Varað við erlendri skuldasöfnun 27. apríl 2005 00:01 "Erlendar skuldir þjóðarbúsins, einkum bankanna, hafa hækkað ört á síðustu árum og nema nú um tvöfaldri landsframleiðslu eins árs. Það er einna veikasti þátturinn í efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, í gær þegar hann kynnti úttekt bankans á fjármálastöðugleika á Íslandi. Viðskiptahallinn í ár stefnir líka í að vera sá mesti eftir seinna stríð og á sér ekki hliðstæðu meðal þróaðra ríkja. "Alþjóðlegu matsfyrirtækin, sem meta lánshæfi ríkissjóðs og bankanna, benda öll á þetta sem áhættuþátt og vara við aukinni skuldasöfnun, enda geti hún leitt til lægri lánshæfiseinkunnar. Þótt erlendar eignir hafi jafnframt vaxið hratt og séu umtalsverðar, er ójafnvægið mikið sem og áhættan. Veruleg lækkun á gengi íslensku krónunnar gæti leitt til erfiðleika í skuldastöðu fyrirtækja," sagði Birgir. Þetta er í fyrsta skipti sem Seðlabankinn gefur út sérrit um fjármálastöðugleika. Áður voru slíkar greiningar birtar í Peningamálum. Birgir segir þetta gert til að leggja meiri áherslu á umræðu um fjármálastöðugleika og blanda henni ekki mikið saman við umræðu um sjálfa peningastefnuna. Hættan sem gæti steðjað að fjármálakerfinu vegna efnahagsþróunarinnar í greiningu Seðlabankans felst einkum í þeim möguleika að fjármálaleg skilyrði þjóðarbúsins í heild versni og önnur ytri áföll dynji yfir á sama tíma og aðlögun eftir ofþenslu framkvæmdaáranna 2005 og 2006 á sér stað. Á fundinum með stjórnendum Seðlabankans kom fram að ójafnvægi í þjóðarbúskapnum birtist einnig í vaxandi viðskiptahalla. Á síðasta ári nam hann átta prósent af landsframleiðslu og horfur eru á að hann nemi tólf prósent af landsframleiðslu í ár. Gangi það eftir yrði það ekki einungis mesti viðskiptahalli frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar heldur einnig einhver mesti halli sem sést hefur meðal þróaðra ríkja undanfarin þrjátíu ár. Birgir Ísleifur vill taka fram að þrátt fyrir að íslenska fjármálakerfið sé á mikilli siglingu og verði að glíma við ójafnvægi næstu árin sé það í meginatriðum traust. Uppbygging þess síðustu ár hjálpi þar mikið til. Viðskipti Mest lesið „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
"Erlendar skuldir þjóðarbúsins, einkum bankanna, hafa hækkað ört á síðustu árum og nema nú um tvöfaldri landsframleiðslu eins árs. Það er einna veikasti þátturinn í efnahagslegri stöðu þjóðarbúsins," sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, í gær þegar hann kynnti úttekt bankans á fjármálastöðugleika á Íslandi. Viðskiptahallinn í ár stefnir líka í að vera sá mesti eftir seinna stríð og á sér ekki hliðstæðu meðal þróaðra ríkja. "Alþjóðlegu matsfyrirtækin, sem meta lánshæfi ríkissjóðs og bankanna, benda öll á þetta sem áhættuþátt og vara við aukinni skuldasöfnun, enda geti hún leitt til lægri lánshæfiseinkunnar. Þótt erlendar eignir hafi jafnframt vaxið hratt og séu umtalsverðar, er ójafnvægið mikið sem og áhættan. Veruleg lækkun á gengi íslensku krónunnar gæti leitt til erfiðleika í skuldastöðu fyrirtækja," sagði Birgir. Þetta er í fyrsta skipti sem Seðlabankinn gefur út sérrit um fjármálastöðugleika. Áður voru slíkar greiningar birtar í Peningamálum. Birgir segir þetta gert til að leggja meiri áherslu á umræðu um fjármálastöðugleika og blanda henni ekki mikið saman við umræðu um sjálfa peningastefnuna. Hættan sem gæti steðjað að fjármálakerfinu vegna efnahagsþróunarinnar í greiningu Seðlabankans felst einkum í þeim möguleika að fjármálaleg skilyrði þjóðarbúsins í heild versni og önnur ytri áföll dynji yfir á sama tíma og aðlögun eftir ofþenslu framkvæmdaáranna 2005 og 2006 á sér stað. Á fundinum með stjórnendum Seðlabankans kom fram að ójafnvægi í þjóðarbúskapnum birtist einnig í vaxandi viðskiptahalla. Á síðasta ári nam hann átta prósent af landsframleiðslu og horfur eru á að hann nemi tólf prósent af landsframleiðslu í ár. Gangi það eftir yrði það ekki einungis mesti viðskiptahalli frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar heldur einnig einhver mesti halli sem sést hefur meðal þróaðra ríkja undanfarin þrjátíu ár. Birgir Ísleifur vill taka fram að þrátt fyrir að íslenska fjármálakerfið sé á mikilli siglingu og verði að glíma við ójafnvægi næstu árin sé það í meginatriðum traust. Uppbygging þess síðustu ár hjálpi þar mikið til.
Viðskipti Mest lesið „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira