Miklar framkvæmdir í Vatnsmýrinni 23. apríl 2005 00:01 Framkvæmdir verða alls ráðandi í Vatnsmýrinni næstu árin, ekki síst á lóðinni sem Háskólinn í Reykjavík hefur fengið. Reiknað er með að þar hefjist byggingaframkvæmdir á næsta ári en þeim fylgir jafnframt mikil gatnagerð. Miklar breytingar eru í vændum á Vatnsmýrinni eftir að Háskólinn í Reykjavík þáði lóð sem Reykjavíkurborg bauð skólanum undir nýjar byggingar og starfsemi skólans. Aðspurður hvaða breytingum borgarbúar megi eiga von á segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, að ekki verði hruflað við neinu í Öskjuhlíðinni. Við Nauthólsvíkina fær útivistar- og afþreygingarsvæðið aukið rýim til að þróast en það verður tengt hinu nýja háskólasvæði með göngustíg sem opnast út frá ákveðnu háskólatorgi. Út frá því er svo vonast til að byggist upp kjarni rannsóknastofnana, hátæknifyrirtækja og skyldrar starfsemi. Þó þyrping bygginganna verði þéttust næst Nauthólsvíkinni munu stúdentagarðar og þjónusta vera á móts við Hótel Loftleiðir og fyrir aftan íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda. En hvað með samgöngur? Dagur segir að í nánustu framtíð muni hin nýja Hringbraut tengjast samgöngumiðstöðinni með svokölluðum „Hlíðarfæti“. Svo sjá menn fyrir sér göng í gegnum Öskjuhlíðina þannig að strandlengjan verði ekki eyðilögð með tengingu við Kringlumýrarbraut, sem Dagur segir mjög mikilvæga tengingu. Vegurinn sem liggur niður að Öskjuhlíð verður einnig færður svo háskólasvæðið geti verið samhangandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Háskólann í Reykjavík í pistli á heimasíðu sinni í dag og segir óskiljanlegt að skólinn telji sér til framdráttar að dragast inn í þær deilur, sem séu óhjákvæmilegar vegna allra framkvæmda í og við Nauthólsvíkina. „Ef umhverfissinnar, sem berjist gegn framkvæmdum við Kárahnjúka eða lagningu vegar yfir Stórasand, samþykki að þetta friðland Reykvíkinga í Vatnsmýrinni, milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar, sé eyðilagt á þennan hátt, „... gef ég minna en áður fyrir umhyggju þeirra fyrir náttúrunni,“ segir Björn í pistlinum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Framkvæmdir verða alls ráðandi í Vatnsmýrinni næstu árin, ekki síst á lóðinni sem Háskólinn í Reykjavík hefur fengið. Reiknað er með að þar hefjist byggingaframkvæmdir á næsta ári en þeim fylgir jafnframt mikil gatnagerð. Miklar breytingar eru í vændum á Vatnsmýrinni eftir að Háskólinn í Reykjavík þáði lóð sem Reykjavíkurborg bauð skólanum undir nýjar byggingar og starfsemi skólans. Aðspurður hvaða breytingum borgarbúar megi eiga von á segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, að ekki verði hruflað við neinu í Öskjuhlíðinni. Við Nauthólsvíkina fær útivistar- og afþreygingarsvæðið aukið rýim til að þróast en það verður tengt hinu nýja háskólasvæði með göngustíg sem opnast út frá ákveðnu háskólatorgi. Út frá því er svo vonast til að byggist upp kjarni rannsóknastofnana, hátæknifyrirtækja og skyldrar starfsemi. Þó þyrping bygginganna verði þéttust næst Nauthólsvíkinni munu stúdentagarðar og þjónusta vera á móts við Hótel Loftleiðir og fyrir aftan íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda. En hvað með samgöngur? Dagur segir að í nánustu framtíð muni hin nýja Hringbraut tengjast samgöngumiðstöðinni með svokölluðum „Hlíðarfæti“. Svo sjá menn fyrir sér göng í gegnum Öskjuhlíðina þannig að strandlengjan verði ekki eyðilögð með tengingu við Kringlumýrarbraut, sem Dagur segir mjög mikilvæga tengingu. Vegurinn sem liggur niður að Öskjuhlíð verður einnig færður svo háskólasvæðið geti verið samhangandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Háskólann í Reykjavík í pistli á heimasíðu sinni í dag og segir óskiljanlegt að skólinn telji sér til framdráttar að dragast inn í þær deilur, sem séu óhjákvæmilegar vegna allra framkvæmda í og við Nauthólsvíkina. „Ef umhverfissinnar, sem berjist gegn framkvæmdum við Kárahnjúka eða lagningu vegar yfir Stórasand, samþykki að þetta friðland Reykvíkinga í Vatnsmýrinni, milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar, sé eyðilagt á þennan hátt, „... gef ég minna en áður fyrir umhyggju þeirra fyrir náttúrunni,“ segir Björn í pistlinum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira