Geðleysur mótmæla Þórarinn Þórarinsson skrifar 3. maí 2005 00:01 Það hefur aldrei farið Íslendingum mjög vel að mótmæla. Það virðist litlu skipta hvað gengur á eða hvaða sjálfsögðu mannréttindi eru fótum troðin þá gerist lítið. Það fýkur í þjóðarsálina í eina viku eða svo. Spekingar blása í fjölmiðlum, kverúlantar rísa upp á afturlappirnar á máttlausum spjallrásum á netinu, einhverjir skrifa lesendabréf og hringja í kjaftaþætti í útvarpinu. Þegar mikið liggur við drattast nokkur hundruð hræður á Austurvöll og standa hnípnar í þöglum mótmælum. Það vantar alla heift, reiði og byltingarhug í Íslendinga sem taka bara máttlaust æðiskast og sætta sig svo við orðinn hlut. Það er í örfáum tilfellum sem samþjappaðir hópar ná í krafti baráttuvilja að snúa vörn í sókn og knýja fram réttlæti í ranglátri stöðu. Starfsmönnum RÚV tókst þetta í fréttastjóramálinu og blaðamannastéttin vann mikilvægan áfangasigur í fjölmiðlafrumvarpsmálinu síðasta sumar en virðist vindlaus nú þegar pólitísk sátt hefur myndast á Alþingi um skárri útgáfu af bjánalegum lögum.Alþjóðlegur dagur áhugaleysisFyrsti maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins en allt bendir til þess að barátta fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minnst hafa úr að moða sé dottin úr tísku, í það minnsta á Íslandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja tæp 72% landsmanna færa verkalýðsdaginn þannig að hann beri alltaf upp á fyrsta mánudegi í maí. Tilgangurinn er vitaskuld sá að búa til langa helgi auk þess sem sú hugmynd er komin fram að hefðbundnar kröfugöngur verði aflagðar og í staðinn standi verkalýðshreyfingin fyrir fjölskylduskemmtun þar sem fólk notar fríið til að koma saman og éta ís og kandíflos. Þetta lýsir fyrst og fremst fullkomnu virðingarleysi fyrir hefðinni að maður tali ekki um sigrum og ósigrum verkalýðsins í gegnum söguna. Er allt í svona miklu himnalagi hjá okkur að við þurfum ekki lengur að láta í okkur heyra fyrsta maí? Eða er málið kannski að nú er útlent vinnuafl fótum troðið á Íslandi og okkur er sama. Við viljum bara aðra verslunarmannahelgi og éta ís á meðan verktakar færa kjör og réttindi verkafólks aftur til miðalda.Meiri tíma til að mótmæla Það vekur athygli að samkvæmt Gallup hafa þeir sem hafa lægri fjölskyldutekjur en 250 þúsund krónur á mánuði síður áhuga á að færa daginn. 68% þeirra vilja ekki hrófla við 1. maí en 79% þeirra sem hafa fjölskyldutekjur hærri en 550 þúsund vilja flytja hann og fá lengri helgi. Það fólk mun væntanlega nota löngu helgina til alls annars en að berjast fyrir bættum kjörum verkamanna. Eina réttlætingin á færslunni og lengingu helgarinnar væri sú að fólk vildi fá góðan tíma til að mótmæla. Stemmningin í kringum fyrsta maí, minnkandi mæting í kröfugöngur og minni áhersla á grasrótarbaráttu verkalýðsins á þessum degi bendir þó til þess að það megi alveg eins slá hann af. Hinir og þessir hagsmuna- og þrýstihópar hafa gert daginn að sínum og í sjálfu sér er ekkert við það að athuga. Bleikir femínistar settu til dæmis skemmtilegan svip á mótmælendahópinn á sunnudaginn. Það er full ástæða til að hamra á jafnréttinu enda eru jafnréttismál í bullandi aftur á bak gír og staðan nú er síst betri en þegar Kvennaframboðið var stofnað. Félagið Ísland-Palestína lét einnig á sér kræla sem og iðnemar en undirritaður hefur aldrei skilið hvað iðnemar eru að vilja upp á dekk á þessum degi. Allt hefur þetta fólk þó helling til síns máls en á fyrsta maí á að berjast fyrir verkalýðinn, ekki reyna að hrinda öllu heimsins mótlæti.Græðgin sigrarÖmundur Jónasson hélt reisn í ávarpi sínu og gagnrýndi þau græðgissjónarmið sem lita alla umræðu um þessar mundir. Ögmundur sér átök tveggja heima kristallast í umræðunni um kjör þeirra sem minna mega sín; "annars vegar þess heims sem hugsar fyrst og fremst um notandann og notagildið og síðan heimsins sem hugsar um það eitt að veita arði og gróða niður í vasa fjármálafólks". Síðarnefndi heimurinn er að sigra og sú hugmynd að hrófla við 1. maí, færa hann og breyta er í takt við lífsgæðastefnu auðvaldsins. Allt er svo þægilegt og gott. Verkalýðsbaráttan er komin úr tísku enda eru nýju alþýðuhetjurnar auðmenn sem græða meira á mínútu en almennur verkamaður á hálfri starfsævi. Verði fyrsta maí breytt er um meiriháttar ósigur að ræða. Gjánni milli þings og þjóðar fer stöðugt stækkandi, framkvæmdavaldið heldur löggjafanum í gíslingu og sótt er að tjáningar- og prentfrelsi úr ýmsum áttum. Við þessar aðstæður á fólk ekki að dubba börnin sín upp og mæta á Ingólfstorg að horfa á Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst fara með gamanmál. Það á að bretta upp ermar, skilja börnin eftir heima, sveifla kröfuspjöldum í jötunmóð, öskra og jafnvel slást þar til réttlætið nær fram að ganga. Þó Íslendingar hafi ekki úthellt blóði í frelsisstríði og hafi þrasað sig til sjálfstæðis er óþarfi að láta allt yfir sig ganga, yppta öxlum og éta ís þann fyrsta maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei farið Íslendingum mjög vel að mótmæla. Það virðist litlu skipta hvað gengur á eða hvaða sjálfsögðu mannréttindi eru fótum troðin þá gerist lítið. Það fýkur í þjóðarsálina í eina viku eða svo. Spekingar blása í fjölmiðlum, kverúlantar rísa upp á afturlappirnar á máttlausum spjallrásum á netinu, einhverjir skrifa lesendabréf og hringja í kjaftaþætti í útvarpinu. Þegar mikið liggur við drattast nokkur hundruð hræður á Austurvöll og standa hnípnar í þöglum mótmælum. Það vantar alla heift, reiði og byltingarhug í Íslendinga sem taka bara máttlaust æðiskast og sætta sig svo við orðinn hlut. Það er í örfáum tilfellum sem samþjappaðir hópar ná í krafti baráttuvilja að snúa vörn í sókn og knýja fram réttlæti í ranglátri stöðu. Starfsmönnum RÚV tókst þetta í fréttastjóramálinu og blaðamannastéttin vann mikilvægan áfangasigur í fjölmiðlafrumvarpsmálinu síðasta sumar en virðist vindlaus nú þegar pólitísk sátt hefur myndast á Alþingi um skárri útgáfu af bjánalegum lögum.Alþjóðlegur dagur áhugaleysisFyrsti maí er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins en allt bendir til þess að barátta fyrir bættum lífskjörum þeirra sem minnst hafa úr að moða sé dottin úr tísku, í það minnsta á Íslandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup vilja tæp 72% landsmanna færa verkalýðsdaginn þannig að hann beri alltaf upp á fyrsta mánudegi í maí. Tilgangurinn er vitaskuld sá að búa til langa helgi auk þess sem sú hugmynd er komin fram að hefðbundnar kröfugöngur verði aflagðar og í staðinn standi verkalýðshreyfingin fyrir fjölskylduskemmtun þar sem fólk notar fríið til að koma saman og éta ís og kandíflos. Þetta lýsir fyrst og fremst fullkomnu virðingarleysi fyrir hefðinni að maður tali ekki um sigrum og ósigrum verkalýðsins í gegnum söguna. Er allt í svona miklu himnalagi hjá okkur að við þurfum ekki lengur að láta í okkur heyra fyrsta maí? Eða er málið kannski að nú er útlent vinnuafl fótum troðið á Íslandi og okkur er sama. Við viljum bara aðra verslunarmannahelgi og éta ís á meðan verktakar færa kjör og réttindi verkafólks aftur til miðalda.Meiri tíma til að mótmæla Það vekur athygli að samkvæmt Gallup hafa þeir sem hafa lægri fjölskyldutekjur en 250 þúsund krónur á mánuði síður áhuga á að færa daginn. 68% þeirra vilja ekki hrófla við 1. maí en 79% þeirra sem hafa fjölskyldutekjur hærri en 550 þúsund vilja flytja hann og fá lengri helgi. Það fólk mun væntanlega nota löngu helgina til alls annars en að berjast fyrir bættum kjörum verkamanna. Eina réttlætingin á færslunni og lengingu helgarinnar væri sú að fólk vildi fá góðan tíma til að mótmæla. Stemmningin í kringum fyrsta maí, minnkandi mæting í kröfugöngur og minni áhersla á grasrótarbaráttu verkalýðsins á þessum degi bendir þó til þess að það megi alveg eins slá hann af. Hinir og þessir hagsmuna- og þrýstihópar hafa gert daginn að sínum og í sjálfu sér er ekkert við það að athuga. Bleikir femínistar settu til dæmis skemmtilegan svip á mótmælendahópinn á sunnudaginn. Það er full ástæða til að hamra á jafnréttinu enda eru jafnréttismál í bullandi aftur á bak gír og staðan nú er síst betri en þegar Kvennaframboðið var stofnað. Félagið Ísland-Palestína lét einnig á sér kræla sem og iðnemar en undirritaður hefur aldrei skilið hvað iðnemar eru að vilja upp á dekk á þessum degi. Allt hefur þetta fólk þó helling til síns máls en á fyrsta maí á að berjast fyrir verkalýðinn, ekki reyna að hrinda öllu heimsins mótlæti.Græðgin sigrarÖmundur Jónasson hélt reisn í ávarpi sínu og gagnrýndi þau græðgissjónarmið sem lita alla umræðu um þessar mundir. Ögmundur sér átök tveggja heima kristallast í umræðunni um kjör þeirra sem minna mega sín; "annars vegar þess heims sem hugsar fyrst og fremst um notandann og notagildið og síðan heimsins sem hugsar um það eitt að veita arði og gróða niður í vasa fjármálafólks". Síðarnefndi heimurinn er að sigra og sú hugmynd að hrófla við 1. maí, færa hann og breyta er í takt við lífsgæðastefnu auðvaldsins. Allt er svo þægilegt og gott. Verkalýðsbaráttan er komin úr tísku enda eru nýju alþýðuhetjurnar auðmenn sem græða meira á mínútu en almennur verkamaður á hálfri starfsævi. Verði fyrsta maí breytt er um meiriháttar ósigur að ræða. Gjánni milli þings og þjóðar fer stöðugt stækkandi, framkvæmdavaldið heldur löggjafanum í gíslingu og sótt er að tjáningar- og prentfrelsi úr ýmsum áttum. Við þessar aðstæður á fólk ekki að dubba börnin sín upp og mæta á Ingólfstorg að horfa á Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst fara með gamanmál. Það á að bretta upp ermar, skilja börnin eftir heima, sveifla kröfuspjöldum í jötunmóð, öskra og jafnvel slást þar til réttlætið nær fram að ganga. Þó Íslendingar hafi ekki úthellt blóði í frelsisstríði og hafi þrasað sig til sjálfstæðis er óþarfi að láta allt yfir sig ganga, yppta öxlum og éta ís þann fyrsta maí.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun