Dallas 0 - Houston 1 24. apríl 2005 00:01 Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni. Houston náði forystunni snemma í leiknum, ekki síst fyrir tilstilli stórleiks Tracy McGrady, sem skoraði meirihlutann af 34 stigum sínum í fyrri hálfleik. Hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum og Dallas réði ekkert við hann, frekar en nokkuð annað lið þegar hann er í ham. "Minn tími er kominn. Ég er stútfullur af sjálfstrausti og mér er að takast að koma slíku sjálfstrausti í allt liðið," sagði McGrady eftir leikinn, en hann hefur aldrei efast um eigið ágæti á körfuboltavellinum. Dallas náði að saxa á forskot Houston í þriðja leikhlutanum, en þá stigu varamenn Houston fram fyrir skjöldu og vörðu forystuna með mikilvægum körfum, sem nægðu liðinu til sigurs og nú hefur Houston pálmann í höndunum í rimmunni. Mike James, sem gekk til liðs við Houston frá meisturum Detroit í vetur, var sérstaklega mikilvægur á lokasprettinum og skoraði meðal annars þrjár körfur í röð og svaraði áhlaupi Dallas. "Ég veit hvað til þarf til að vinna meistaratitilinn og ég reyni að gera mitt til að hjálpa liðinu vinna," sagði James, sem setti upp meistarahring sinn í búningsklefanum eftir leikinn til að halda upp á sigurinn. Það sem varð Dallas öðru fremur að falli í leiknum var slakur leikur frá lykilmanni þeirra, Dirk Nowitzki, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum utan af velli, þar af aðeins einu af tíu í síðari hálfleiknum. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (7 fráköst, 6 tapaðir boltar, 5 af 19 í skotum utan af velli), Josh Howard 17 stig (10 fráköst), Jason Terry 17 stig, Jerry Stackhouse 14 stig.Atkvæðamestir hjá Houston:Tracy McGrady 34 stig (6 stoðs, 5 fráköst), Mike James 16 stig, Yao Ming 11 stig (8 fráköst, 6 villur), Dikembe Mutombo 8 stig (8 frák.) NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Sjá meira
Aðdáendur NBA körfuboltans þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrstu óvæntu úrslitunum í úrslitakeppninni þetta árið. Houston Rockets settu einvígi sitt við granna sína í Dallas upp í loft með góðum útisigri, 98-86 og hefur nú tryggt sér oddaleikinn í seríunni. Houston náði forystunni snemma í leiknum, ekki síst fyrir tilstilli stórleiks Tracy McGrady, sem skoraði meirihlutann af 34 stigum sínum í fyrri hálfleik. Hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum og Dallas réði ekkert við hann, frekar en nokkuð annað lið þegar hann er í ham. "Minn tími er kominn. Ég er stútfullur af sjálfstrausti og mér er að takast að koma slíku sjálfstrausti í allt liðið," sagði McGrady eftir leikinn, en hann hefur aldrei efast um eigið ágæti á körfuboltavellinum. Dallas náði að saxa á forskot Houston í þriðja leikhlutanum, en þá stigu varamenn Houston fram fyrir skjöldu og vörðu forystuna með mikilvægum körfum, sem nægðu liðinu til sigurs og nú hefur Houston pálmann í höndunum í rimmunni. Mike James, sem gekk til liðs við Houston frá meisturum Detroit í vetur, var sérstaklega mikilvægur á lokasprettinum og skoraði meðal annars þrjár körfur í röð og svaraði áhlaupi Dallas. "Ég veit hvað til þarf til að vinna meistaratitilinn og ég reyni að gera mitt til að hjálpa liðinu vinna," sagði James, sem setti upp meistarahring sinn í búningsklefanum eftir leikinn til að halda upp á sigurinn. Það sem varð Dallas öðru fremur að falli í leiknum var slakur leikur frá lykilmanni þeirra, Dirk Nowitzki, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum utan af velli, þar af aðeins einu af tíu í síðari hálfleiknum. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 21 stig (7 fráköst, 6 tapaðir boltar, 5 af 19 í skotum utan af velli), Josh Howard 17 stig (10 fráköst), Jason Terry 17 stig, Jerry Stackhouse 14 stig.Atkvæðamestir hjá Houston:Tracy McGrady 34 stig (6 stoðs, 5 fráköst), Mike James 16 stig, Yao Ming 11 stig (8 fráköst, 6 villur), Dikembe Mutombo 8 stig (8 frák.)
NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum