Framsóknarmenn bakka ekki glatt 23. apríl 2005 00:01 "Mín tilfinning er sú að Halldór bakki nú ekki svo glatt enda hefur hann lýst því yfir að hann vilji sjá á þessu breytingar," segir Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins vegna ummæla Davíðs Oddsonar, utanríkisráðherra og formanns sjálfstæðisflokksins. Davíð segir að ekki standi til að endurskoða lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði greint Alþingi frá því að lögin væru í endurskoðun. Var það eftir að ljóst varð að við breytingar á lögunum árið 2003 gætu fyrrverandi ráðherrar og þingmenn fengið greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera enn á fullum launum í öðrum störfum á vegum ríkisins. Allnokkrir fyrrverandi ráðherrar þiggja nú þegar þannig eftirlaunagreiðslur ofan á venjuleg laun sín. Spurningar hafa vaknað um hvort hægt sé að afnema réttindi þeirra með lagabreytingum. Magnús bendir á að þar sem lítið sé eftir af yfirstandandi þingi sé ólíklegt að niðurstaða fáist í málið: "Væntanlega verður einhver núningur áfram en nauðsynlegt er að ná samkomulagi annars fellur þetta um sjálft sig." Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir málið verða rætt á þingflokksfundi á mánudaginn: "Ég tel að eigi að breyta lögunum strax og mál eru tilbúin til þess og veit ekki betur en að verið sé að undirbúa það af kostgæfni í forsætisráðuneytinu," segir Hjálmar: "Mér finnst forsendur ekkert hafa breyst frá því að þverpólitísk samstaða allra flokka var um að gera þessar breytingar." Framsóknarmaðurinn, Jónína Bjartmarz, telur eðlilegt að reynt verði að ná samstöðu um málið. "Mín sannfæring er sú að þessum lögum þurfi að breyta enda ósanngjörn mjög." Allir stjórnmálaflokkar á þinginu stóðu að breytingunum laganna um eftirlaun ráðherra og þingmanna á Alþingi í lok árs 2003. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
"Mín tilfinning er sú að Halldór bakki nú ekki svo glatt enda hefur hann lýst því yfir að hann vilji sjá á þessu breytingar," segir Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins vegna ummæla Davíðs Oddsonar, utanríkisráðherra og formanns sjálfstæðisflokksins. Davíð segir að ekki standi til að endurskoða lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hafði greint Alþingi frá því að lögin væru í endurskoðun. Var það eftir að ljóst varð að við breytingar á lögunum árið 2003 gætu fyrrverandi ráðherrar og þingmenn fengið greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera enn á fullum launum í öðrum störfum á vegum ríkisins. Allnokkrir fyrrverandi ráðherrar þiggja nú þegar þannig eftirlaunagreiðslur ofan á venjuleg laun sín. Spurningar hafa vaknað um hvort hægt sé að afnema réttindi þeirra með lagabreytingum. Magnús bendir á að þar sem lítið sé eftir af yfirstandandi þingi sé ólíklegt að niðurstaða fáist í málið: "Væntanlega verður einhver núningur áfram en nauðsynlegt er að ná samkomulagi annars fellur þetta um sjálft sig." Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir málið verða rætt á þingflokksfundi á mánudaginn: "Ég tel að eigi að breyta lögunum strax og mál eru tilbúin til þess og veit ekki betur en að verið sé að undirbúa það af kostgæfni í forsætisráðuneytinu," segir Hjálmar: "Mér finnst forsendur ekkert hafa breyst frá því að þverpólitísk samstaða allra flokka var um að gera þessar breytingar." Framsóknarmaðurinn, Jónína Bjartmarz, telur eðlilegt að reynt verði að ná samstöðu um málið. "Mín sannfæring er sú að þessum lögum þurfi að breyta enda ósanngjörn mjög." Allir stjórnmálaflokkar á þinginu stóðu að breytingunum laganna um eftirlaun ráðherra og þingmanna á Alþingi í lok árs 2003.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira