Seattle 2 - Sacramento 0 27. apríl 2005 00:01 Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Ray Allen fór fyrir sínum mönnum í Seattle og skoraði 26 stig. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrsti, þar sem heimamenn náðu góðri forystu snemma í leiknum sem þeir misstu svo niður, en náðu að halda andliti á lokamínútunum og sigra. "Þetta hefst allt saman með góðum varnarleik. Við náðum að stöðva þá sóknir þeirra og skapa okkur auðveld stig í hraðaupphlaupum, sem lögðu grunninn að sigri okkar," sagði Nate McMillan. "Leikmenn okkar eru að taka af skarið og lyfta leik sínum á hærra plan í úrslitakeppninni," sagði Ray Allen eftir leikinn og hefur eflaust ekki síst verið að tala um félaga sinn Jerome James sem fór mikinn í leiknum í nótt, rétt eins og í fyrsta leiknum og skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Varamenn Sacramento voru eina von liðsins í nótt, því byrjunarliðsmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Rick Adelman ákvað að láta þá sitja á bekknum lengst af í fjórða leikhlutanum. "Af hverju hefði ég átt að láta byrjunarliðið leika í fjórða leikhlutanum" sagði hann í viðtali eftir leikinn. "Það voru varamennirnir sem voru að vinna alla vinnuna inná vellinum," sagði hann. Mike Bibby hlaut nokkra uppreisn æru eftir skelfilegan fyrsta leik í einvíginu og var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, en það nægði hvergi gegn sterku liði Seattle. "Við hefðum átt að læra eftir fyrsta leikinn, en við komum ekki með nein svör í kvöld. Engin vörn og engin sókn," sagði Peja Stojakovic hjá Sacramento, sem hefur verið langt frá sínu besta í rimmunni. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 26 stig (6 stoðs), Jerome James 19 stig (9 frák), Rashard Lewis 12 stig, Vladimir Radmanovic 10 stig, Luke Ridnour 9 stig, Antonio Daniels 9 stig, Nick Collison 8 stig (8 frák), Danny Fortson 8 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Bobby Jackson 17 stig, Mike Bibby 16 stig (8 stoðs), Peja Stojakovic 9 stig (10 frák), Cuttino Mobley 9 stig, Darius Songalia 9 stig, Eddie House 9 stig. NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Seattle Supersonics eru í fínum málum í einvígi sínu við Sacramento Kings í vesturdeildinni og hafa náð góðri 2-0 forystu eftir 105-93 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Ray Allen fór fyrir sínum mönnum í Seattle og skoraði 26 stig. Leikurinn þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrsti, þar sem heimamenn náðu góðri forystu snemma í leiknum sem þeir misstu svo niður, en náðu að halda andliti á lokamínútunum og sigra. "Þetta hefst allt saman með góðum varnarleik. Við náðum að stöðva þá sóknir þeirra og skapa okkur auðveld stig í hraðaupphlaupum, sem lögðu grunninn að sigri okkar," sagði Nate McMillan. "Leikmenn okkar eru að taka af skarið og lyfta leik sínum á hærra plan í úrslitakeppninni," sagði Ray Allen eftir leikinn og hefur eflaust ekki síst verið að tala um félaga sinn Jerome James sem fór mikinn í leiknum í nótt, rétt eins og í fyrsta leiknum og skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst. Varamenn Sacramento voru eina von liðsins í nótt, því byrjunarliðsmenn liðsins náðu sér ekki á strik. Rick Adelman ákvað að láta þá sitja á bekknum lengst af í fjórða leikhlutanum. "Af hverju hefði ég átt að láta byrjunarliðið leika í fjórða leikhlutanum" sagði hann í viðtali eftir leikinn. "Það voru varamennirnir sem voru að vinna alla vinnuna inná vellinum," sagði hann. Mike Bibby hlaut nokkra uppreisn æru eftir skelfilegan fyrsta leik í einvíginu og var með 16 stig og 8 stoðsendingar fyrir Sacramento, en það nægði hvergi gegn sterku liði Seattle. "Við hefðum átt að læra eftir fyrsta leikinn, en við komum ekki með nein svör í kvöld. Engin vörn og engin sókn," sagði Peja Stojakovic hjá Sacramento, sem hefur verið langt frá sínu besta í rimmunni. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 26 stig (6 stoðs), Jerome James 19 stig (9 frák), Rashard Lewis 12 stig, Vladimir Radmanovic 10 stig, Luke Ridnour 9 stig, Antonio Daniels 9 stig, Nick Collison 8 stig (8 frák), Danny Fortson 8 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Bobby Jackson 17 stig, Mike Bibby 16 stig (8 stoðs), Peja Stojakovic 9 stig (10 frák), Cuttino Mobley 9 stig, Darius Songalia 9 stig, Eddie House 9 stig.
NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi