið upp á við. Við vorum ekki mörg sem komum saman í gömlu verksmiðjuhúsi í þeim tilgangi að brjóta í blað í íslenskri fjölmiðlasögu með útgáfu nýs dagsblaðs - og ekki venjulegs blaðs - heldur blaðs sem ætlað var að dreifa ókeypis til tugþúsunda heimila. Vinnan var strax skemmtileg og viðtökur lesenda oftast aðrar en bölsýnisspárnar sem hæst fóru. Nú fjórum árum síðar eru nokkuð margir af fyrsta hópnum enn starfandi á Fréttablaðinu. Það fólk hefur þurft að ganga grýtta leið en gleðilega. Árangurinn af þeirri göngu birtist daglega flestum landsmönnum. Fréttablaðið hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að vera vandað, hófsamt og sanngjarnt fréttablað. En Fréttablaðið er ekki lengur bara fréttablað. Í upphafi var blaðið tuttugu og fjórar síður fimm daga vikunnar. Nú er blaðið gefið út alla daga og síðurnar eru á milli fjögur og fimm hundruð í hverri viku, þá er Birta ekki talin með. Það er margt fleira en hefðbundnar fréttir á öllum þessum síðum. Allt er blaðauki sem fylgir blaðinu alla daga en þar er fjallað um flest það sem lýtur að daglegu lífi fólks. Nýverið hóf Fréttablaðið að gefa út Markaðinn, sem er vandað sérblað um viðskipti og kemur út einu sinni í viku. Auk þess koma út í viku hverri eitt eða fleiri sérblöð um hin ýmsu mál. Um tvö ár eru frá því að Fréttablaðið hóf útgáfu á tímaritinu Birtu - sem nú er víðlesnasta tímarit landsins. Aðkoma Fréttablaðsins að Talstöðinni er nýjasta viðbótin. Frá og með mánudeginum annast Fréttablaðið morgunþátt Talstöðvarinnar, Morgunútvarpið, sem er viðbót við Hádegisútvarpið sem blaðið hefur haft umsjón með frá upphafi Talstöðvarinnar. Auk þess sér ritstjórn Birtu um vikulegan þátt. Þegar litið er um öxl má brosa út í annað að erfiðleikunum í upphafi en miklu fremur er ástæða til að gleðjast yfir öllum þeim sigrum, stórum sem smáum, sem unnist hafa vegna þess hversu góðar móttökur blaðið hefur hlotið hjá lesendum í fjögur ár. Án lesenda er ekkert blað og áfram munum við vinna í þeim anda, að vera heiðarlegt og vandað blað til að endurgjalda lesendum þann trúnað sem þeir hafa sýnt Fréttablaðinu. Steinunn Stefánsdóttir og Sigurjón Magnús Egilsson skrifa.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun