Lítið til sparað Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. apríl 2005 00:01 Það voru sennilega ófáir sem rötuðu inn á heimasíðu Framsóknarflokksins þegar fjármál þingmanna flokksins voru gerð opinber í vikunni. Sumir stjórnmálaspekinga fögnuðu hinu opna lýðræði sem Framsóknarmenn sýndu loksins . Aðrir töluðu um að nú loks væru spunameistarar flokksins farnir að vinna fyrir kaupinu sínum. Og á meðan sumir fögnuðu súrnaði yfir stjórnarandstöðunni yfir því að þrumunni þeirra hafi verið stolið. Nú tölta svo stjórnarandstöðuþingmenn á eftir og ætla að opna sínar skruddur. Vinstri grænir settu sín fjármál á vef flokksins í gær. En hvað eiga þessir háttvirtu þingmenn nú í krónum talið ? er ástæða að ætla að sögur um eignartengsl og hagsmunapot einstakra þingmanna falli nú niður dauðar og ómerkar í kjölfar þessarrar opinberunnar þingmannanna ? Helsti eignamaður Framsóknarflokksins er sjálfur forsætisráðherra sem erfði hlut foreldra sinna í Skinney – Þinganes h/f að nafnverði rúmlega 15.000 hluti. Halldór á svo hluti í hinu og þessu batteríinu meðal annars DeCode, en ekki er um stórar upphæðir að ræða. Fjölskylduarfur Halldórs er metinn á ca 80 miljónir á markaðsvirði samkvæmt fréttum Rúv í gær. Reyndar kom þar ekkert fram um hlut Skinneyjar í Hesteyri og hlut Hesteyrar í VÍS. Eitthvað sem þeir eignuðust víst með því að skipta á sínum hlut í Ker þarna á síðustu metrunum áður en Búnaðarbankinn var seldur... Keri ásamt fleirum. Birkir Jón, yngsti þingmaður þjóðarinnar á heila 25.000 hluta að nafnvirði í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði enn smákóngur í þeim bransa. Jón Kristjánsson á rúmlega 400 þúsund í Landsbankanum og smotterí í DeCode. Það er kannski ekki óeðlilegt að ráðherra heilbrigðismála veðji á erfðarannsóknir til að auka auð sinn. Áhugvert er að viðskiptaráðherra vor hefur ekki staðið í miklum kaupum á hlutabréfum en hún á þó í þekktum apparötum í bransanum Burðarás, Gjögun og eins og Halldór og Siv á Valgerður í Skúlagarði sem er jú eignarhaldsfélag yfir heimili þeirra framsóknarmanna. Siv Friðleifs virðist fjárfesta í félagsstörfum frekar en hlutafélögum en hún á 100.000 í Íslandstryggingu og tekur fram í sínu bókhaldi að hún sé í badminton félaginu Lurkarnir auk þess að vera félagi í 18 öðrum félagasamtökum. Magnús, Hjálmar og Guðni eiga fáa hluti í nokkrum félögum. Landbúnaðarráðherra sannar það í bókhaldi sínu að hann er ekki taktlaus framsóknarmaður enda félagi í bæði Hrútavinafélaginu og Þrastavinafélaginu. Jónína, Dagný, Kristinn og Árni hafa ekki staðið í kaupum á hlutabréfum en eiginkona félagsmálaráðherra á þó 50 prósent í náttúrubúð. Sem sagt engin stórmenni í fjármálalífinu hér á ferð þó forsætisráðherra sé nú meira virði fyrir mörgum en áður, hvort sem hann getur talið sér það til tekna í kosningum eða ekki. Þingmenn Vinstri grænna flokki alþýðunnar hafa ekki staðið í miklum fjárfestingum og segja má að eini milljónamaður flokksins sé sjálfur formaðurinn. Hann á auðvita sinn smá hlut í Símanum eins og frægt er orðið uppá 10.000 hluti að nafnvirði. Þá á hann tæpa tveggja milljóna króna hlut í Frystihúsi Þórshafnar hf sem var að vísu seldur í upphafi árs, 17.500 í Marel, 10.000 í Íslandsbanka, 202.500 hluti í Efnalaug Suðurlands, 51.800 hluti í Fjallalambi ehf, 150.000 í Seljarlaxi hf. Flestum kemur efalaust mest á óvart að höfuð og herðar vinstri grænna eigi svo mikið af hlutabréfum út um víða völl. Hvort svo fjárfestingar Steingríms séu til marks um góða fjárfestingastefnu verður svo að vera annarra að meta. Sjálfsagt hafa hægri menn þegar farið út í að reikna markaðsvirði Steingríms til að geta viðhaldið kenningunni um óhæfi vinstri manna með fjármuni.Þingmenn Framsóknar og Vinstri Grænna hafa nú berháttað sín fjármáltengsl fyrir kjósendum. Nú er spurning hvort spjót Gróu á leiti beinist ekki í enn ríkari mæli að þeim flokkum sem ekki hafa opinberað bókhald sitt enn. Hversu lengi Samfylkingin lætur bíða lengi eftir sér og hvort frjálslyndir og sjálfstæðismenn þori svo að standa fjárhagslega alsberir fyrir framan alþjóð verður tíminn að leiða í ljós. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það voru sennilega ófáir sem rötuðu inn á heimasíðu Framsóknarflokksins þegar fjármál þingmanna flokksins voru gerð opinber í vikunni. Sumir stjórnmálaspekinga fögnuðu hinu opna lýðræði sem Framsóknarmenn sýndu loksins . Aðrir töluðu um að nú loks væru spunameistarar flokksins farnir að vinna fyrir kaupinu sínum. Og á meðan sumir fögnuðu súrnaði yfir stjórnarandstöðunni yfir því að þrumunni þeirra hafi verið stolið. Nú tölta svo stjórnarandstöðuþingmenn á eftir og ætla að opna sínar skruddur. Vinstri grænir settu sín fjármál á vef flokksins í gær. En hvað eiga þessir háttvirtu þingmenn nú í krónum talið ? er ástæða að ætla að sögur um eignartengsl og hagsmunapot einstakra þingmanna falli nú niður dauðar og ómerkar í kjölfar þessarrar opinberunnar þingmannanna ? Helsti eignamaður Framsóknarflokksins er sjálfur forsætisráðherra sem erfði hlut foreldra sinna í Skinney – Þinganes h/f að nafnverði rúmlega 15.000 hluti. Halldór á svo hluti í hinu og þessu batteríinu meðal annars DeCode, en ekki er um stórar upphæðir að ræða. Fjölskylduarfur Halldórs er metinn á ca 80 miljónir á markaðsvirði samkvæmt fréttum Rúv í gær. Reyndar kom þar ekkert fram um hlut Skinneyjar í Hesteyri og hlut Hesteyrar í VÍS. Eitthvað sem þeir eignuðust víst með því að skipta á sínum hlut í Ker þarna á síðustu metrunum áður en Búnaðarbankinn var seldur... Keri ásamt fleirum. Birkir Jón, yngsti þingmaður þjóðarinnar á heila 25.000 hluta að nafnvirði í Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði enn smákóngur í þeim bransa. Jón Kristjánsson á rúmlega 400 þúsund í Landsbankanum og smotterí í DeCode. Það er kannski ekki óeðlilegt að ráðherra heilbrigðismála veðji á erfðarannsóknir til að auka auð sinn. Áhugvert er að viðskiptaráðherra vor hefur ekki staðið í miklum kaupum á hlutabréfum en hún á þó í þekktum apparötum í bransanum Burðarás, Gjögun og eins og Halldór og Siv á Valgerður í Skúlagarði sem er jú eignarhaldsfélag yfir heimili þeirra framsóknarmanna. Siv Friðleifs virðist fjárfesta í félagsstörfum frekar en hlutafélögum en hún á 100.000 í Íslandstryggingu og tekur fram í sínu bókhaldi að hún sé í badminton félaginu Lurkarnir auk þess að vera félagi í 18 öðrum félagasamtökum. Magnús, Hjálmar og Guðni eiga fáa hluti í nokkrum félögum. Landbúnaðarráðherra sannar það í bókhaldi sínu að hann er ekki taktlaus framsóknarmaður enda félagi í bæði Hrútavinafélaginu og Þrastavinafélaginu. Jónína, Dagný, Kristinn og Árni hafa ekki staðið í kaupum á hlutabréfum en eiginkona félagsmálaráðherra á þó 50 prósent í náttúrubúð. Sem sagt engin stórmenni í fjármálalífinu hér á ferð þó forsætisráðherra sé nú meira virði fyrir mörgum en áður, hvort sem hann getur talið sér það til tekna í kosningum eða ekki. Þingmenn Vinstri grænna flokki alþýðunnar hafa ekki staðið í miklum fjárfestingum og segja má að eini milljónamaður flokksins sé sjálfur formaðurinn. Hann á auðvita sinn smá hlut í Símanum eins og frægt er orðið uppá 10.000 hluti að nafnvirði. Þá á hann tæpa tveggja milljóna króna hlut í Frystihúsi Þórshafnar hf sem var að vísu seldur í upphafi árs, 17.500 í Marel, 10.000 í Íslandsbanka, 202.500 hluti í Efnalaug Suðurlands, 51.800 hluti í Fjallalambi ehf, 150.000 í Seljarlaxi hf. Flestum kemur efalaust mest á óvart að höfuð og herðar vinstri grænna eigi svo mikið af hlutabréfum út um víða völl. Hvort svo fjárfestingar Steingríms séu til marks um góða fjárfestingastefnu verður svo að vera annarra að meta. Sjálfsagt hafa hægri menn þegar farið út í að reikna markaðsvirði Steingríms til að geta viðhaldið kenningunni um óhæfi vinstri manna með fjármuni.Þingmenn Framsóknar og Vinstri Grænna hafa nú berháttað sín fjármáltengsl fyrir kjósendum. Nú er spurning hvort spjót Gróu á leiti beinist ekki í enn ríkari mæli að þeim flokkum sem ekki hafa opinberað bókhald sitt enn. Hversu lengi Samfylkingin lætur bíða lengi eftir sér og hvort frjálslyndir og sjálfstæðismenn þori svo að standa fjárhagslega alsberir fyrir framan alþjóð verður tíminn að leiða í ljós. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun