NBA á Sýn um helgina 29. apríl 2005 00:01 Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. Chicago Bulls hafa unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu, en þriðji leikurinn á laugardagskvöldið verður háður í höfuðborginni og þar munu heimamenn eflaust láta finna fyrir sér eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Chicago. Leikir þessara liða hafa verið mjög opnir og skemmtilegir og var t.a.m. fyrsti leikur liðanna sá skemmtilegasti sem sá sem þetta skrifar hefur séð í langan tíma. Á sunnudagskvöld er svo röðin komin að viðureign New Jersey Nets og Miami Heat, en þar er um að ræða fjórða leik liðanna og hefst bein útsending frá honum klukkan 19:30. Miami leiðir í einvígi þessara tveggja liða, 3-0, svo að heimamenn í Nets eru króaðir af út í horni og mega ekki tapa leiknum, ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí. Yfirburðir Miami í fyrstu leikjunum voru nokkuð miklir, en þess má geta að þriðja leik liðanna þurfti að tvíframlengja áður en úrslit fengust. Í báðum þessum liðum leika sannkallaðir töframenn sem unun er að horfa á. Hjá Nets eru fremstir í flokki þeir Vince Carter og Jason Kidd, sem hvor um sig er einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu. Carter er mikill háloftafugl og skotmaður, en Kidd er besti leikstjórnandi deildarinnar á síðustu árum og mjög fjölhæfur leikmaður. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Shaquille O´Neal hjá Miami, sem yljað hefur íslenskum áhorfendum um hjartaræturnar með tröllatroðslum sínum í mörg ár, en hann hefur nú við hlið sér ungstirnið Dwayne Wade, sem gerir nánast allt vel á vellinum og er einstakur leikmaður. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. Chicago Bulls hafa unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu, en þriðji leikurinn á laugardagskvöldið verður háður í höfuðborginni og þar munu heimamenn eflaust láta finna fyrir sér eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Chicago. Leikir þessara liða hafa verið mjög opnir og skemmtilegir og var t.a.m. fyrsti leikur liðanna sá skemmtilegasti sem sá sem þetta skrifar hefur séð í langan tíma. Á sunnudagskvöld er svo röðin komin að viðureign New Jersey Nets og Miami Heat, en þar er um að ræða fjórða leik liðanna og hefst bein útsending frá honum klukkan 19:30. Miami leiðir í einvígi þessara tveggja liða, 3-0, svo að heimamenn í Nets eru króaðir af út í horni og mega ekki tapa leiknum, ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí. Yfirburðir Miami í fyrstu leikjunum voru nokkuð miklir, en þess má geta að þriðja leik liðanna þurfti að tvíframlengja áður en úrslit fengust. Í báðum þessum liðum leika sannkallaðir töframenn sem unun er að horfa á. Hjá Nets eru fremstir í flokki þeir Vince Carter og Jason Kidd, sem hvor um sig er einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu. Carter er mikill háloftafugl og skotmaður, en Kidd er besti leikstjórnandi deildarinnar á síðustu árum og mjög fjölhæfur leikmaður. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Shaquille O´Neal hjá Miami, sem yljað hefur íslenskum áhorfendum um hjartaræturnar með tröllatroðslum sínum í mörg ár, en hann hefur nú við hlið sér ungstirnið Dwayne Wade, sem gerir nánast allt vel á vellinum og er einstakur leikmaður.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira