Dallas 0 - Houston 2 26. apríl 2005 00:01 Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeyki þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas. Hafi sigur Houston í fyrsta leiknum í Dallas komið á óvart, var sigurinn í öðrum leiknum ekki síður merkilegur, en þegar haft er í huga hvernig burðarásar liðsins í sóknarleiknum voru að spila þarf sigurinn svosem ekki að koma á óvart. Yao Ming fór hamförum í sóknarleik Houston og hitti úr 13 af 14 skotum sínum utan af velli, sem er einstakur árangur í úrslitakeppni. Yao skoraði alls 33 stig í leiknum og sýndi loksins hvers hann er megnugur, eftir að hafa verið ósýnilegur í fyrsta leiknum. Tracy McGrady var ekki síður frábær í leiknum og skoraði 28 stig, þar af sigurkörfu Houston nokkrum sekúndum fyrir leikslok, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Í stað þess að taka leikhlé þegar staðan var jöfn 111-111, stormaði McGrady upp völlinn og skoraði sigurkörfuna eftir að hafa komið af góðri hindrun sem sá kínverski setti fyrir hann. Michael Finley fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti í blálokin, en það geigaði og Houston er komið í algera lykilstöðu í einvíginu. Það munaði um minna fyrir Dallas að Dirk Nowitzki var að hitta mjög illa, annan leikinn í röð og eins og gefur að skilja, verður Þjóðverjinn einfaldlega að taka sig saman í andlitinu ef hans menn eiga að hafa möguleika á að komast áfram. Fá lið í sögunni hafa farið áfram í 7 leikja seríum eftir að hafa lent undir 2-0, en Dallas tókst þó að slá Utah Jazz út úr keppni fyrir um fimm árum síðan, eftir að hafa lent í sömu stöðu, svo að ekki er öll nótt úti enn. "Þetta er alveg ný sería fyrir okkur núna, við erum greinilega komnir í ökumannssætið í envíginu. Við verðum hinsvegar að halda okkur á jörðinni. Við höfum ekki unnið neitt ennþá," sagði McGrady eftir leikinn. "Það er ekki eins og við þurfum að vinna í lottóinu eða eitthvað slíkt. Þetta er hægt," sagði Michael Finley hjá Dallas, þegar hann var spurður hvernig sér litist á holuna sem lið hans virðist vera komið ofan í eftir tapið. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 26 stig, Josh Howard 17 stig (8 frák), Jason Terry 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Eric Dampier 14 stig (9 frák), Keith Van Horn 13 stig, Michael Finley 10 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Houston:Yao Ming 33 stig (8 frák), Tracy McGrady 28 stig (8 frák, 10 stoðs), Jon Barry 16 stig, Bob Sura 14 stig, Mike James 10 stig. NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeyki þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas. Hafi sigur Houston í fyrsta leiknum í Dallas komið á óvart, var sigurinn í öðrum leiknum ekki síður merkilegur, en þegar haft er í huga hvernig burðarásar liðsins í sóknarleiknum voru að spila þarf sigurinn svosem ekki að koma á óvart. Yao Ming fór hamförum í sóknarleik Houston og hitti úr 13 af 14 skotum sínum utan af velli, sem er einstakur árangur í úrslitakeppni. Yao skoraði alls 33 stig í leiknum og sýndi loksins hvers hann er megnugur, eftir að hafa verið ósýnilegur í fyrsta leiknum. Tracy McGrady var ekki síður frábær í leiknum og skoraði 28 stig, þar af sigurkörfu Houston nokkrum sekúndum fyrir leikslok, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Í stað þess að taka leikhlé þegar staðan var jöfn 111-111, stormaði McGrady upp völlinn og skoraði sigurkörfuna eftir að hafa komið af góðri hindrun sem sá kínverski setti fyrir hann. Michael Finley fékk tækifæri til að jafna leikinn með skoti í blálokin, en það geigaði og Houston er komið í algera lykilstöðu í einvíginu. Það munaði um minna fyrir Dallas að Dirk Nowitzki var að hitta mjög illa, annan leikinn í röð og eins og gefur að skilja, verður Þjóðverjinn einfaldlega að taka sig saman í andlitinu ef hans menn eiga að hafa möguleika á að komast áfram. Fá lið í sögunni hafa farið áfram í 7 leikja seríum eftir að hafa lent undir 2-0, en Dallas tókst þó að slá Utah Jazz út úr keppni fyrir um fimm árum síðan, eftir að hafa lent í sömu stöðu, svo að ekki er öll nótt úti enn. "Þetta er alveg ný sería fyrir okkur núna, við erum greinilega komnir í ökumannssætið í envíginu. Við verðum hinsvegar að halda okkur á jörðinni. Við höfum ekki unnið neitt ennþá," sagði McGrady eftir leikinn. "Það er ekki eins og við þurfum að vinna í lottóinu eða eitthvað slíkt. Þetta er hægt," sagði Michael Finley hjá Dallas, þegar hann var spurður hvernig sér litist á holuna sem lið hans virðist vera komið ofan í eftir tapið. Atkvæðamestir hjá Dallas:Dirk Nowitzki 26 stig, Josh Howard 17 stig (8 frák), Jason Terry 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Eric Dampier 14 stig (9 frák), Keith Van Horn 13 stig, Michael Finley 10 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Houston:Yao Ming 33 stig (8 frák), Tracy McGrady 28 stig (8 frák, 10 stoðs), Jon Barry 16 stig, Bob Sura 14 stig, Mike James 10 stig.
NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi