Eftirlaunin umdeildu 26. apríl 2005 00:01 Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna eru meðal umdeildustu löggjafa seinni ára. Miklar deilur vöknuðu þegar frumvarpið að þeim var lagt fram á þingi í desember 2003 og aftur gætti mikillar óánægju í byrjun þessa árs þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjö fyrrum ráðherrar sem hefðu verið ráðnir til annarra starfa hjá ríkinu væru komnir á eftirlaun, þrátt fyrir að vera á fullum launum. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa haldið því fram að lagasetningin í árslok 2003 hafi ekkert með það að gera að þingmenn og ráðherrar geti þegið eftirlaun og laun á sama tíma. Síðastur til að lýsa þessari skoðun var Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi: "Ég ætla ekkert að fjalla um það sem er búið að vera í lögum í 30 ár." Þar vísaði hann til þess að í rúma þrjá áratugi hefðu fyrrum ráðherrar getað hafið töku eftirlauna þó þeir væru í launaðri vinnu. Þó gjörbreyttust möguleikar fyrrum ráðherra til töku eftirlauna meðan þeir væru enn í öðru starfi eins við gildistöku nýju laganna. Það sést best á því að þegar Fréttablaðið greindi frá málinu var málum svo komið að aðeins einn þeirra sjö sem voru hafnir töku eftirlauna hefði haft rétt á því samkvæmt fyrri lögum. Lagasetningin breytir því miklu. Átti þetta að koma einhverjum á óvart? Sumir þingmenn hafa gengið svo langt að segja að möguleiki manna til að vera á eftirlaunum og fullum launum á sama tíma hafi komið sér mjög á óvart. Þessar staðhæfingar þingmannanna eru athyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að skýrt er kveðið á um það í lögunum sem þeir samþykktu 15. desember 2003 að þingmenn og ráðherrar hefðu eftirlaunarétt þó þeir tækju við öðru starfi. Þetta kemur fram í 19. grein laganna sem er svohljóðandi: "Nú tekur sá sem nýtur eftirlauna samkvæmt lögum þessum við nýju starfi og skerðast þá eftirlaunagreiðslur til hans fram að 65 ára aldri um sem nemur 0,5% af áunnum rétti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 65 ára aldur frá því að við starfi er tekið. Sama skerðing verður á eftirlaunum þess sem er í starfi er hann öðlast rétt til eftirlauna samkvæmt lögum þessum. Skerðing greiðslna samkvæmt þessari grein fellur þó niður þegar látið er af starfi." Til nánari útlistanir skulum við líta til hluta þeirra skýringa sem fylgdu með frumvarpinu og fjalla um 19. greinina. Fyrst er fjallað um að þingmenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar fái rýmri eftirlaunarétt en aðrir til að draga sig í hlé og rýmka fyrir endurnýjun. Síðan segir orðrétt: "Með þetta í huga og hliðsjón af því að þessi réttindi eru betri en almennt tíðkast er jafnframt eðlilegt að setja skorður við því að þessar breytingar veiti mönnum frekar færi á að auka tekjur sínar með því að hverfa úr starfi sem lög þessi taka til þegar réttindi eru orðin góð og fara á annan starfsvettvang. Þess vegna eru í 18. og 19. gr. sett ákvæði sem skerða greiðslur eftir hinum nýju reglum frumvarpsins um eftirlaunarétt fyrir 65 ára aldur. Eins og fram kemur í 18. gr. má sá er eftirlauna mun njóta samkvæmt þessu frumvarpi ekki hafa með höndum störf sem frumvarpið tekur til. Eins verður sá sem nýtur eftirlauna en tekur við nýju starfi að sæta skerðingu þeirra." Hér er talað um að fyrrum ráðherrar og þingmenn eigi rétt á eftirlaunum þó þeir séu í öðru starfi en þá skerðist þau. Dæmin sýndu hvað gat gerst Lítum nú á dæmin sem voru tiltekin í greinargerðinni með lögunum. Enn sækjum við í skýringar við 19. grein laganna. "Taki t.d. fyrrverandi ráðherra, sem ætti rétt til eftirlauna eftir tólf ára setu í embætti, þ.e. við 55 ára aldur, þegar við nýju starfi verður skerðingin 60% fram að 65 ára aldri. Sama á við ef réttur til eftirlauna stofnast meðan maður er í starfi. Hafi t.d. fyrrverandi alþingismaður horfið af þingi eftir 16 ára setu þar og tekið við nýju starfi skerðast eftirlaun hans er réttur til þeirra verður virkur, þ.e. við 60 ára aldur. Skerðingin nemur þá 30% fram að 65 ára aldri. Skerðing samkvæmt ákvæðum þessarar greinar fellur þó niður ef sá sem eftirlauna nýtur hverfur úr starfi fyrir 65 ára aldur." Þarna segir svart á hvítu að fyrrum ráðherrar geti þegar við 55 ára aldur og þingmenn við 60 ára aldur hafið töku eftirlauna þrátt fyrir að vera á launum annars staðar. Með öðrum orðum: Það sem þingmenn furðuðu sig svo mjög á stóð svart á hvítu í skýringum með lögunum, ljóst hverjum þeim sem lesa vildi. