Erlent

Stjórnvöld endurskoði afstöðu sína

Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands, en henni var synjað um fjárstuðning frá utanríkisráðuneytinu í vikunni. Í ályktuninni hvetur stjórn BRSB stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína um fjárstuðning við Mannréttindaskrifstofuna og tryggja henni traustan starfsgrundvöll. Mannréttindaskrifstofan gegni lykilhlutverki í þjóðfélaginu og veiti stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald og ráðgjöf auk þess sem hún örvi umræðu í samfélaginu um mannréttindamál. Mannréttindaskrifstofan sé einn af hornsteinum lýðræðisins í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×