Phoenix 2 - Memphis 0 28. apríl 2005 00:01 Lið Memphis hefur lagt upp með að taka fast á liði Phoenix í viðureignum liðanna, því það er talin eina vonin til að leggja þá að velli. Þetta herbragð gekk næstum því upp hjá Memphis í nótt, en Phoenix Suns sýndu úr hverju þeir eru gerðir og sigruðu, 108-103. Það er ekki heiglum hent að stöðva stormsveit Phoenix sem hefur skorað liða mest í allan vetur, en eins og sérfræðinga voru búnir að spá, hefur Mike Fratello þjálfari Memphis reynt að fá lið sitt til að lemja dálítið á andstæðinugunum, hægja á leiknum og loka miðjunni, því hann telur það einu leiðina til að stöðva Suns, ef það er þá hægt. Amare Stoudamire hjá Phoenix, sem skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leik liðanna um helgina, stóð við stóru orðin þegar hann lofaði að bæta leik sinn og setti 34 stig í leiknum. Shawn Marion, sem lék tognaður á hendi, var líka drjúgur í liði Suns og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Phoenix lenti þrátt fyrir þetta í vandræðum undir lok leiksins og liði þurfti 14-4 rispu á síðustu 4 mínútum leiksins til að tryggja sér sigurinn. Quentin Richardson skoraði þriggja stiga körfu og varði skot á lokamínútunni í leiknum, sem endanlega tryggði sigurinn og Phoenix heldur nú til Memphis með þægilega 2-0 forystu í einvíginu. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var ánægður með Amare Stoudamire í leiknum, en tók sér einnig tíma til að hrósa andstæðingunum. "Amare lék frábærlega. Hann er bara 22 ára gamall en hann sýndi svo sannarlega hvað í honum býr," sagði hann um hinn unga framherja sinn, sem reyndar leikur oftast stöðu miðherja í liðinu. "Memphis liðið lék frábærlega á móti okkur og við vissum svosem að þeir myndu berja vel á okkur. Baráttan verður ekki síðri á þeirra heimavelli í næstu tveimur leikjum og við erum tilbúnir í það," sagði hann. Spánverjinn Pau Gasol lék frábærlega í liði Memphis og skoraði 28 stig og hirti 16 fráköst, sem er bæði persónulegt met hans í úrslitakeppni. Mike Fratello þjálfari Memphis, var nokkuð sáttur við leik sinna manna, þrátt fyrir tapið. "Við vorum að gera fína hluti í þessum leik, sem ég held að við getum byggt á í framtíðinni. Liðið er að öðlast reynslu í úrslitakeppni með hverjum leiknum sem líður og menn eru að komast að því hversu erfitt er að vinna leiki í úrslitakeppninni," sagði Fratello. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (10 frák), Shawn Marion 22 stig (13 frák, 4 varin skot), Joe Johnson 20 stig (8 frák), Quentin Richardson 15 stig, Steve Nash 12 stig (15 stoðs), Steven Hunter 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Memphis:Pau Gasol 28 stig (16 frák, 5 stoðs), Jason Williams 21 stig, Brian Cardinal 13 stig, Lorenzen Wright 12 stig, Shane Battier 9 stig, James Posey 9 stig, Dahntay Jones 8 stig. NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira
Lið Memphis hefur lagt upp með að taka fast á liði Phoenix í viðureignum liðanna, því það er talin eina vonin til að leggja þá að velli. Þetta herbragð gekk næstum því upp hjá Memphis í nótt, en Phoenix Suns sýndu úr hverju þeir eru gerðir og sigruðu, 108-103. Það er ekki heiglum hent að stöðva stormsveit Phoenix sem hefur skorað liða mest í allan vetur, en eins og sérfræðinga voru búnir að spá, hefur Mike Fratello þjálfari Memphis reynt að fá lið sitt til að lemja dálítið á andstæðinugunum, hægja á leiknum og loka miðjunni, því hann telur það einu leiðina til að stöðva Suns, ef það er þá hægt. Amare Stoudamire hjá Phoenix, sem skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leik liðanna um helgina, stóð við stóru orðin þegar hann lofaði að bæta leik sinn og setti 34 stig í leiknum. Shawn Marion, sem lék tognaður á hendi, var líka drjúgur í liði Suns og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Phoenix lenti þrátt fyrir þetta í vandræðum undir lok leiksins og liði þurfti 14-4 rispu á síðustu 4 mínútum leiksins til að tryggja sér sigurinn. Quentin Richardson skoraði þriggja stiga körfu og varði skot á lokamínútunni í leiknum, sem endanlega tryggði sigurinn og Phoenix heldur nú til Memphis með þægilega 2-0 forystu í einvíginu. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var ánægður með Amare Stoudamire í leiknum, en tók sér einnig tíma til að hrósa andstæðingunum. "Amare lék frábærlega. Hann er bara 22 ára gamall en hann sýndi svo sannarlega hvað í honum býr," sagði hann um hinn unga framherja sinn, sem reyndar leikur oftast stöðu miðherja í liðinu. "Memphis liðið lék frábærlega á móti okkur og við vissum svosem að þeir myndu berja vel á okkur. Baráttan verður ekki síðri á þeirra heimavelli í næstu tveimur leikjum og við erum tilbúnir í það," sagði hann. Spánverjinn Pau Gasol lék frábærlega í liði Memphis og skoraði 28 stig og hirti 16 fráköst, sem er bæði persónulegt met hans í úrslitakeppni. Mike Fratello þjálfari Memphis, var nokkuð sáttur við leik sinna manna, þrátt fyrir tapið. "Við vorum að gera fína hluti í þessum leik, sem ég held að við getum byggt á í framtíðinni. Liðið er að öðlast reynslu í úrslitakeppni með hverjum leiknum sem líður og menn eru að komast að því hversu erfitt er að vinna leiki í úrslitakeppninni," sagði Fratello. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 34 stig (10 frák), Shawn Marion 22 stig (13 frák, 4 varin skot), Joe Johnson 20 stig (8 frák), Quentin Richardson 15 stig, Steve Nash 12 stig (15 stoðs), Steven Hunter 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Memphis:Pau Gasol 28 stig (16 frák, 5 stoðs), Jason Williams 21 stig, Brian Cardinal 13 stig, Lorenzen Wright 12 stig, Shane Battier 9 stig, James Posey 9 stig, Dahntay Jones 8 stig.
NBA Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sjá meira