Baráttan um Bretland 3. maí 2005 00:01 "Steve er leikmaður sem getur breytt gangi leikja upp á eigin spýtur. Sjáið bara markið sem hann skoraði um síðustu helgi. Ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu, en eins og flestum fótboltaáhugamönnum ætti að vera kunnugt endaði fyrri leikurinn á Stamford Bridge með markalausu jafntefli. Aðspurður sagðist Benitez ekki telja sig vera að setja óþarfa pressu á Gerrard með yfirlýsingum sínum. "Hann er minn fyrirliði og veit að ég vænti mikils af honum." Jamie Carragher, sem átti frábæran leik í fyrri leiknum, segir leikmenn Liverpool ætla að byggja á úrslitum fyrri leiksins. "Þeir eru taldir líklegri og það er allt gott og blessað með það. Það tekur pressuna af okkur," segir Carragher. Hann segist bera virðingu fyrir Chelsea vegna árangurs þeirra í vetur en minnir jafnframt á að Meistaradeildin sé önnur keppni þar sem stemmningin sé önnur. "Við ætlum að stoppa þá í þessum leik. Við erum á heimavelli og höfum ómetanlegan stuðning á okkar bandi. Sjáið bara heimaleikina okkar gegn Olympiakos og Juventus. Andrúmsloftið á Anfield í þeim leikjum var með því besta í sögu Liverpool," segir Carragher. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur lítið út á orð Carraghers og segir stuðningsmennina skipta engu máli. "Við eigum eftir að njóta stemmningarinnar alveg jafn mikið. Pressan er öll á Liverpool og mér líður eins og við munum snúa aftur til London á miðvikudaginn sem hetjur. Þeir eru kannski á heimavelli en stuðningsmennirnir eru ekki inni á vellinum. Þar eru 22 leikmenn, 11 frá Chelsea og 11 frá Liverpool. Mínir 11 eru betri. Þess vegna mæti ég óhræddur í leikinn," sagði Mourinho. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Sjá meira
"Steve er leikmaður sem getur breytt gangi leikja upp á eigin spýtur. Sjáið bara markið sem hann skoraði um síðustu helgi. Ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu, en eins og flestum fótboltaáhugamönnum ætti að vera kunnugt endaði fyrri leikurinn á Stamford Bridge með markalausu jafntefli. Aðspurður sagðist Benitez ekki telja sig vera að setja óþarfa pressu á Gerrard með yfirlýsingum sínum. "Hann er minn fyrirliði og veit að ég vænti mikils af honum." Jamie Carragher, sem átti frábæran leik í fyrri leiknum, segir leikmenn Liverpool ætla að byggja á úrslitum fyrri leiksins. "Þeir eru taldir líklegri og það er allt gott og blessað með það. Það tekur pressuna af okkur," segir Carragher. Hann segist bera virðingu fyrir Chelsea vegna árangurs þeirra í vetur en minnir jafnframt á að Meistaradeildin sé önnur keppni þar sem stemmningin sé önnur. "Við ætlum að stoppa þá í þessum leik. Við erum á heimavelli og höfum ómetanlegan stuðning á okkar bandi. Sjáið bara heimaleikina okkar gegn Olympiakos og Juventus. Andrúmsloftið á Anfield í þeim leikjum var með því besta í sögu Liverpool," segir Carragher. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur lítið út á orð Carraghers og segir stuðningsmennina skipta engu máli. "Við eigum eftir að njóta stemmningarinnar alveg jafn mikið. Pressan er öll á Liverpool og mér líður eins og við munum snúa aftur til London á miðvikudaginn sem hetjur. Þeir eru kannski á heimavelli en stuðningsmennirnir eru ekki inni á vellinum. Þar eru 22 leikmenn, 11 frá Chelsea og 11 frá Liverpool. Mínir 11 eru betri. Þess vegna mæti ég óhræddur í leikinn," sagði Mourinho.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Sjá meira