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna eru meðal umdeildustu löggjafa seinni ára. Miklar deilur vöknuðu þegar frumvarpið að þeim var lagt fram á þingi í desember 2003 og aftur gætti mikillar óánægju í byrjun þessa árs þegar Fréttablaðið greindi frá því að sjö fyrrum ráðherrar sem hefðu verið ráðnir til annarra starfa hjá ríkinu væru komnir á eftirlaun, þrátt fyrir að vera á fullum launum. Nokkrir þingmenn og ráðherrar hafa haldið því fram að lagasetningin í árslok 2003 hafi ekkert með það að gera að þingmenn og ráðherrar geti þegið eftirlaun og laun á sama tíma. Síðastur til að lýsa þessari skoðun var Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi: "Ég ætla ekkert að fjalla um það sem er búið að vera í lögum í 30 ár." Þar vísaði hann til þess að í rúma þrjá áratugi hefðu fyrrum ráðherrar getað hafið töku eftirlauna þó þeir væru í launaðri vinnu. Þó gjörbreyttust möguleikar fyrrum ráðherra til töku eftirlauna meðan þeir væru enn í öðru starfi eins við gildistöku nýju laganna. Það sést best á því að þegar Fréttablaðið greindi frá málinu var málum svo komið að aðeins einn þeirra sjö sem voru hafnir töku eftirlauna hefði haft rétt á því samkvæmt fyrri lögum. Lagasetningin breytir því miklu. Átti þetta að koma einhverjum á óvart? Sumir þingmenn hafa gengið svo langt að segja að möguleiki manna til að vera á eftirlaunum og fullum launum á sama tíma hafi komið sér mjög á óvart. Þessar staðhæfingar þingmannanna eru athyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að skýrt er kveðið á um það í lögunum sem þeir samþykktu 15. desember 2003 að þingmenn og ráðherrar hefðu eftirlaunarétt þó þeir tækju við öðru starfi. Þetta kemur fram í 19. grein laganna sem er svohljóðandi: "Nú tekur sá sem nýtur eftirlauna samkvæmt lögum þessum við nýju starfi og skerðast þá eftirlaunagreiðslur til hans fram að 65 ára aldri um sem nemur 0,5% af áunnum rétti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 65 ára aldur frá því að við starfi er tekið. Sama skerðing verður á eftirlaunum þess sem er í starfi er hann öðlast rétt til eftirlauna samkvæmt lögum þessum. Skerðing greiðslna samkvæmt þessari grein fellur þó niður þegar látið er af starfi." Til nánari útlistanir skulum við líta til hluta þeirra skýringa sem fylgdu með frumvarpinu og fjalla um 19. greinina. Fyrst er fjallað um að þingmenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar fái rýmri eftirlaunarétt en aðrir til að draga sig í hlé og rýmka fyrir endurnýjun. Síðan segir orðrétt: "Með þetta í huga og hliðsjón af því að þessi réttindi eru betri en almennt tíðkast er jafnframt eðlilegt að setja skorður við því að þessar breytingar veiti mönnum frekar færi á að auka tekjur sínar með því að hverfa úr starfi sem lög þessi taka til þegar réttindi eru orðin góð og fara á annan starfsvettvang. Þess vegna eru í 18. og 19. gr. sett ákvæði sem skerða greiðslur eftir hinum nýju reglum frumvarpsins um eftirlaunarétt fyrir 65 ára aldur. Eins og fram kemur í 18. gr. má sá er eftirlauna mun njóta samkvæmt þessu frumvarpi ekki hafa með höndum störf sem frumvarpið tekur til. Eins verður sá sem nýtur eftirlauna en tekur við nýju starfi að sæta skerðingu þeirra." Hér er talað um að fyrrum ráðherrar og þingmenn eigi rétt á eftirlaunum þó þeir séu í öðru starfi en þá skerðist þau. Dæmin sýndu hvað gat gerst Lítum nú á dæmin sem voru tiltekin í greinargerðinni með lögunum. Enn sækjum við í skýringar við 19. grein laganna. "Taki t.d. fyrrverandi ráðherra, sem ætti rétt til eftirlauna eftir tólf ára setu í embætti, þ.e. við 55 ára aldur, þegar við nýju starfi verður skerðingin 60% fram að 65 ára aldri. Sama á við ef réttur til eftirlauna stofnast meðan maður er í starfi. Hafi t.d. fyrrverandi alþingismaður horfið af þingi eftir 16 ára setu þar og tekið við nýju starfi skerðast eftirlaun hans er réttur til þeirra verður virkur, þ.e. við 60 ára aldur. Skerðingin nemur þá 30% fram að 65 ára aldri. Skerðing samkvæmt ákvæðum þessarar greinar fellur þó niður ef sá sem eftirlauna nýtur hverfur úr starfi fyrir 65 ára aldur." Þarna segir svart á hvítu að fyrrum ráðherrar geti þegar við 55 ára aldur og þingmenn við 60 ára aldur hafið töku eftirlauna þrátt fyrir að vera á launum annars staðar. Með öðrum orðum: Það sem þingmenn furðuðu sig svo mjög á stóð svart á hvítu í skýringum með lögunum, ljóst hverjum þeim sem lesa vildi. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun