Fischer ofar í huga en varnarmál 25. apríl 2005 00:01 Bobby Fischer virðist varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna mun ofar í huga en varnarmálaviðræður. Hún segir eðlilegt að bandarískum diplómötum misbjóði yfirlýsingar Fischers. Framtíð varnarsamstarfsins skýrist svo vonandi sem fyrst. Ekkert hefur verið að frétta af varnarmálaviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um hríð og þegar Heather Conley, varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, er spurð fregna, er svarið diplómatískt. Hún segist búast við að afstaða Íslendinga og Bandaríkjamanna verði gagnkvæm þegar upp verði staðið og segir að mikilvægi tengsla þjóðanna krefjist þess að viðræðurnar verði afar ítarlegar og taki til allra hliða málsins að teknu tilliti til aðstöðu beggja málsaðila. Conley segist ekki geta gert sér í hugarlund fyrir fram hver niðurstaðan verði að öðru leyti en því hve mikilvægt samningaferlið sé og hver brýnt sé að hafist verði handa sem fyrst. En það eru fleiri mál en varnarmálin sem hafa verið á dagskrá í samskiptum Íslendinga og Bandaríkjamanna undanfarið, til dæmis Bobby Fischer. Þegar rætt er við bandaríska erindreka virðist mikill tilfinningahiti fylgja umræðunni um gyðingahatur. Aðspurð hvort það hafi áhrif á suma þeirra segir Conley að vonandi hafi það áhrif á alla. Það sé algjörlega óviðunandi og óviðeigandi en það hafi ekki verið þess vegna sem Bandaríkin hafi beðið um að Fischer yrði sendur aftur til Bandaríkjanna heldur vegna lagalegrar meðferðar. Gyðingahatur sé engu að síður óheppilegt og hún voni að allir tali gegn því sem hann segi opinberlega. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Bobby Fischer virðist varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna mun ofar í huga en varnarmálaviðræður. Hún segir eðlilegt að bandarískum diplómötum misbjóði yfirlýsingar Fischers. Framtíð varnarsamstarfsins skýrist svo vonandi sem fyrst. Ekkert hefur verið að frétta af varnarmálaviðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um hríð og þegar Heather Conley, varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, er spurð fregna, er svarið diplómatískt. Hún segist búast við að afstaða Íslendinga og Bandaríkjamanna verði gagnkvæm þegar upp verði staðið og segir að mikilvægi tengsla þjóðanna krefjist þess að viðræðurnar verði afar ítarlegar og taki til allra hliða málsins að teknu tilliti til aðstöðu beggja málsaðila. Conley segist ekki geta gert sér í hugarlund fyrir fram hver niðurstaðan verði að öðru leyti en því hve mikilvægt samningaferlið sé og hver brýnt sé að hafist verði handa sem fyrst. En það eru fleiri mál en varnarmálin sem hafa verið á dagskrá í samskiptum Íslendinga og Bandaríkjamanna undanfarið, til dæmis Bobby Fischer. Þegar rætt er við bandaríska erindreka virðist mikill tilfinningahiti fylgja umræðunni um gyðingahatur. Aðspurð hvort það hafi áhrif á suma þeirra segir Conley að vonandi hafi það áhrif á alla. Það sé algjörlega óviðunandi og óviðeigandi en það hafi ekki verið þess vegna sem Bandaríkin hafi beðið um að Fischer yrði sendur aftur til Bandaríkjanna heldur vegna lagalegrar meðferðar. Gyðingahatur sé engu að síður óheppilegt og hún voni að allir tali gegn því sem hann segi opinberlega.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira