Fundu upp nýstárlega barnagælu 26. apríl 2005 00:01 Nú geta foreldrar látið barnið sitt sofa úti í vagni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þótt það vakni því barnagælan sér um að vagga því í svefn aftur. Dugi það ekki til sendir barnagælan SMS-skilaboð til foreldranna. Barnagælan er prófverkefni þriggja verkfræðinema við Háskóla Íslands, þeirra Fjólu Jóhannesdóttur, Arngríms Einarssonar og Glenns Setterströms. Þau kynntu verkefnið fyrir félögum sínum í gær en þetta er tiltölulega fyrirferðalítill búnaður. Arngrímur og Fjóla segja að barnagælan ruggi vagni barnsins ef það fari að gráta og hætti að rugga því ef það hætti að gráta. Fjóla segir að öllu sé stýrt með tölvu en að barnagráturinn sé tekinn upp með hljóðnema í vagninum. Það er bara grátur sem setur tækið af stað en ekki til dæmis hljóðkútslaus bíll sem ekur fram hjá. En hvað ef barnið er óhuggandi? Fjóla segir að þá fái foreldrarnir SMS-skilaboð um að barnið vilji láta líta á sig. Notandinn skilgreini hversu langan tíma hann vilji að barnið gráti áður en SMS-skeytið er sent. Þrátt fyrir að tækið virðist einfalt er mikil vinna á bak við það. Barnagælan hefur ekki enn verið reynd á raunverulegu barni. Hönnuðirnir segja hugmyndina ekki hafa kviknað vegna andvökunátta við barnsgrát eða gráts sem truflaði próflestur. Þau segjast í upphafi hafa verið í vandræðum með að finna verkefni en þeim hafi dottið þetta í hug ásamt einum kennaranum. Þau hafi útfært verkefnið á sinn hátt og fundið að þeirra mati einfalda og þægilega lausn. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Nú geta foreldrar látið barnið sitt sofa úti í vagni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þótt það vakni því barnagælan sér um að vagga því í svefn aftur. Dugi það ekki til sendir barnagælan SMS-skilaboð til foreldranna. Barnagælan er prófverkefni þriggja verkfræðinema við Háskóla Íslands, þeirra Fjólu Jóhannesdóttur, Arngríms Einarssonar og Glenns Setterströms. Þau kynntu verkefnið fyrir félögum sínum í gær en þetta er tiltölulega fyrirferðalítill búnaður. Arngrímur og Fjóla segja að barnagælan ruggi vagni barnsins ef það fari að gráta og hætti að rugga því ef það hætti að gráta. Fjóla segir að öllu sé stýrt með tölvu en að barnagráturinn sé tekinn upp með hljóðnema í vagninum. Það er bara grátur sem setur tækið af stað en ekki til dæmis hljóðkútslaus bíll sem ekur fram hjá. En hvað ef barnið er óhuggandi? Fjóla segir að þá fái foreldrarnir SMS-skilaboð um að barnið vilji láta líta á sig. Notandinn skilgreini hversu langan tíma hann vilji að barnið gráti áður en SMS-skeytið er sent. Þrátt fyrir að tækið virðist einfalt er mikil vinna á bak við það. Barnagælan hefur ekki enn verið reynd á raunverulegu barni. Hönnuðirnir segja hugmyndina ekki hafa kviknað vegna andvökunátta við barnsgrát eða gráts sem truflaði próflestur. Þau segjast í upphafi hafa verið í vandræðum með að finna verkefni en þeim hafi dottið þetta í hug ásamt einum kennaranum. Þau hafi útfært verkefnið á sinn hátt og fundið að þeirra mati einfalda og þægilega lausn.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira