Boston 1 - Indiana 0 24. apríl 2005 00:01 Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins. Eftir að Indiana náði forystu í fyrsta leikhlutanum, meðan byrjunarlið Boston hitti mjög illa, skipti Doc Rivers varamönnum sínum inná og þeir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir gestina í öðrum leikhluta, sem Boston vann, 39-11 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Sex leikmenn liðsins skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. "Það er gott til þess að vita að ég þurfi ekki að skora 25-30 stig til að við getum unnið. Varamenn okkar voru frábærir í dag," sagði Paul Pierce hjá Boston, sem alla jafna er maðurinn sem lætur mest að sér kveða í sóknarleik liðsins. "Við vorum gersigraðir í dag. Þetta var mjög auðmýkjandi reynsla fyrir allt okkar lið," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum vegna villuvandræða og skoraði aðeins 7 stig, eins og félagi hans Reggie Miller. Að öðrum ólöstuðum var miðherjinn Raef LaFrenz maður leiksins hjá Boston, en hann skoraði 21 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. "Ég nýti mér það bara þegar varnir andstæðinganna steypa sér á lykilmenn okkar, það er mitt hlutverk," sagði LaFrenz. Stjórnarformaður Indiana, Larry Bird, sem vann marga meistaratitla á sínum tíma með Boston, var hylltur af áhorfendum í Boston sem hrópuðu nafn hans þegar hann settist á bak við varamannabekk Indiana fyrir leikinn. Hann hefði þó eflaust óskað sér farsælli ferð í borgina þar sem hann lék svo lengi, því Indiana átti sér ekki viðreisnar von í leiknum og verður að skoða sín mál gaumgæfilega fyrir næsta leik, ef ekki á illa að fara. Atkvæðamestir hjá Boston:Raef LaFrenz 21 stig, Gary Payton 14 stig (7 stoðsendingar), Ricky Davis 13 stig, Antoine Walker 13 stig, Paul Pierce 12 stig, Marcus Banks 11 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 25 stig, Austin Croshere 10 stig, Anthony Johnson 9 stig, Jermaine O´Neal 7 stig (hitti úr 3 af 12 skotum), Reggie Miller 7 stig (hitti úr 1 af 7 skotum), Jeff Foster 7 stig. NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins. Eftir að Indiana náði forystu í fyrsta leikhlutanum, meðan byrjunarlið Boston hitti mjög illa, skipti Doc Rivers varamönnum sínum inná og þeir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir gestina í öðrum leikhluta, sem Boston vann, 39-11 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Sex leikmenn liðsins skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. "Það er gott til þess að vita að ég þurfi ekki að skora 25-30 stig til að við getum unnið. Varamenn okkar voru frábærir í dag," sagði Paul Pierce hjá Boston, sem alla jafna er maðurinn sem lætur mest að sér kveða í sóknarleik liðsins. "Við vorum gersigraðir í dag. Þetta var mjög auðmýkjandi reynsla fyrir allt okkar lið," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum vegna villuvandræða og skoraði aðeins 7 stig, eins og félagi hans Reggie Miller. Að öðrum ólöstuðum var miðherjinn Raef LaFrenz maður leiksins hjá Boston, en hann skoraði 21 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. "Ég nýti mér það bara þegar varnir andstæðinganna steypa sér á lykilmenn okkar, það er mitt hlutverk," sagði LaFrenz. Stjórnarformaður Indiana, Larry Bird, sem vann marga meistaratitla á sínum tíma með Boston, var hylltur af áhorfendum í Boston sem hrópuðu nafn hans þegar hann settist á bak við varamannabekk Indiana fyrir leikinn. Hann hefði þó eflaust óskað sér farsælli ferð í borgina þar sem hann lék svo lengi, því Indiana átti sér ekki viðreisnar von í leiknum og verður að skoða sín mál gaumgæfilega fyrir næsta leik, ef ekki á illa að fara. Atkvæðamestir hjá Boston:Raef LaFrenz 21 stig, Gary Payton 14 stig (7 stoðsendingar), Ricky Davis 13 stig, Antoine Walker 13 stig, Paul Pierce 12 stig, Marcus Banks 11 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 25 stig, Austin Croshere 10 stig, Anthony Johnson 9 stig, Jermaine O´Neal 7 stig (hitti úr 3 af 12 skotum), Reggie Miller 7 stig (hitti úr 1 af 7 skotum), Jeff Foster 7 stig.
NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira