San Antonio 0 - Denver 1 25. apríl 2005 00:01 Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio. Tim Duncan var mættur til leiks með Spurs eftir að hafa verið lengi frá vegna ökklameiðsla og lék vel lengst af í leiknum. Spurs höfðu forystu fram í fjórða leikhlutann og ekkert benti til annars en að þeir færu með sigur af hólmi, þegar þeir skoruðu úr fyrstu þremur skotum sínum í lokaleikhlutanum. Þá hinsvegar hrundi sóknarleikur liðsins til grunna og Denver gekk á lagið og sigraði, en liðið er nú komið í óskastöðu í einvíginu þótt mikið sé enn eftir af því. Andre Miller, leikstjórnandi Denver, fór á kostum í leiknum og skoraði 31 stig, en Tim Duncan hitti ekki úr einu einasta af sjö skotum sínum í lokaleikhlutanum, þótt mörg þeirra kæmu úr upplögðum færum. Vörn Denver var grimm og gerðu stóru mennirnir hjá Denver andstæðingum sínum lífið leitt undir lokin. "Ég fékk fjöldan allan af tækifærum til að skora í lokaleikhlutanum en náði ekki að nýta þau. Það varð okkur dýrt í kvöld," sagði Duncan eftir leikinn. "Við erum ekki vanir að leika góða vörn í 48 mínútur, en það tókst hjá okkur í kvöld og vonandi verður framhald á því," sagði George Karl, þjálfari Denver. Liðið eygir nú að slá Spurs út úr keppni í fyrstu umferðinni, en það yrði ekki í fyrsta sinn sem liði næði að leggja mun hærra skrifaðan andstæðing í fyrstu umferðinni, því fyrir nokkrum árum sló liðið út Seattle Supersonics í fyrstu umferðinni, sem þá var með bestan árangur allra liða í deildinni og þá var George Karl einmitt við stjórnvölinn hjá Sonics. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 23 stig, Tim Duncan 18 stig (11 fráköst), Nazr Mohammed 15 stig (15 fráköst, 4 varin skot), Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig.Atkvæðamestir í liði Denver:Andre Miller 31 stig, Carmelo Anthony 14 stig, Marcus Camby 12 stig (12 fráköst, 4 varin skot), Kenyon Martin 11 stig (9 fráköst), Nene Hilario 9 stig, Earl Boykins 9 stig. NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira
Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio. Tim Duncan var mættur til leiks með Spurs eftir að hafa verið lengi frá vegna ökklameiðsla og lék vel lengst af í leiknum. Spurs höfðu forystu fram í fjórða leikhlutann og ekkert benti til annars en að þeir færu með sigur af hólmi, þegar þeir skoruðu úr fyrstu þremur skotum sínum í lokaleikhlutanum. Þá hinsvegar hrundi sóknarleikur liðsins til grunna og Denver gekk á lagið og sigraði, en liðið er nú komið í óskastöðu í einvíginu þótt mikið sé enn eftir af því. Andre Miller, leikstjórnandi Denver, fór á kostum í leiknum og skoraði 31 stig, en Tim Duncan hitti ekki úr einu einasta af sjö skotum sínum í lokaleikhlutanum, þótt mörg þeirra kæmu úr upplögðum færum. Vörn Denver var grimm og gerðu stóru mennirnir hjá Denver andstæðingum sínum lífið leitt undir lokin. "Ég fékk fjöldan allan af tækifærum til að skora í lokaleikhlutanum en náði ekki að nýta þau. Það varð okkur dýrt í kvöld," sagði Duncan eftir leikinn. "Við erum ekki vanir að leika góða vörn í 48 mínútur, en það tókst hjá okkur í kvöld og vonandi verður framhald á því," sagði George Karl, þjálfari Denver. Liðið eygir nú að slá Spurs út úr keppni í fyrstu umferðinni, en það yrði ekki í fyrsta sinn sem liði næði að leggja mun hærra skrifaðan andstæðing í fyrstu umferðinni, því fyrir nokkrum árum sló liðið út Seattle Supersonics í fyrstu umferðinni, sem þá var með bestan árangur allra liða í deildinni og þá var George Karl einmitt við stjórnvölinn hjá Sonics. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 23 stig, Tim Duncan 18 stig (11 fráköst), Nazr Mohammed 15 stig (15 fráköst, 4 varin skot), Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig.Atkvæðamestir í liði Denver:Andre Miller 31 stig, Carmelo Anthony 14 stig, Marcus Camby 12 stig (12 fráköst, 4 varin skot), Kenyon Martin 11 stig (9 fráköst), Nene Hilario 9 stig, Earl Boykins 9 stig.
NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira