Stimpilgjald verði afnumið 1. maí 2005 00:01 Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, Pétur Blöndal, hyggst freista þess að ná samstöðu meðal þingflokka um að frumvarp Margrétar Frímannsdóttur um afnám stimpilgjalds við endurfjármögnun lána verði lögfest fyrir sumarfrí Alþingis. Það er að ráðast þessa dagana í nefndum Alþingis hvaða þingmál fá brautargengi. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, vinnur að því að nokkur þingmannafrumvörp nái í gegn og nefnir t.d.frumvörp Einars K. Guðfinnssonar um vernda minni hluthafa í hlutafélögum og um að milda refsingar þegar greiðsluerfiðleikar leiða til vanskila á vörslusköttum svo og frumvarp Margrétar Frímannsdóttur um afnám stimpilgjalds af lánum við endurfjármögnun. Pétur segir mörg mjög góð mál hjá nefndinni, bæði frá stjórnarþingmönnum og stjórnarandstæðingum, og honum sé alveg sama hvaðan góð mál komi, þau þurfi að skoða. Hann vilji skoða nokkur þeirra í góðu tómi með þingflokkunum. Mikil umræða var um stimpilgjöld í vetur eftir að bankarnir fóru að bjóða hagstæðari íbúðalán. Mörgum hefur sviðið að þurfa að greiða til ríkisins eitt og hálft prósent í stimpilgjald við þinglýsingu lána. Frumvarp Margrétar, sem Pétur vill að verði samþykkt, gerir ráð fyrir að stimpilgjald falli niður þegar um endurfjármögnun er að ræða. Pétur segir þetta spurningu um að auka samkeppni. Ef fólk skuldi einum banka og skuldubreyti svo hjá honum borgi það ekki stimpilgjald en ef farið sé í annan banka til að skuldbreyta þá þurfi fólk að borga gjaldið. Þetta þurfi að laga. Pétur segir að það þurfi þó að fara varlega í þetta til þess að hella ekki olíu á eldinn. Pétur segir hina miklu skuldbreytingar síðustu mánaða jákvæðar því þær létti greiðslubyrði almennings sem þannig njóti vaxtalækkunarinnar. Hún sé ein mesta hagsbót til almennings á Íslandi í lengri tíma og afleiðing af frelsi í bankaviðskiptum og víðar. Menn verði þó að stíga varlega niður í þessum efnum svo ekki verði neinar kollsteypur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, Pétur Blöndal, hyggst freista þess að ná samstöðu meðal þingflokka um að frumvarp Margrétar Frímannsdóttur um afnám stimpilgjalds við endurfjármögnun lána verði lögfest fyrir sumarfrí Alþingis. Það er að ráðast þessa dagana í nefndum Alþingis hvaða þingmál fá brautargengi. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, vinnur að því að nokkur þingmannafrumvörp nái í gegn og nefnir t.d.frumvörp Einars K. Guðfinnssonar um vernda minni hluthafa í hlutafélögum og um að milda refsingar þegar greiðsluerfiðleikar leiða til vanskila á vörslusköttum svo og frumvarp Margrétar Frímannsdóttur um afnám stimpilgjalds af lánum við endurfjármögnun. Pétur segir mörg mjög góð mál hjá nefndinni, bæði frá stjórnarþingmönnum og stjórnarandstæðingum, og honum sé alveg sama hvaðan góð mál komi, þau þurfi að skoða. Hann vilji skoða nokkur þeirra í góðu tómi með þingflokkunum. Mikil umræða var um stimpilgjöld í vetur eftir að bankarnir fóru að bjóða hagstæðari íbúðalán. Mörgum hefur sviðið að þurfa að greiða til ríkisins eitt og hálft prósent í stimpilgjald við þinglýsingu lána. Frumvarp Margrétar, sem Pétur vill að verði samþykkt, gerir ráð fyrir að stimpilgjald falli niður þegar um endurfjármögnun er að ræða. Pétur segir þetta spurningu um að auka samkeppni. Ef fólk skuldi einum banka og skuldubreyti svo hjá honum borgi það ekki stimpilgjald en ef farið sé í annan banka til að skuldbreyta þá þurfi fólk að borga gjaldið. Þetta þurfi að laga. Pétur segir að það þurfi þó að fara varlega í þetta til þess að hella ekki olíu á eldinn. Pétur segir hina miklu skuldbreytingar síðustu mánaða jákvæðar því þær létti greiðslubyrði almennings sem þannig njóti vaxtalækkunarinnar. Hún sé ein mesta hagsbót til almennings á Íslandi í lengri tíma og afleiðing af frelsi í bankaviðskiptum og víðar. Menn verði þó að stíga varlega niður í þessum efnum svo ekki verði neinar kollsteypur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira