Seattle 2 - Sacramento 1 30. apríl 2005 00:01 Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104. Leikmenn Sacramento voru óánægðir með frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum og hétu því að vera grimmari í þriðja leiknum á heimavelli sínum. Það gekk svo sannarlega eftir og liðið náði mest 21 stigs forystu um miðjan leik, sem það lét aldrei af hendi og þeir hafa nú rétt sinn hlut lítillega í einvíginu. Mike Bibby var sjálfum sér líkur á ný og leiddi lið sitt með því að skora 31 stig, Kenny Thomas skoraði 22 og Cuttino Mobley bætti við 21 stigi. Ray Allen var allt í öllu í stigaskorun hjá Sonics með 33 stig. "Við lofuðum að koma grimmari í þennan leik og einsettum okkur að keyra upp að körfu þeirra við hvert tækifæri. Við vildum nýta okkur styrkleika okkar," sagði Mobley. "Ég vissi að við myndum ná okkur á strik aftur og þessir frábæru áhorfendur okkar gerðu okkur það kleift með góðum stuðningi. Við vorum ákveðnari í öllum okkar aðgerðum og náðum góðri forystu strax í leiknum," sagði Mike Bibby. Liðsmenn Seattle voru ekki sáttir við sína frammistöðu í leiknum. "Það sem var að virka hjá okkur í fyrsta leiknum, beit ekki á þá í þessum leik," sagði Ray Allen. "Við vissum að Mike Bibby ætti svona leik inni, hann er stórkostlegur leikmaður. Það var búið að vara okkur við látunum hérna í Arco-höllinni í Sacramento, en ég held að engin orð geti búið þig við þessum hávaða og kúabjöllukonsert," sagði Jerome James hjá Seattle, sem átti enn einn óvæntan stórleikinn fyrir lið sitt, en hann var fyrir einvígið ekki álitinn lykilmaður Sonics, í það minnsta sóknarlega. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 33 stig (5 frák, 5 stoðs), Jerome James 22 stig (9 frák), Luke Ridnour 15 stig (5 frák, 5 stoðs), Rashard Lewis 9 stig, Vladimir Radmanovic 8 stig (5 frák), Nick Collison 7 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Mike Bibby 31 stig (7 frák), Kenny Thomas 22 stig (7 frák), Cuttino Mobley 21 stig, Brad Miller 14 stig, Peja Stojakovic 12 stig, Bobby Jackson 9 stig, Corliss Williamson 5 stig. NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104. Leikmenn Sacramento voru óánægðir með frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum og hétu því að vera grimmari í þriðja leiknum á heimavelli sínum. Það gekk svo sannarlega eftir og liðið náði mest 21 stigs forystu um miðjan leik, sem það lét aldrei af hendi og þeir hafa nú rétt sinn hlut lítillega í einvíginu. Mike Bibby var sjálfum sér líkur á ný og leiddi lið sitt með því að skora 31 stig, Kenny Thomas skoraði 22 og Cuttino Mobley bætti við 21 stigi. Ray Allen var allt í öllu í stigaskorun hjá Sonics með 33 stig. "Við lofuðum að koma grimmari í þennan leik og einsettum okkur að keyra upp að körfu þeirra við hvert tækifæri. Við vildum nýta okkur styrkleika okkar," sagði Mobley. "Ég vissi að við myndum ná okkur á strik aftur og þessir frábæru áhorfendur okkar gerðu okkur það kleift með góðum stuðningi. Við vorum ákveðnari í öllum okkar aðgerðum og náðum góðri forystu strax í leiknum," sagði Mike Bibby. Liðsmenn Seattle voru ekki sáttir við sína frammistöðu í leiknum. "Það sem var að virka hjá okkur í fyrsta leiknum, beit ekki á þá í þessum leik," sagði Ray Allen. "Við vissum að Mike Bibby ætti svona leik inni, hann er stórkostlegur leikmaður. Það var búið að vara okkur við látunum hérna í Arco-höllinni í Sacramento, en ég held að engin orð geti búið þig við þessum hávaða og kúabjöllukonsert," sagði Jerome James hjá Seattle, sem átti enn einn óvæntan stórleikinn fyrir lið sitt, en hann var fyrir einvígið ekki álitinn lykilmaður Sonics, í það minnsta sóknarlega. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 33 stig (5 frák, 5 stoðs), Jerome James 22 stig (9 frák), Luke Ridnour 15 stig (5 frák, 5 stoðs), Rashard Lewis 9 stig, Vladimir Radmanovic 8 stig (5 frák), Nick Collison 7 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Mike Bibby 31 stig (7 frák), Kenny Thomas 22 stig (7 frák), Cuttino Mobley 21 stig, Brad Miller 14 stig, Peja Stojakovic 12 stig, Bobby Jackson 9 stig, Corliss Williamson 5 stig.
NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM með sterkum sigri gegn Tyrklandi