Erlent

Þarf 10 prósentum meira fylgi

Sjálft kosningakerfið er líka flókið og undarlegt. Íhaldsflokkurinn þarf til að mynda tíu prósentustigum meira fylgi en Verkamannaflokkurinn til að bera sigur úr býtum í kosningunum. Neil Kinnock var leiðtogi Verkamannaflokksins og forsætisráðherraefni sem leiddi flokkinn til sögulegs taps árið 1992. Fimm árum síðar, 1997, var komið að ungum manni, Tony Blair. Hann var þá nýr leiðtogi flokksins og vonarstjarna. Í kosningum vann flokkurinn stórsigur, Blair hlaut mesta meirihluta á þingi í manna minnum, meira en 160 þingsæti, en fékk færri atkvæði en þegar Kinnock leiddi flokkinn. Ástæðan er kosningakerfið í Bretlandi. Til að komast á þing þarf frambjóðandi einungis að hljóta flest atkvæði í sínu kjördæmi, en alls eru þau yfir 600. Þetta þýðir í raun að flokkurinn sem fékk mest fylgi á landsvísu fær ekki endilega flesta þingmenn. Sumum þykir þetta stangast á við grundvallarhugmyndir um lýðræði. Út af þessum mun voru til að mynda yfir 92 þúsund atkvæði á bak við hvern þingmann frjálslyndra demókrata eftir síðustu kosningar. Yfir 50 þúsund atkvæði voru á bak við hvern íhaldsmann en bara ríflega 26 þúsund voru á bak við hvern þingmann Verkamannaflokksins. Þetta breytist svo eftir því hvernig kjördæmin eru skilgreind og hvaða flokkum íbúar þeirra fylgja. Á árum áður var þetta kerfi Íhaldsflokknum í hag en nú greinilega Verkamannaflokknum. Í ár er því reiknað með því að Íhaldsflokkurinn þurfi um tíu prósentustigum meira fylgi en Verkamannaflokkurinn til að fá fleiri þingmenn. Þessi tafla sínir muninn greinilega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×