San Antonio 3 - Denver 1 3. maí 2005 00:01 Liði Denver hefur ekki tekist að færa sér í nyt meiðslum hrjáða og slaka frammistöðu lykilmanna San Antonio í einvígi liðanna. Það var kom því ekki á óvart að Spurs færu með sigur af hólmi í framlengingu í nótt, því þeir fengu góða hjálp frá Tim Duncan og Tony Parker, sem hafa látið afar lítið fyrir sér fara fram að þessu. Tim Duncan skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst, áður en hann fór af velli með 6 villur í framlengingunni, en það var litli maðurinn, Tony Parker sem tók upp þráðinn fyrir hann og leiddi Spurs til sigurs. Liðið á næsta leik á heimavelli og getur gert út um einvígið með sigri. Fjórði leikur liðanna þróaðist á svipaðan hátt og hinir fyrri og mikil barátta og mikið af vítaskotum litu dagsins ljós. Það væsir ekki um Spurs í slíkum leik og Denver liðið er komið ofan í djúpa holu. Þeir þurfa að vinna Spurs þrisvar í röð til að komast áfram. "Strákarnir voru á allan hátt frábærir í dag - þeir gáfust aldrei upp. Við höfum lent í ýmsu í vetur, en lendum alltaf á löppunum og vitum hvað við þurfum að gera til að ná árangri," sagði Duncan eftir leikinn. "Ef við klárum þetta ekki í næsta leik, verðum við að koma aftur hingað (til Denver) og við höfum engan áhuga á því," sagði Manu Ginobili, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið besti maðurinn í einvígi liðanna, en áhorfendur bauluðu á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann, því þeim þykir sóknarstíll hans bera vott af tuddaskap. "Ég heyrði áhorfendur baula í fyrsta fjórðungi, eftir það var kappið svo mikið að ég heyrði ekki nokkurn skapaðann hlut," sagði Argentínumaðurinn. "Nú er þetta bara orðið eins og í háskólaboltanum. Ef við töpum, þá erum við fallnir úr keppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 39 stig (14 frák), Tony Parker 29 stig (7 stoðs), Manu Ginobili 24 stig (6 stoðs), Brent Barry 9 stig, Robert Horry 7 stig, Beno Udrih 6 stig, Nazr Mohammed 6 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Denver:Earl Boykins 32 stig (5 stoðs), Carmelo Anthony 28 stig (7 frák, 5 stoðs), Kenyon Martin 12 (6 frák), Marcus Camby 12 stig (8 frák), Andre Miller 11 stig (7 frák), Nene Hilario 7 stig (7 frák), DeMarr Johnson 7 stig. NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
Liði Denver hefur ekki tekist að færa sér í nyt meiðslum hrjáða og slaka frammistöðu lykilmanna San Antonio í einvígi liðanna. Það var kom því ekki á óvart að Spurs færu með sigur af hólmi í framlengingu í nótt, því þeir fengu góða hjálp frá Tim Duncan og Tony Parker, sem hafa látið afar lítið fyrir sér fara fram að þessu. Tim Duncan skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst, áður en hann fór af velli með 6 villur í framlengingunni, en það var litli maðurinn, Tony Parker sem tók upp þráðinn fyrir hann og leiddi Spurs til sigurs. Liðið á næsta leik á heimavelli og getur gert út um einvígið með sigri. Fjórði leikur liðanna þróaðist á svipaðan hátt og hinir fyrri og mikil barátta og mikið af vítaskotum litu dagsins ljós. Það væsir ekki um Spurs í slíkum leik og Denver liðið er komið ofan í djúpa holu. Þeir þurfa að vinna Spurs þrisvar í röð til að komast áfram. "Strákarnir voru á allan hátt frábærir í dag - þeir gáfust aldrei upp. Við höfum lent í ýmsu í vetur, en lendum alltaf á löppunum og vitum hvað við þurfum að gera til að ná árangri," sagði Duncan eftir leikinn. "Ef við klárum þetta ekki í næsta leik, verðum við að koma aftur hingað (til Denver) og við höfum engan áhuga á því," sagði Manu Ginobili, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið besti maðurinn í einvígi liðanna, en áhorfendur bauluðu á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann, því þeim þykir sóknarstíll hans bera vott af tuddaskap. "Ég heyrði áhorfendur baula í fyrsta fjórðungi, eftir það var kappið svo mikið að ég heyrði ekki nokkurn skapaðann hlut," sagði Argentínumaðurinn. "Nú er þetta bara orðið eins og í háskólaboltanum. Ef við töpum, þá erum við fallnir úr keppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 39 stig (14 frák), Tony Parker 29 stig (7 stoðs), Manu Ginobili 24 stig (6 stoðs), Brent Barry 9 stig, Robert Horry 7 stig, Beno Udrih 6 stig, Nazr Mohammed 6 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Denver:Earl Boykins 32 stig (5 stoðs), Carmelo Anthony 28 stig (7 frák, 5 stoðs), Kenyon Martin 12 (6 frák), Marcus Camby 12 stig (8 frák), Andre Miller 11 stig (7 frák), Nene Hilario 7 stig (7 frák), DeMarr Johnson 7 stig.
NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira