Miami 1 - New Jersey 0 25. apríl 2005 00:01 Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap. Shaquille O´Neal, sem þótti tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla, stimplaði sig rækilega inn í leikinn og eftir tæplega tveggja mínútna leik var hann búinn að troða tvisvar sinnum yfir leikmenn Nets, sem virtust slegnir út af laginu frá fyrstu mínútu. Hetjuleg barátta Vince Carter og Jason Kidd hjá Nets mátti sín lítils gegn jafnri og fjölbreyttri sókn heimamanna og þeir höfðu þægilega forystu allan leikinn sem þeir létu aldrei af hendi. Damon Jones og Dwayne Wade áttu stórleik í liði Heat og svöruðu öllum áhlaupum Nets, sem virkuði einhæfir og hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Damon Jones hitti úr 10 af 12 skotum sínum utan af velli í leiknum, þar af 7 af 9 þriggja stiga skotum og skoraði 30 stig í leiknum. Það var persónulegt met hjá kappanum, sem þreifst á herbragði Nets, sem gekk út á að reyna að halda aftur af Shaquille O´Neal. Dwayne Wade setti einnig persónulegt met í leiknum með 32 stigum, en hann virtist geta skorað af vild og setti körfur í öllum regnbogans litum. Vince Carter átti ágætan leik fyrir Heat, skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst, en mátti sín lítils gegn jöfnu liði Heat. Jason Kidd hafði sig einnig mikið í frammi í sókn Nets, en hitti ill og endaði með 18 stig. "Við vissum að við þyrftum að passa þriggja stiga skotin hjá þeim, en það gekk ekki upp í dag. Við vitum að O´Neal krefst mikillar athygli í teignum, en við verðum að laga vörnina fyrir utan," sagði Vince Carter eftir leikinn. "Þetta er ekki Dwayne Wade sýniningin. Þetta er ekki Shaquille O´Neal sýningin. Þetta er tími Miami Heat," sagði Dwayne Wade hátíðlega eftir sigurinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 32 stig (8 stoðsendingar, 5 fráköst), Damon Jones 30 stig (hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum), Shaquille O´Neal 17 stig (11 fráköst), Udonis Haslem 11 stig (11 fráköst), Eddie Jones 10 stig, Christian Laettner 8 stig.Atkvæðamestir hjá New Jersey:Vince Carter 27 stig (10 fráköst, 8 stoðsendingar), Jason Kidd 18 stig (9 fráköst), Nenad Krstic 11 stig (8 fráköst), Travis Best 11 stig, Clifford Robinson 11 stig, Richard Jefferson 9 stig. NBA Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap. Shaquille O´Neal, sem þótti tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla, stimplaði sig rækilega inn í leikinn og eftir tæplega tveggja mínútna leik var hann búinn að troða tvisvar sinnum yfir leikmenn Nets, sem virtust slegnir út af laginu frá fyrstu mínútu. Hetjuleg barátta Vince Carter og Jason Kidd hjá Nets mátti sín lítils gegn jafnri og fjölbreyttri sókn heimamanna og þeir höfðu þægilega forystu allan leikinn sem þeir létu aldrei af hendi. Damon Jones og Dwayne Wade áttu stórleik í liði Heat og svöruðu öllum áhlaupum Nets, sem virkuði einhæfir og hugmyndasnauðir í sóknarleiknum. Damon Jones hitti úr 10 af 12 skotum sínum utan af velli í leiknum, þar af 7 af 9 þriggja stiga skotum og skoraði 30 stig í leiknum. Það var persónulegt met hjá kappanum, sem þreifst á herbragði Nets, sem gekk út á að reyna að halda aftur af Shaquille O´Neal. Dwayne Wade setti einnig persónulegt met í leiknum með 32 stigum, en hann virtist geta skorað af vild og setti körfur í öllum regnbogans litum. Vince Carter átti ágætan leik fyrir Heat, skoraði 27 stig og hirti 10 fráköst, en mátti sín lítils gegn jöfnu liði Heat. Jason Kidd hafði sig einnig mikið í frammi í sókn Nets, en hitti ill og endaði með 18 stig. "Við vissum að við þyrftum að passa þriggja stiga skotin hjá þeim, en það gekk ekki upp í dag. Við vitum að O´Neal krefst mikillar athygli í teignum, en við verðum að laga vörnina fyrir utan," sagði Vince Carter eftir leikinn. "Þetta er ekki Dwayne Wade sýniningin. Þetta er ekki Shaquille O´Neal sýningin. Þetta er tími Miami Heat," sagði Dwayne Wade hátíðlega eftir sigurinn. Atkvæðamestir í liði Miami:Dwayne Wade 32 stig (8 stoðsendingar, 5 fráköst), Damon Jones 30 stig (hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum), Shaquille O´Neal 17 stig (11 fráköst), Udonis Haslem 11 stig (11 fráköst), Eddie Jones 10 stig, Christian Laettner 8 stig.Atkvæðamestir hjá New Jersey:Vince Carter 27 stig (10 fráköst, 8 stoðsendingar), Jason Kidd 18 stig (9 fráköst), Nenad Krstic 11 stig (8 fráköst), Travis Best 11 stig, Clifford Robinson 11 stig, Richard Jefferson 9 stig.
NBA Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira